Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 15
ég er á einstaklega litlum
stól, sem er töluvert mjórri
en gengur og gerist, og mátti
þó ekki tæpara standa.
Eftir nokkurra daga sól-
bökun og afslöppun, sem fór
mismunandi með menn, þó
að enginn bráðnaði fullkom-
lega, fór hópurinn að skoða
Disney World. Var þar margt
skemmtilegt að skoða, allt
frá fræðslusýningum upp í
hálfgerð manndrápstæki sem
þutu upp, niður og til hliðar
á ógnarhraða og þrátt fyrir
að við eyddum mörgum dög-
um, komumst við ekki yfir
að skoða allar lystisemd-
irnar.
Um kvöldið fyrri daginn
var farið á skemmtistað einn
í Orlando. Kenndi þar margra
grasa, því staðurinn var sam-
bland af disco, sveitarokki
og jazz. Það sem hreif land-
ann þó mest var að hægt var
að fá bjór í stórum könnum
sem tóku að minnsta kosti
einn lítra. Var það mesta
þarfaþing, þar sem við þurft-
um nauðsynlega á nokkurri
kælingu að halda, vegna hins
heita loftslags þar vestra.
Héldu menn vel uppi orðstír
Leifs heppna og annarra vík-
inga og teiguðu mjöðinn
ósleitilega.
Eitt af því sem menn gerðu
sér til gamans þar ytra var
að fara á knattspyrnuleiki.
Var farið á tvo slíka og voru
menn ekki á einu máli um
gæði bandarískrar knatt-
spyrnu. Hvort svo sem að
skýringin á því var sljóvguð
dómgreind hjá einstaka
manni, þá voru menn sam-
mála því að Kaninn kynni
engin almennileg hvatningar-
hróp og veitti ekki af að
kenna þeim eitthvað í þeim
efnum og var það gert all-
hraustlega.
Einn var sá staður á hót-
elinu sem ég dvaldi mjög
gjarnan á. Var það lægri
hluti jarðhæðarinnar. Ástæð-
an fyrir því að ég og fleiri
dvöldum þarna langtímum
saman, var sú að þarna voru
spilakassar sem hægt var að
spila á. Urðu leikir þessir
sumum slík árátta, að þeir
eyddu drjúgum skilding og
tíma í þá. Mun það hafa orð-
ið mönnum einnig til happs,
því að þetta kom í veg fyrir
að fólk sólbrynni fram úr
hófi.
Þar ytra fóru menn oft út
að borða, því fínasti matur
þarna kostaði ekki helming
á við hér heima. Nautasteik-
urnar voru svo góðar, að okk-
ur fannst við ekki hafa
smakkað nautasteik áður.
Þar sem að ferð þessi var
farin í júnímánuði eyddum
við þjóðhátíðardeginum þar
vestra. Létu menn það ekk-
ert á sig fá og héldu upp á
daginn á margvíslegan máta.
Lauk hátíðarhöldunum með
því að allur hópurinn snæddi
saman kvöldverð úti í garði
og hélt smá kvöldvöku. í
tilefni hátíðarhaldanna gaf
hótelstjórinn hópnum átta
vodka flöskur. Kunnu menn
vel að meta þetta innlegg í
hátíðahöldin og þótti hótel-
stjóranum farast höfðing-
lega.
Ég ætla að enda þessa
ferðasögu hér, þótt skrifa
hefði mátt helmingi lengri og
ítarlegri ferðasögu, enda hef
ég aðeins drepið á nokkur
helstu atriði ferðarinnar. En
þrátt fyrir að ferðin hafi ver-
ið mjög skemmtileg á allan
hátt og veðrið eins og best
varð á kosið, var samt gott
að komast heim í hið hress-
andi loftslag hér á landi okk-
ar víkinganna, því eins og
við vitum öll, að heima er
best.
Skrifað undir lok ágúst-
mánaðar á því herrans
ári 1981.
Jóhann P. Sveinsson.
SJALFSBJÖRG 13