Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Blaðsíða 16
Útifundur Sjáifsbjargar
Undirbúningur að útifundi
Sjálfsbjargar hófst fljótlega
á vordögum, eftir að ákveðið
hafði verið, að einn dagskrár-
liður aukaþingsins skyldi
vera útifundur í Reykjavík
um málefni fatlaðra.
Framkvæmdastjórn skip-
aði þá Hrafn Sæmundsson og
Vikar Davíðsson til að vera
í forsvari fyrir undirbúningi
og framkvæmd fundarins.
1 upphafi var gert ráð fyr-
ir að fundurinn yrði hald-
inn við Kjarvalsstaði en af
óviðráðanlegum ástæðum
varð að hverfa frá þeirri hug-
mynd og hasla sér völl á
Lækjartorgi, sem þó þótti
lakari kostur.
Menn gerðu sér strax ljóst,
að ef slíkur fundur ætti að
bera tilætlaðan árangur
þyrfti allur undirbúningur
að vera markviss. Virkja
þyrfti alla hugsanlega krafta.
Á fyrstu dögum var því
myndaður vinnuhópur með
stjóm Sjálfsbjargar í Reykja-
vík og nokkrum öðrum
áhugasömum félögum. í for-
ystu þessa hóps voru þeir
Hrafn Sæmundsson og Sigur-
sveinn D. Kristinsson og var
strax ötullega starfað. Marg-
ir fundir voru haldnir og
skipti hópurinn sér í smærri
einingar til að ná sem best-
um árangri.
Eitt veigamesta atriði þess,
að slíkur fundur megi tak-
ast, er auglýsingaþátturinn.
Ljóst var þvi að hefja varð
mikla áróðursherferð með
auglýsingum og öðrum tiltæk-
um ráðum. Með skírskotun til
þess sambands sem komið
var milli Sjálfsbjargar og
A.S.I., var öllum verkalýðs-
félögum í landinu skrifað og
þau beðin að auglýsa og
hvetja félagsmenn sína til að
koma á fundinn. Mörg þess-
ara félaga brugðust vel við
og auglýstu fundinn ræki-
lega. Þá var bæjarstjórnum
14 SJÁLFSBJÖRG