Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 43
er þessi stefnuyfirlýsing fyrir
níunda áratug tuttugustu ald-
ar birt. Markmiðum hennar,
sem 611 eru jafnmikilvæg og
jafnbrýn, verður því aðeins
náð að sérhvert þjóðfélag
breyti í grundvallaratriðum
afstöðu sinni til fötlunar og
viðbrögðum sínum við vanda-
málum fatlaðra.
Markmiðin eru:
AÐ hver þjóð hrindi af stað
áformum til þess að koma
í veg fyrir fötlun á eins
mörgum sviðum og hægt
er, og til þess að tryggja
sér að nauðsynlegar fyrir-
byggjandi aðgerðir nái til
hverrar fjölskyldu og
hverrar manneskju.
AÐ tryggja að sérhver
fatlaður maður, og sérhver
fjölskylda þar sem í er
fatlaður maður, fái hvers
konar endurhæfingarþjón-
ustu og aðra aðstoð og
hjálp sem þörf er á til þess
að draga úr skerðingar-
áhrifum fötlunarinnar og
gera hverri manneskju
kleift að lifa eðlilegu lífi
og taka virkan þátt í sam-
félaginu.
AÐ gera allar nauðsynleg-
ar ráðstafanir til þess að
tryggja fötluðum fyllsta
jafnrétti og þátttöku á öll-
um sviðum félagslífsins.
AÐ dreifa vitneskju um
fatlað fólk og getu þess,
og um fötlun, hvernig kom-
ið verði í veg fyrir hana
og farið með hana, til þess
að auka þekkingu og skiln-
ing almennings á þessum
vandamálum og mikilvægi
þeirra fyrir hvert þjóð-
félag.
Sérhvert land er hvatt til
þess að undirbúa víðtæka
heildaráætlun um fram-
kvæmd þessara markmiða
með hliðsjón af þeim megin-
reglum sem settar eru fram
í þessari stefnuyfirlýsingu,
og af eigin aðstæðum. Áætl-
unin ætti að ná til allra meg-
inþátta þjóðlífsins og skipa
háan sess í öllum fyrirætlun-
um um þróun þjóðarinnar;
hún ætti að sjá fyrir fullri
þátttöku fatlaðra í þvílíkum
fyrirætlunum.
Það er meginatriði að hvert
land hafi innan stjórnarráðs
síns skrifstofu eða háttsett-
an einstakling, sem beri
ábyrgð milliliðalaust gagn-
vart þjóðhöfðingja eða ríkis-
stjórn, eins og við á, til þess
að stjórna undirbúningi heild-
aráætlunarinnar og samræma
framkvæmd hennar. Þessi
skrifstofa eða einstaklingur
ætti að njóta aðstoðar ráð-
gjafanefndar sem í eru full-
trúar allra stjórnardeilda sem
máli skipta, samtaka fatlaðra
og hópa sjálfboðaliða og sér-
fræðinga.
Stefnuyfirlýsingin fyrir ní-
unda áratug er samróma
álit um leiðir til þess að
gera mannkyninu fært að
vernda og efla réttindi og
ábyrgð allra manna, bæði
þeirra sem taldir eru fatl-
aðir og þeirra sem eru það
ekki.
Stefnuyfirlýsingin hefur
verið samþykkt af Alþjóða
endurhæfingarráðinu eftir að
um hana var fjallað á 14.
Heimsþinginu í Winnipeg,
Manitoba, Canada, þann 26.
júní 1980, og er birt heimin-
um sem mikilvægt framlag
til Alþjóðaárs fatlaðra.
Framkvæmdastjóri Alþjóða-
endurhæfingarsambandsins,
Norman Acton, dvaldi hér á
landi dagana 16.—19. sept.
s.l. í boði Öryrkjabandalags
íslands. Við þetta tækifæri
afhenti hann forseta ís-
lands, Vigdísi Finnbogadótt-
ur, þessa stefnuyfirlýsingu
sambandsins fyrir níunda
áratuginn, sem unnin var í
tilefni alþjóðaárs fatlaðra.
SJÁLFSfíJÖRG 41