Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 23

Sjálfsbjörg - 01.07.1981, Side 23
Bresk æfingaskiita fyrir fatlaða vera ekki með í því sem er að ske í það og það skiptið, og rúsínan í pylsuendanum er svo að engin próf eru tek- in að vori, heldur gefa kenn- ararnir umsögn í lok hvers skólaárs. Umsögn frá lýðhá- skóla er mikils metin við inngöngu í æðri skóla og líka á hinum almenna vinnu- markaði. Tilgangur minn með þess- um skrifum er að opna augu ykkar fyrir þeim möguleik- um sem lýðháskólar í Noregi bjóða upp á. Nýverið hafa norsk stjórn- völd boðið fjórum íslenskum ungmennum ókeypis dvöl á norskum lýðháskóla á vetri komanda. Þetta er tilboð sem við þiggjum með þökkum því það opnar möguleika til frekara náms. Þessu til staðfestingar get ég bent á, að ég tók svona tilboði og nú hygg ég á frek- ara nám, en möguleikar min- ir hér heima voru litlir sem engir. í þeirri von að þessi grein hvetji til dáða og kanni þau tilboð, sem skólar á borð við Svanvík hafa að bjóða, sendi ég þessa grein til Sjálfs- bjargar. Einnig óska ég Sjálfsbjörg alls hins besta á komandi starfsári. Rögnvaldur Óðinsson. I tímaritinu Norges Han- dels- og Sjöfartstidende frá í mars s.L, rákumst við á frá- sögn af skemmtilegum fram- kvæmdum í Englandi í tilefni árs fatlaðra. Hópur siglingaáhugamanna hefur undanfarið safnað fé, til þess að smíða skip, þar sem fatlað fólk hafi tök á að vinna áhafnarstörf við hlið ófatlaðra. Meðfylgjandi teikning sýn- ir seglskipið „Jubilee" full- búið til siglingar. Þetta verð- ur þrímöstruð 41 metra löng seglskúta. Öll þilför og dyr verða breið og fær hjólastól- um. Auk þess rúmgóðar lyft- ur, til þess að komast milli þilfara. Allt annað rými í skipinu verður einnig að- gengilegt fólki í hjólastól og öðrum fötluðum, svo sem stýrishús, loftskeytaklefi, kortaklefi, skutur, lúkar, matsalur og salerni. Skútan verður útbúin kompási með hljóðmerkjum fyrir sjónskerta og blinda og ljósmerkjakerfi vegna heyrnarskertra. Föst áhöfn verður sex manns, skipstjóri, stýrimað- ur, vélamaður, bátsmaður, matsveinn og læknir. Þjálfunaráhöfn verður 30 manns og möguleikar til þess að allt að helmingur þess hóps sé fatlaður á einhvern hátt, þar af átta sem noti hjólastóla. Skipt er um þjálfunaráhöfn eftir hverja ferð, til þess að sem flestir geti kynnst sigl- ingaíþróttinni. í stjórn siglingasjóðs skút- unnar eiga meðal annars sæti fjórir Bretar, sem hafa siglt einir kring um hnöttinn. Nægilegt fé hefur fengist til byrjunarframkvæmda og góð- ar vonir um framhald. SJÁLFSBJÖRG 21

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.