Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 4

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Page 4
Ávarp Björns Þórhallssonar á útifundi Sjálfsbjargar Góöir fundarmenn. Sameinuðu þjóðirnar hafa helgað árið 1981 málefnum fatlaðra. Þessi fundur hér er haldinn í tengslum við auka- þing Sjálfsbjargar, sem ein- göngu er helgað atvinnumál- um og lífeyrismálum fatlaðs fólks. Enginn maður og engin samtök geta látið sem mál- efni þessi séu sér óviðkom- andi. Allir verða að gefa þeim gaum og liðsinna eftir getu og aðstöðu. Sjálfsbjörg og launþegasamtökin geta haft og eiga að hafa samstarf á mörgum sviðum, og er þá fátt nærtækara en einmitt at- vinnumálasviðið. Réttinn til að vinna telj- um við öll vera grundvallar- mannréttindi. Að fá að leggja sitt af mörkum, hver eftir sinni getu. En getan er mjög misjöfn þótt engin fötlun komi til. Öll erum við mis- jafnlega af guði gerð. Aldur, þjálfun, þekking o.fl. o.fl. gera okkur ójafnt um vik að sinna hinum ýmsu störfum. t Hávamálum segir: Haltr ríðr hrossi, hjörð rekr handar vanr, daufur vegur ok dugir, blindr er betri en brenndr séi, nýtr manngi nás. Þrátt fyrir íábreytni at- vinnulífsins á þessum tíma gerðu menn sér grein fyrir því að flestir gátu til einhvers dugað, og jafnframt því, að þessa getu ætti að nýta. Þeg- ar þetta er hugleitt hljóta menn að kenna blygðunar að Björn Þórhallsson hið fjölbreytta og verkskipta, sérhæfða nútíma atvinnulíf skuli ekki hafa megnað að finna hverjum manni hæfi- legt starf og nýta þannig þann mikla fjársjóð vinnu- afls sem ónýttur er. Úr þessu verður að bæta og verða þar ýmis öfl að koma til. Það er ekki á færi fatlaðra einna að koma fram þeim breytingum á skipulagi og aðstöðu, sem þarf að verða. Það er heldur ekki rétt að kostnaður af nauðsynleg- um breytingum í þessu sam- bandi falli á þá atvinnurek- endur, sem ráða vildu fatlaða til starfa. Hér verður öll þjóðin að taka á. En eins og jafnrétturinn til vinnunnar við viðunandi að- stæður er mikilvægur, þá er jafnrétturinn til launa og annars endurgjalds fyrir vinnuna ekki síður mikilvæg- ur. Þar kemur til kasta verkalýðshreyfingarinnar, að sinna skyldum sínum, svo að fatlaðir njóti fyllsta jafn- réttis á við aðra vinnandi menn. Á þessu sumri býr verka- lýðshreyfingin sig undir enn einn áfangann í kjarabarátt- unni. Ekki hefur verið ákveð- ið um kröfugerð né hvernig að verði unnið. Það eina sem samþykkt hefur verið er ef tirf arandi: Drög aö kröfum um rétt- indi fatlaðra- Allt fatlað fólk, sem vinn- ur á vernduðum vinnustöð- um, njóti þess ótvíræða laga- réttar að eiga í raun aðild að verkalýðsfélögum með full- um félagsskyldum og félags- réttindum, svo sem oriofi, at- vinnuleysisbótum, lífeyris- sjóðum, sjúkrasjóðum, orlofs- heimilum og öðrum stofnun- 2 SJÁCFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.