Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 36

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 36
Ferðasjóður Hátýninga Fyrir tveim árum síðan skrifaði ég smágrein hér í blaðið um Ferðasjóð íbúa Há- túni 12. Ég ætla aðeins að endurtaka það sem ég sagði þar um stofnun sjóðsins og fyrstu framlög í hann. Sjálfs- bjargarfélagið á Isafirði er stofnandi hans, og það má segja að Margrét Halldórs- dóttir fyrrverandi formaður sé ljósmóðir hans og Matthí- as Kristinsson varaformað- ur guðfaðir, svo ötullega og heilshugar hafa þau unnið að framgangi hans. Fyrsta fjáröflunarlota þeirra hófst með því að skrifa sveitarfélögum á Vestfjörð- um bréf, með beiðni um fjárframlög, einnig skrifuðu þau Sjálfsbjargarfélögunum samskonar bréf, og brugðust þau mjög vel við, svo vel að hægt var að veita öllum, sem rétt áttu á styrk til Noregs- ferðar sem nam um 2/3 ferðakostnaðar, einnig nokkr- um smærri til innanlands- ferða. Þegar kom fram á mitt ár- ið í fyrra, var lítið eftir í sjóðnum, þá hófu þau Mar- grét og Matthías aðra lotu, og nú skrifuðu þau 53 sveit- arfélögum víðsvegar um landið. í bréfi sínu benda þau meðal annars á, að hér í hús- inu sé saman komið mikið fatlað fólk héðan og þaðan af landinu, tekjulaust að kalla, og að ferðalög endrum og eins séu þessu fólki ómet- anleg upplyfting og gleði- gjafi. Umræddu bréfi svöruðu 14 sveitarfélög og sendu drjúg- ar upphæðir. Þessum félögum færi ég hér með innilegar þakkir fyrir hönd sjóðs- stjórnar. Nú er ég að velta því fyrir mér, hvort öll bréfin sem ekki barst svar við hafi farið beint í bréfakörfuna, eða ef til vill lent inni í möppu og gleymst þar. Þetta ætti að koma í ljós við tiltektir fyrir bæja- og sveitastjórnakosningar að vori. I reglugerð sjóðsins segir svo meðal annars: „Tekjur sjóðsins skulu vera frjáls framlög, gjafir og áheit“. Undirritaður er lítt þjálf- aður i jafnvægiskúnstum og því reynir á góðvilja lesand- ans, hvort hann heyrir að- eins hvimleiðan betlitón i þessu greinarkorni, eða hitt, að verið er að koma upplýs- ingum á framfæri. Það þarf að minna á þennan sjóð, ef hann á ekki að verða úti í verðbólguhríðinni. Margt fólk er haldið ein- hverri knýjandi þörf til að gefa, við ættum ekki að vera verri þiggjendur en hverjir aðrir. Allskonar félög og klúbb- ar hafa mannúðar- og líknar- mál efst á stefnuskrá sinni, kannski eigum við þar ein- hvers staðar hauk í horni, ef áhrifamenn þeirra frétta af þessum sjóði. Það er rétt að það komi hér fram, að nú hafa verið veittir á milli 50 til 60 styrk- ir bæði til utan- og innan- lands ferða. Ég vil svo að lokum færa öllum gefendum, félögum og einstaklingum innilegustu þakkir okkar og fullvissa þá um, að peningum þeirra hafi ekki verið á glæ kastað. 34 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.