Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 6

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 6
Viðtal___________________ Fyrsti íslenski hjólastóllinn Ég var í miklum aðgerðum hjá Matthíasi Einarssyni og síðar Bjarna Jónssyni. Eitthvað hefur Bjarni lagt á mig því ég var eini sjúklingurinn sem ég vissi til að hann vitjaði að næt- urlagi. Viðhorfin til okkar sjúklinganna gátu nú verið æði misjöfn. Ég man eftir að einu sinni sem oftar var ég eitthvað að gantast við eina nunnuna stuttu áður en ég átti að fara í aðgerð. Hún hastaði á mig og sagði að ég skyldi ekki vera að gantast þetta, það væri ekki víst að ég vaknaði aftur eftir aðgerðina. Pað var á stríðsárunum sem ég lá á Landakoti og ég man vel eftir friðardeginum. Þannig háttaði til að á Landakoti var glerútskot og úr því gott útsýni niður eftir Túngötunni. Þarna sáum við niður að Herkastala og heyrðum fagnaðarlætin úr miðbænum þegar tilkynnt var um að friður væri kominn á. Annars var ekki mikið við að vera á Landakoti. Stundum tókum við okkur þó saman nokkrir félagar og létum keyra okkur í heimsóknir í önnur bæjarfélög. Éftir að heim kom lá ég á spítalanum hér fram til 1948. Eg hafði engan hjólastól og notaði hendurnar til að ferðast um. Fyrsta hjólastólinn fékk ég árið 1952, það var reyndar sá fyrsti sem smíðaður var hér á landi. Hann var búinn til á verkstæði Fálkans og var á til sýnis á Iðnsýningunni 1953.“ Það uar mikið skot... - Langaði þig ekki í eitthvert nám? “Jú, en það var erfitt um vik fyrir fatlaða þá. Skilningur á þörfum okkar var lítill og fyrir- greiðsla hins opinbera svo til engin, til dæmis var atvinnu- og menntamálum okkar ekkert sinnt af hálfu bæjarfélagsins. Það stóð til að ég lærði úrsmíði en úr því varð ekki, einkum vegna þess að það var svo erfitt að fara á milli. Ég tók hins vegar Iðnskólann utanskóla og náði ágætu prófi. En það voru bara bóklegu fögin, ég lærði enga fagteikningu því enginn vissi þá hvert fagið yrði sem ég myndi læra. Svo lærði ég líka bókfærslu í bréfaskóla SÍS eins og hann hét þá. En ég nýtti mér þá menntun ekki. Hún kom mér hins vegar að notum seinna þegar ég fór að vinna á skrifstofu.“ - Hvar var það? “Það var á Reykjalundi. Þangað fór ég árið 1952 því það var enga vinnu að fá í Éyjum. Á Reykjalundi sá ég um launa- útreikninga og var á skipti- borðinu í ein fimm ár. Ég var ekki í meðferð þar. Á Reykjalundi hitti ég unga stúlku árið 1953, Þórdísi Sig- fúsdóttur frá Raufarhöfn. Hún var að koma frá Kristnesi og hafði bólgna kirtla bak við lungun eins og það hét þá. Hún fór svo að vinna á saumastof- unni og í matstofunni. Fyrir til- viljun lenti hún við sama borð og ég í matsalnum og þar varð mikið skot, ást við fyrstu sýn er óhætt að segja. Síðan eru liðin yfir 30 ár og neistinn er enn á lífi,“ segir Richard og það kemur blik í augun, neistinn greinilega á sínum stað. Þrítug hjálpartœki “Það var fjölskrúðugra líf á Reykjalundi í þá daga, meira líf og fjör. Það var líka annar hópur sem þá var á staðnum, fyrst og fremst berklasjúkl- ingar en lítið um fólk sem var fatlað af öðrum ástæðum, and- lega eða líkamlega, eins og nú er. Ég hef komið þangað í heimsókn og stundum verið hugsað til þess að ef ég hefði fengið þá meðhöndlun sem nú er boðið upp á þá væri aldrei að vita nema náðst hefði máttur í þessar bríkur. Á Reykjalundi eignaðist ég fyrsta bílinn minn árið 1954. Hann var af Volkswagen-gerð og var sá fyrsti þeirrar tegundar sem kom til Eyja. Ég man að þegar við ætluðum að sækja hann niður að höfn þá mættum við honum. Körlunum á bryggjunni þótti bíllinn svo furðulegur að þeir máttu til með að prófa hann. Ég fékk hjálpartæki í bílinn svo ég gæti stjórnað honum með hönd- unum eingöngu og þau tæki nota ég enn. Við vorum á Reykjalundi í fimm ár og fórum þá til Vest- mannaeyja, fluttum í herbergi í húsi foreldra minna. Þórdís fór að vinna hjá föður mínum, Þorgeiri Frímannssyni, sem rak verslunina Fell. Síðar vann hún í frystihúsi og við síldar- söltun enda alvön henni frá Raufarhöfn. Ég hafði lítið að gera í fyrstu, dundaði mér við að teikna auglýsingar og fékk að hjálpa Gísla Bryngeirssyni úrsmið, góðum kunningja mínum og þjáningarbróður. Hjá honum var ég í smátíma, hann gat notað mig í ýmsa groddavinnu eins og að gera við vekjaraklukkur og þess- háttar. Svo fékk ég vinnu hjá Kaupfélaginu en þurfti að fara aftur á spítala. Þangað barst 4 SJÁLFSBJÖRG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.