Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Blaðsíða 31

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Blaðsíða 31
Magnús Kjartansson Þriðjudaginn 19. september árið 1978 safnaðist mikill fjöldi fólks saman við Sjó- mannaskólann í Reykjavík. Á annað hundrað manns voru í hjólastólum, aðrir gengu við stafi, en áætlaður fjöldi fólksins var um tíu þúsund. Hvað var þarna um að vera? Ekki gaf veðrið tilefni til þess að fara í skemmtigöngu, því það var gola og rigning- arúði. Hér var jafnréttis- ganga Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík, að leggja af stað til Kjarvals- staða, þar sem borgarstjórn Reykjavíkur tók á móti þátt- takendum. Þessa einstæðu aðgerð skipulagði Magnús Kjartansson. Hann þekkti urmul af fólki frá ritstjóra- og ráðherratíð sinni og vakti áhuga þess á göngunni, enda fór svo að fjölmörg fyrir- tæki gáfu starfsfólki sínu frí til þess að taka þátt í jafn- réttisgöngunni. Ég er efins um að nokkur annar maður en Magnús hefði getað með jafn miklum árangri skipu- lagt aðgerð til að vekja at- hygli á réttindamálum fatl- aðra. Fyrir Alþingiskosningarn- ar í desember árið 1979 átti hann frumkvæði að og skipu- lagði aðra aðgerð fyrir hönd Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, og Blindravinafé- f Minning lagsins, samtaka blindra og sjónskertra. — Formönnum allra stjórnmálaflokkanna var skrifað og lagðar fyrir þá spurningar um réttinda- mál fatlaðra. Allir stjóm- málaflokkarnir svöruðu spurningum og gerðu grein fyrir stefnu sinni í málefn- um fatlaðra. Magnús hafði síðan veg og vanda af útgáfu kvers, sem ber nafnið ,,Jafn- rétti fatlaðra" og hefur að geyma bréfaskipti, þar á meðal svör stjómmálaflokk- anna allra. Magnús fatlaðist verulega haustið 1977. Eftir það not- aði hann armstafi eða hjóla- stól til þess að komast leið- ar sinnar. Hann átti til dauðadags sæti í nefnd á veg- um Norðurlandaráðs um samgöngumál fatlaðra. Hann skrifaði mikinn fjölda greina í blöð og tímarit til þess að vekja athygli á kjörum fatl- aðra. Magnús var ritsnilling- ur og ekki er vafi á því að greinar hans ýttu við sam- viskunni í mörgum. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendir ástvinum Magnúsar innilegustu sam- úðarkveðjur. Theodór A. Jónsson. SJÁLFSBJÖRG 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.