Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Side 41

Sjálfsbjörg - 01.07.1964, Side 41
HVAÐ ER KONAN? „Konan er stúlkan, sem giftist þér „einu sinni“. Hún elskar falleg föt og smátúr í bæinn öðru hvoru. Henni þykir ósköp vænt um góðar bækur og súkkulaði. En ef þú hefur ekki efni á að veita henni þetta, þá er hún samt sæmilega ánægð, aðeins ef þú gleymir ekki alveg að kyssa hana“. „Konan er þvottakona, sendill, móðir, saumakona, barnfóstra og féiagi. Hún er líka njósnari, sem getur fundið skrúflykil- inn, sem þú fullyrðir að þú hafir lagt á eldhúsborðið í vikunni sem leið, og börnin auðvitað búin að týna“. * Konan þín skilur þig og getur ekki án þín verið. Ef til vill eigið þið í mörgum erfiðleikum, en á þeirri stund, sem þú sezt við hlið hennar, ert þú sá grundvöllur, sem tilvera hennar hvílir á. Kona. (Þýtt). „Konan er stúlkan, sem giftist þér „einu sinni“. Ef til vill er hún orðin ofurlítið mjórri eða ofurlítið gildari, að minnsta kosti er hún orðin eldri. Ef til vill er ekki eins heillandi að tala við hana eins og „einu sinni“. En hver skyldi ástæðan vera. Líttu á sjálfan þig í spegli. Ert þú enn laglegur, skemmtilegur og kátur, eins og „þá“?“ * SJÁLFSBJÖRG 41

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.