Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 48
Ferlimál
vera varfærinn þegar hann
beitir stýrisstönginni. Hvað
Ingeborg varðar er það ekkert
vandamál.
Fullkomlega
öruggt
Ökukennarinn fullyrðir að
hæfileiki Ingeborgar til að
bregðast skjótt og rétt við í
umferðinni sé á engan hátt
minni en hjá ófötluðum.
- En mörgum leikur forvitni
á að vita, hvort öruggt sé að
sleppa Ingeborg út í umferð-
ina. Ég hef margsinnis verið
spurður um það og er vanur að
svara, að til sé hópur ófatlaðra
ökumanna sem skapi slysa-
hættu í umferðinni ef dæma
eigi eftir hversu margir aka yfir
löglegum hámarkshraða og
þeim umferðarslysum sem sá
akstur veldur. Ætli maður að
vera góður ökumaður verður
að „aka með höfðinu“. Stýri
eða ekki stýri, ófatlaður eða
fatlaður ökumaður er ekki það
sem ræður úrslitum í umferð-
inni.
Tœknileg útfœrsia
Af öðrum tæknilegum búnaði
bílsins má nefna bensíngjöf og
hemla sem einnig eru hand-
stýrð með stöng, en með hinni
hendinni. Bensíngjöf aftur-
ábak og hemlar áfram. Styrkja
varð vökvahemla bílsins og
setja aukabúnað til að léttara
væri fyrir Ingeborg að „stíga
bensínið í botn“. Þrýstibún-
aður gerir bensíngjöfina auð-
veldari og hjálpar þar að auki
til þegar skipt er um gír.
Með innrauðu ljósi frá
höfuðrofa á enni Ingeborgar er
hægt að stjórna stefnuljósum,
rúðuþurrkum og rúðuspraut-
um, flautu og háu og lágu ljós-
unum. Alltaf er notaður sami
tölvustýrði rofinn og ökumað-
urinn velur á milli aðgerða með
því að bíða eftir réttu hljóð-
merki og ýta síðan. í upphafi
var reynt að stjórna þessum
tækjum með málstýrðri tölvu
en sá útbúnaður gafst ekki
nógu vel.
Á lítilli borðplötu framan
við bílstjórann er stöng til að
stjórna sjálfvirka gírnum,
þrýstihnappur fyrir hand-
bremsu og ýmis ljósmerki auk
rofa fyrir annað sem sj aldnar er
notað.
Ingeborg situr auðvitað ekki
í vanalegu bílsæti heldur í raf-
magnsknúna hjólastólnum
sínum. Aðgengi hennar í bíl-
inn er inn um afturenda bílsins
með lyftu. Henni getur Inge-
borg sjálf stjórnað með inn-
rauðu ljósi. Síðan ekur hún
hjólastólnum að sæti öku-
mannsins og bílbeltið festist
sjálfkrafa. Ytt er á hnapp og
stóllinn festist við gólfið.
Margra ára
draumur
Margra ára draumur Inger-
borgar er að rætast. Það var
árið 1968 að hún spurðist fyrst
fyrir um hvort hún gæti ekki
ekið bíl og svarið var, að á
þessari stundu væri það ekki
hægt.
Árið 1981, ár fatlaðra, sá hún
í sjónvarpsútsendingu bíl sem
breytt hafði verið fyrir öku-
mann sem var fatlaður á svip-
aðan hátt og hún sjálf. Hún
hafði samband við manninn
sem unnið hafði að bílbreyting-
unni og hann sagði henni að
kerfi sem væri „klæðaskera-
saumað" fyrir hana væri á leið-
inni. Það var þó ekki fyrr en
1986 að hugsuðurnir í Bretl-
andi sem stóðu að þessari
útfærslu á bílnum vildu leyfa
sölu á þannig útbúnum bílum.
20 ára bið
Eftir að umsókn Ingeborgar lá
fyrir í janúar 1986 tók það
„aðeins“ sjö mánuði áður en
skriffinnskunni var lokið. Að
vísu þurfti að leiðrétta ýmislegt
og lagfæra á bílnum samhliða
ökutímunum og prófa bílinn.
Nú bendir margt til að Inge-
borg geti ekið um þjóðvegi um
það bil 20 árum eftir að hún
fékk hugmynd að eigin bíl -
tæknilegt undur sem kostar
nærri 700.000 norskar krónur
eða um 4.9 milljónir íslenskra
króna.
í þessu sambandi er rétt að
geta þess að þeir sem fá opin-
beran styrk til bílakaupa í Nor-
egi eru flokkaðir í þrjá hópa.
Fyrsti hópur getur fengið allt
að 80.000 Nkr. í styrk. Hópur
tvö getur fengið allt að 80-
85.000 Nkr. efþörferábíl með
sjálfskiptingu og allt að 100-
110.000 Nkr. ef þörf er á bæði
sjálfskiptingu og vökvastýri.
Þriðji hópurinn eru þeir sem
eru mjög verulega fatlaðir til
dæmis með vöðvarýrnun. Þá er
um að ræða styrk til innkaups
og endurbyggingar sendibíls,
sem gerir viðkomandi aðila
fært að koma séf í og úr vinnu.
Þetta er dýrt en samfélagið er
fljótt að vinna það inn með
sparnaði á öðrum útgjöldum.
Ingeborg fellur einmitt í
þennan flokk og því var henni
fært að eignast bílinn.
Ingeborg Johnsen hefur líka
skilaboð til annarra í svipaðri
aðstöðu og hún sjálf:
- Það er númer eitt að hafa
trú á að maður geti gert þetta.
jafnvel þótt upp komi vanda-
mál þá er bara að sýna þolgæði
og þrautseigju og gefast ekki
upp.
46 SJÁLFSBJÖRG