Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 30

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 30
Síðustu skjól staklega aðstæður á vinnu- stöðum á félagssvæðinu með tilliti til fjölgunar atvinnu- tækifæra fyrir fatlaða. Nauðsynlegt er að fatlaðir eigi kost á starfi á vernduð- um vinnustað og/eða vemd- uðum stöðugildum á almenn- um vinnumarkaði í sinni heimabyggð. Þingið lýsir ánægju yfir lögum frá 22. maí 1981 um breytingar á lögum vegna umbóta á opinberum bygg- ingum í þágu fatlaðra, en leggur jafnframt þunga áherslu á að gjörðar verði breytingar einnig á öðrum opinberum byggingum, svo sem stjórnsýslustofnunum, söfnum og fleiri byggingum í sama tilgangi. Aukaþingið leggur áherslu á samþykktir reglulegs þings Sjálfsbjargar í trygginga- málum. Því til viðbótar samþykkir þingið eftirtalin atriði: 1. Breyting verði gerð á 12. gr. laga um almannatrygg- ingar í þá veru að tekju- viðmiðun greinarinnar verði felld niður. Örorkumat verði fram- kvæmt af fjölskipaðri nefnd, sem í væru m.a. læknir, félagsráðgjafi og lögfræðingur. 2. Að bensínstyrkur verði greiddur öllum öryrkjum sem eru metnir 65% eða meira án tekjuviðmiðunar. 3. Að ákvörðun um sérskött- un hjóna verði látin gilda við greiðslu bóta. 4. Að Tryggingastofnun ríkis- ins starfræki sjálfstæðar umboðsskrifstofur utan Reykjavíkur. 5. Fræðslu- og upplýsinga- starf T.R. verði stóraukið. 6. Fatlist maður af völdum slyss eða sjúkdóms verði leitað allra leiða til að koma honum í atvinnu — en málið ekki eingöngu af- greitt með úrskurðun ör- orkulífeyris, eins og alltof algengt er. Aukaþingið undirstrikar, að í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra segir m.a.: „Fatlaðir eiga rétt á fjár- hagslegu og félagslegu ör- yggi og mannsæmandi lífs- kjörum. Þeir eiga rétt á, eftir því sem hæfileikar þeirra leyfa, að fá atvinnu og halda henni eða taka þátt í nyt- samlegu, frjóu og arðgefandi starfi og að ganga í verka- lýðsfélag. Fatlaðir eiga kröfu á að tekið verði tillit til sér- þarfa þeirra á öllum stigum fjárhagslegrar og félagslegr- ar skipulagningar". Þel manns. Lítil orð. Vinátta. Þegar degi hallar að vera mettur af lífi. H.S. Pennavinir Ritstjórn tímarits lands- sambands fatlaðra í Svíþjóð, hefur beðið okkur að koma á framfæri auglýsingu frá Sri Lanka, þar sem „æsku- fólk“ á öllum aldri óskar eftir að skrifast á við Norður- landabúa. Þeir sem hafa áhuga, skrifi til: Svensk Handikapptidskrift c/o Björn Arnell Stora Nygatan 4, Box 2053 103 12 Stockholm 2, Sverige. Björn mun síðan koma er- indinu áfram til Sri Lanka. Sri Lankabúar óska eftir að bréfaskriftir fari fram á ensku. 28 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.