Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Blaðsíða 20
Kveðja frá
forseta Islands
Bygging
verndaðs vinnustaðar
hafin í Yestmannaeyjum
Ég sendi útifundi Sjálfs-
bjargar á Lækjartorgi ein-
lægar kveðjur, með ósk um
ríkan árangur. Megi þetta ár,
sem ætlað er að vekja athygli
á sjálfsögðum réttindamálum
fatlaðra, verða til farsældar
um alla framtíð.
Heilshugar mun ég ávallt
standa með ykkur.
Vigdís Finnbogadóttir.
Þann 16. 7. 1981 var tekin
skóflustunga að byggingu
verndaðs vinnustaðar, sem rís
á horni Faxastígs og Hlíðar-
vegar.
Jón Karlsson, elsti félagi
Sjálfsbjargar, hóf verkið, en
við tóku stórvirk tæki Arnars
og Þórðar.
Arnmundur Þorbjörnsson,
formaður byggingarnefndar
flutti ávarp við þetta tæki-
færi:
„Góðir félagar og gestir.
Ég vil fyrir hönd fram-
kvæmdastjómar vemdaðs
vinnustaðar í Vestmannaeyj-
um bjóða ykkur velkomin í
tilefni af þessum merku tíma-
mótum, er fyrsta skóflu-
stungan verður tekin að
vinnustað í þágu öryrkja og
annarra sem skerta starfs-
orku hafa hér í Vestmanna-
eyjum. Það hafa verið uppi
raddir um langt skeið að slík-
ur vinnustaður kæmist á hér
í Eyjum, og má því með
sanni segja að nú sé lang-
þráður draumur að rætast og
vil ég óska okkur Vest-
mannaeyingum til hamingju
nú á ári fatlaðra.
Sá áfangi, sem nú verður
tekinn fyrir er 504 fermetr-
ar að stærð á einni hæð og
sniðinn fyrir þarfir þeirra
sem þar koma til með að
starfa.
Eftirtalin félög standa að
byggingarframkvæmdum og
fyrirhuguðum rekstri:
Félag þroskaheftra, Sjálfs-
björg, Vestmannadeild SÍBS,
og svo Rauðakrossdeild Vest-
mannaeyja, Bæjarsjóður,
Verkalýðsfélögin og Vinnu-
veitendafélag Vestmanna-
eyja.
Ég vil ekki láta hjá líða
að þakka þeim f jölmörgu sem
hafa gefið stórhöfðinglegar
gjafir til þessa vinnustaðar
og er það okkur mikil hvatn-
ing.
Ég vil svo biðja Jón Karls-
son elsta félaga Sjálfsbjarg-
ar í Vestmannaeyjum, sem
hefur unnið mikið fyrir fé-
lagið, að taka fyrstu skóflu-
stunguna".
Á vinnustofunni verður
gert ráð fyrir 15—20 stöðu-
gildum og er fyrirhugað að
koma á fót léttum iðnaði, til
dæmis sælgætisgerð, auk
starfsgreina tengdum sjávar-
útvegi.
Hinn mikli einhugur, sem
ríkjandi er í bænum á mál-
efninu hefur sýnt sig í fjár-
framlögum bæjarbúa. Til að
auðvelda fólki að leggja fé
af mörkum hefur fjáröflun-
arnefndin opnað verðtryggð-
an sparireikning nr. 700188 í
Útvegsbankanum.
18 SJÁLFSBJÖRG