Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 38

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Page 38
Konráð Þorsteinsson: HÚSNÆÐISMÁL ÖRYRKJA Barátta öryrkja fyrir bættum lífskjör- um, hlýtur óhjákvæmilega að beinast að ýmsum þáttum dagiegs lífs. I sumum efn- um hefur náðzt að segja má undraverður árangur og má þar benda fyrst og fremst á hið stórmerka brauðryðjendastarf S. I. B. S. En einnig aðrir þættir hvetja til bjarsýni vonglaðrar trúar á samtakamátt öryrkjanna. Sú þátttaka, sem þegar hefur orðið í félagssamtökum fatlaðra, hverra samnefnari er Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, boðar bjartari framtíð mörgum þeim, sem vegna ytri fötlunar og annarrar örorku, hafa fundið sig utangarðs í lífs- baráttunni að meira eða minna leyti. Þegar hefur mikið áunnizt. All algengt er nú að sjá öryrkja inna af höndum störf með sama árangri eins og full frískt fólk. Þótt slíks sé ekki nærri alltaf kostur, þá hlýt- ur að verða stefnt að því að hver einasti öryrki fái aðstöðu. til þess að nýta þá orku prósentu, sem hann býr yfir og einnig að þjálfun, endurhæfing og hæfnisprófanir verði það fullkomnar að nýir möguleikar opnist mörgum, já, sem allra flestum þeim, sem finna sig meira og minna dæmdir úr leik lífsins. Það sem ég vildi þó sérstaklega gera hér að umtalsefni, eru húsnæðismál ör- yrkja. Eins og kunnugt er, er þar þannig ástatt, að það má heita að allt verði að byggja upp frá grunni. Þar getum við án efa lært margt af frændþjóðum okkar, sem lengra eru komnar og er þess að vænta að fulltrúar okkar, sem fara í ferðalag nú í sumar m. a. til þess að kynna sér þessi mál, hafi af miklu að miðla við heimkom- una. Það sem sérstaklega virðist aðkall- andi fyrir öryrkjana í þessu sambandi er tvíþætt. Að öðru leytinu að byggja vist- heimili í Reykjavík, sem yrði í senn mið- stöð samtakanna og þar með vettvangur þjálfunar og annarra framkvæmda, sem fara fram á þeirra vegum og einnig skap- aðist þar aðstaða til dvalar fyrir þá ör- yrkja, sem um lengri eða skemmri tíma eru undir læknishendi, án þess þó að þurfa að dvelja á sjúkrahúsi. Eins og kunnugt er, skapast oft veruleg vandamál fyrir þá öryrkja, sem þurfa að leita þjálfunar og iæknismeðferðar, því að víða er dvalar- aðstaðan mjög óhentug, verður því stórt spor stigið, þegar það mál leysist, sem vonandi verður í náinni framtíð. Að hinu leytinu er sú knýjandi þörf, sem er fyrir hendi um möguleika fyrir fatlaða til þess að geta búið sér og sínum heimili, sem eru við þeirra hæfi og getu. Hér þurfa að koma til einhuga og sterk samtök hinna fötluðu og sem víðtækust samstaða allra öryrkja. Með einhuga samtökum má án efa ná miklum árangri einnig hér. Ef hús- næðismálin leysast bæði hvað snertir ytri aðbúnað og einnig fjárhagslega, svo sem svarar til getu öryrkjanna, þá opnast þar með möguleikar til heilbrigðrar og eðli- legrar heimilastofnunar fyrir fjölda þeirra, sem við núverandi aðstæður verða að fara slíks á mis. Berjast verður fyrir að fá lögfesta sérstaka lausn á fjárhagshliðinni 38 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.