Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 11

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 11
Svavar Gestsson, félags rnálaráÖherra: Hvað svo? Þrír fjórðu hlutar eru nú liðnir af alþjóðaári fatlaðra og því tími til þess að staldra við og velta fyrir sér hvað unnist hefur þegar og hvern- ig horfir með þau háu mark- mið, sem við settum okkur í upphafi ársins. í 22. ár- gangi þessa blaðs gerði ég grein fyrir nokkrum almenn- um grundvallarsjónarmiðum í þessum efnum, auk þess sem ég gat um nokkur verk- efni sem þá þegar voru á döfinni vegna alþjóðaárs fatl- aðra. Hér ætla ég ekki að rifja þessi mál upp sérstak- lega né heldur að tína til þær framkvæmdir í einstökum atriðum sem hefur verið unn- ið að í ár. Ég get þó ekki stillt mig um að minnast þess að verulegur gangur hefur verið í framkvæmdum við byggingar vegna fatlaðra á þessu ári, meðal annars hér í þéttbýlinu, en einnig á Ak- ureyri. Er þar um að ræða myndarlegt átak, sem áður hefði þótt stórum tíðindum sæta — og þykir vonandi enn til marks um stórhug og framfaraáhuga í landinu. Starfið — frarn- kvœmdanefndin Framkvæmdanefnd vegna alþjóðaárs fatlaðra skipaði ég 23. september 1980 og hef- ur meginþungi frumkvæðis og forystu hvilt á nefndinni. Formaður hennar er Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, en ritari nefndarinnar og starfs- maður hefur verið Þórður Ingvi Guðmundsson, fuiltrúi í félagsmálaráðuneytinu. — Auk ALFA-nefndar þessar- ar, sem skipuð er átta ein- staklingum, sem eru fulltrú- ar ráðuneyta og samtaka, eru starfandi sérstakar nefndir í 19 kaupstöðum og kauptún- um víðsvegar um landið. Hafa þessar nefndir allar haft ákveðin og þýðingar- mikil verkefni á sinni könnu — auðvitað hafa þær verið misjafnlega ötular eins og gengur, en allar hafa þær haft þýðingu fyrir þau mark- mið, sem sett voru í öndverðu vegna alþjóðaárs fatlaðra. Markmið nefndarinnar — ALFA-nefndar sem ráðu- neytið skipaði á s.l. ári — eru sem hér segir: ,,A. — Vinna að stefnumót- un til langs tíma í málefnum fatlaðra. B. — Einfalda, samræma og endurbæta gildandi lög og reglugerðir um málefni fatl- aðra. C. — Gera tillögur um fyrir- byggjandi aðgerðir með sér- SJÁLFSBJÖRG 9

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.