Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 31

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 31
Magnús Kjartansson Þriðjudaginn 19. september árið 1978 safnaðist mikill fjöldi fólks saman við Sjó- mannaskólann í Reykjavík. Á annað hundrað manns voru í hjólastólum, aðrir gengu við stafi, en áætlaður fjöldi fólksins var um tíu þúsund. Hvað var þarna um að vera? Ekki gaf veðrið tilefni til þess að fara í skemmtigöngu, því það var gola og rigning- arúði. Hér var jafnréttis- ganga Sjálfsbjargar, félags fatlaðra í Reykjavík, að leggja af stað til Kjarvals- staða, þar sem borgarstjórn Reykjavíkur tók á móti þátt- takendum. Þessa einstæðu aðgerð skipulagði Magnús Kjartansson. Hann þekkti urmul af fólki frá ritstjóra- og ráðherratíð sinni og vakti áhuga þess á göngunni, enda fór svo að fjölmörg fyrir- tæki gáfu starfsfólki sínu frí til þess að taka þátt í jafn- réttisgöngunni. Ég er efins um að nokkur annar maður en Magnús hefði getað með jafn miklum árangri skipu- lagt aðgerð til að vekja at- hygli á réttindamálum fatl- aðra. Fyrir Alþingiskosningarn- ar í desember árið 1979 átti hann frumkvæði að og skipu- lagði aðra aðgerð fyrir hönd Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, og Blindravinafé- f Minning lagsins, samtaka blindra og sjónskertra. — Formönnum allra stjórnmálaflokkanna var skrifað og lagðar fyrir þá spurningar um réttinda- mál fatlaðra. Allir stjóm- málaflokkarnir svöruðu spurningum og gerðu grein fyrir stefnu sinni í málefn- um fatlaðra. Magnús hafði síðan veg og vanda af útgáfu kvers, sem ber nafnið ,,Jafn- rétti fatlaðra" og hefur að geyma bréfaskipti, þar á meðal svör stjómmálaflokk- anna allra. Magnús fatlaðist verulega haustið 1977. Eftir það not- aði hann armstafi eða hjóla- stól til þess að komast leið- ar sinnar. Hann átti til dauðadags sæti í nefnd á veg- um Norðurlandaráðs um samgöngumál fatlaðra. Hann skrifaði mikinn fjölda greina í blöð og tímarit til þess að vekja athygli á kjörum fatl- aðra. Magnús var ritsnilling- ur og ekki er vafi á því að greinar hans ýttu við sam- viskunni í mörgum. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, sendir ástvinum Magnúsar innilegustu sam- úðarkveðjur. Theodór A. Jónsson. SJÁLFSBJÖRG 29

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.