Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Qupperneq 12
stöku tilliti til fötlunar sem
afleiðingar af slysum.
D. — Hefja víðtækt kynn-
ingarstarf í skólum og fjöl-
miðlum um málefni fatlaðra.“
Stutt yfirlit
Hér er ekki ætlunin að
semja tæmandi iista yfir þau
verkefni sem unnið hefur
verið að í samræmi við áður-
greind verkefni — hér verð-
ur aðeins drepið á fáein
atriði:
A:
1) 60—70 hagsmunasam-
tökum fatlaðra voru send
bréf með beiðni um að þau
gerðu grein fyrir því hver
ættu að vera helstu markmið
og leiðir í málefnum fatlaðra.
Öll bæjarfélög landsins fengu
samskonar bréf svo og fjöl-
margir aðrir stjórnsýslu-
aðilar.
2) Haldnir hafa verið fund-
ir með sérfræðingum, hags-
munaaðilum og áhugamönn-
um um málefni fatlaðra.
Hafa nefndarmenn ALFA-
nefndarinnar mætt á fjölda
slíkra funda.
3) Gefin hefur verið út á
íslensku stefnuskrá Samein-
uðu þjóðanna í málefnum
fatlaðra.
4) Félagsvísindadeild Há-
skóla íslands hefur tekið að
sér að vinna könnun á mál-
efnum og aðstöðu fatlaðra.
Gert er ráð fyrir að niður-
stöður úr könnuninni komi
fram á þessu ári.
B:
1) Eitt viðamesta verkefni
ALFA-nefndarinnar var að
semja frumvarp til laga um
málefni fatlaðra. Unnið hef-
ur verið að frumvarpinu um
nokkurra mánaða skeið og
vænti ég þess að unnt verði
að leggja frumvarpið fyrir
alþingi þegar í októberbyrj-
un er það kemur saman til
fundar að nýju að loknum
sumarleyfum.
2) Samhliða þessu verk-
efni hefur nefndin unnið að
frumvarpi til laga um ferli-
mál, sem lagt var fram og
afgreitt á alþingi s.l. vor. Hin
nýju lög heimila fjármögn-
un á opinberum byggingum
vegna fatlaðra eins og um
hvern annan stofnkostnað
væri að ræða.
C:
1) ALFA-nefndin kom af
stað sérstökum starfshópi
undir forystu landlæknis til
að gera tillögur um slysa-
varnir í atvinnugreinum, í
umferðinni og á heimilum.
Tryggingastofnun ríkisins
hefur tekið að sér að gera
könnun á slysavöldum í sjáv-
arútvegi, fiskvinnslu, iðnaði
og landbúnaði síðastliðinn
áratug með það fyrir augum
að auðvelda tillögugerð til
úrbóta. Erika Friðriksdóttir
hagfræðingur vinnur nú að
sérstakri könnun um slys á
heimilum og Bjarni Torfason
læknir kannar afleiðingar
slysa fyrir um 300 ein-
staklinga, sem slösuðust illa
á árinu 1975. Mun verða gerð
grein fyrir niðurstöðum þess-
ara kannana á árinu.
2) ALFA-nefndin hefur
kostað bækling um umferðar-
slysavarnir og síðast en ekki
síst beitti nefndin sér fyrir
því að flutt yrði á Alþingi
og samþykkt frumvarp til
laga um að innleiða notkun
bilbelta í umferðinni.
D:
1) Kynningarstarf ALFA-
nefndarinnar er svo þekkt að
það verður ekki rakið hér í
einstökum atriðum, en þar
hefur verið komið víða við.
Vísast í þeim efnum til yfir-
lits í fréttabréfi ALFA-
nefndar, sem kom út á miðju
þessu ári.
Mörg önnur
verkefni
Sem betur fer hefur víða
annars staðar verið unnið
þarft verk í þágu fatlaðra á
þessu ári. Hefur f jöldi félags-
samtaka haft frumkvæði í
þeim efnum, auk þess sem
málefni fatlaðra hafa komið
við sögu á öðrum sviðum
einnig, eins og til að mynda
10 SJÁLFSBJÖRG