Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Qupperneq 9
atvinnu, húsnæði, tómstunda-
starf o.s.frv.
Að því ber að stefna
með markvissum aðgerðum
stjórnvalda, í formi laga-
setningar.
Að þessu hefur verið unn-
ið ötullega á árinu á vegum
ALFA-nefndarinnar og er nú
tilbúið frumvarp til laga um
þjónustu við fatlaða sem
ALFA-nefndin vonast til að
verði samþykkt á Alþingi á
þessu ári. Þar með væri kom-
inn grundvöllur til að sam-
ræma og skipuleggja upp-
byggingu þessara mála yfir
landið allt, þar sem leitast
yrði við að mæta þörfum
hinna fötluðu á þeirra heima-
slóðum, eftir því sem unnt
er.
En framkvæmd iaga er
m.a. háð viðhorfunum í sam-
félaginu, og félagslegar um-
bætur eiga margfalt greiðari
leið, ef þær styðjast við vel-
vilja almennings.
Nokkrum spurningum má
varpa fram í þessu sambandi.
Er vinnumarkaðurinn t.d. til-
búinn að taka við fötluðu
fólki í vinnu? Eru skólarn-
ir tilbúnir að veita fötluð-
um börnum og unglingum
kennslu og þjálfun? Eru
æskulýðsfélög og klúbbar
tilbúin að opna starfsemi
sína og veita fötluðum tæki-
færi til þátttöku?
Því miður er langt í land
þangað til jafnrétti verður
jafnt í orði og á borði í mál-
efnum fatlaðra.
Hitt skal jafnframt undir-
strikað að á síðustu áratug-
um hefur margur áfanginn
náðst i jafnréttisbaráttu fatl-
aðra, fyrst og fremst fyrir
þrotlaust starf og baráttu
hagsmunasamtaka fatlaðra
sjálfra og styrktarfélaga
þeirra.
ALFA-nefndin hefur sem
sagt leitast við eftir megni
að nota árið til að móta
framtíðarstefnu í málefnum
fatlaðra, sem er byggð á
miklu upplýsingamagni frá
hagsmunasamtökum fatlaðra,
grundvöllur hefur verið lagð-
ur — með frumvarpi til laga
— sem gerir stjórnvöldum
kleift að vinna markvisst að
framkvæmdum þessara mála
í framtíðinni, og síðast en
ekki síst hefur nefndin leit-
ast við að beita áhrifum sín-
um í því skyni að samfélags-
leg viðhorf yrðu jákvæðari.
ALFA-nefndir í hinum
ýmsu bæjar- og sveitarfélög-
um úti um landsbyggðina
hafa unnið mikið og gott
starf hver á sínum stað. Er
ekki vafi að áhrifa þeirra á
eftir að gæta um mörg ókom-
in ár.
Allt starf, sem unnið er í
tilefni alþjóðaárs fatlaðra
hefur markmið sitt og leiðar-
ljós fólgið í einkunnarorðun-
um sem eru:
Full þátttaka og jafnrétti.
SJÁLFSBJÖRG 7