Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 26
Nicaragua
hlaut það viðurkenningu iðn-
aðarráðuneytisins, sem sér nú
um að útvega nauðsynlegt efni
til framleiðslunnar. Af sautján
starfsmönnum eru tólf fatlaðir
karlar og fimm konur, þar af
þrjár ófatlaðar. Fólkið kemur
víða að af landinu og er flest úr
bændastétt. Sumt hefur fatlast
í frelsisstríðinu, annað í
átökum við kontrana og
nokkrir lentu í umferðarslys-
um.
Þarna eru saumaðar buxur,
kjólar og barnaföt. Menn fá
ákveðna greiðslu fyrir hverja
flík og er þá m.a. miðað við
afkastagetu hverrar saumavél-
ar, en þær eru afar misjafnar að
gæðum. Allar meiriháttar
ákvarðanir eru teknar á sam-
eiginlegum fundum starfs-
manna, sem einnig velja sér
framkvæmdastjóra. Fram að
þessu hefur framleiðslan verið
seld beint til neytenda á litlum
mörkuðum, sem eru t.d.
haldnir meðal kaffitínslufólks í
fjallahéruðunum. Upp á síð-
kastið hafa þó efnahagsráðstaf-
anir ríkisstjórnarinnar hækkað
svo verð á efni og öllum
aðföngum, að neytendur ráða
ekki við verðið og varan
gengur lítt út. Sem dæmi um
fjárhagskröggumar nefndi fram-
kvæmdastjórinn Armando, að
verðmæti síðustu efnissend-
ingar í gegnum ráðuneytið hafi
numið um 70.000 córdobum,
en aðeins voru til um 40.000 í
kassanum. Afganginn varð því
að fá að láni. Hlé hefur nú
verið gert á framleiðslunni,
meðan reynt er að grynnka á
lagernum.
Fatlaðir
í biðstöðu
Það má orða það svo, að
málefni fatlaðra séu í nokkurs
konar biðstöðu. Þær endur-
hæfingarstöðvar og stofnanir,
sem til eru, hafa úr litlu fé að
moða og reyna að halda í horf-
inu, meðan efnahagsástandið
helst óbreytt. Ég spurði Frank
og Eddu hvað þeim fyndist um
ástandið. Frank er Norðmað-
ur, sem hefur dvalið í landinu
síðustu mánuði við rannsóknir
á viðhorfum til fötlunar. Edda,
sem er nicaraguönsk þrátt fyrir
nafnið, er kennari og hefur sér-
menntað sig í kennslu blindra
barna. Þeim bar saman um, að
ástandið hefði mikið lagast
síðan byltingin var gerð árið
1979. Fatlaðir ættu nú fleiri
kosta völ en áður. Hins vegar
stæði fjárskortur og hörgull á
sérhæfðu starfsfólki frekari
framförum fyrir þrifum.
Edda, sem hefur unnið lengi
á landsbyggðinni sagði að
sveitafólkið gerði sér oft litla
grein fyrir ástandi fatlaðra
barna sinna og börnin næðu því
ekki alltaf ákjósanlegum
þroska. Frank taldi, að barna-
mergðin á heimilunum kæmi
hér við sögu. Fjölskylda með
tíu börn á minna aflögu handa
því ellefta, ef það reynist vera
fatlað. Frank, sem bjó í litlum
bæ suður af Managua og safn-
aði þar upplýsingum, nefndi
einnig önnur atriði í fjölskyldu-
lífi og uppeldismynstri, sem
hefur áhrif á stöðu fatlaðra.
Fólk hefur yfirleitt af því litlar
áhyggjur, þótt sum börn þeirra
þroskist hægar en önnur. Fjöl-
skyldan reynir kannski ýmis-
legt í byrjun til að koma barn-
inu af stað, en hættir, ef illa
gengur. Það er því viss hætta á
einangrun. Jákvæða hliðin er
aftur á móti sú, að þeir, sem
eru t.d. seinþroska eða fatlað-
ir, eru sjaldnast lagðir í einelti.
Hann kvað algengt við uppeldi
barna í Nicaragua að hóta lík-
amlegum refsingum. Þessi
uppeldisaðferð getur haft slæm
áhrif á fötluð börn, sem þrosk-
ast hægar en önnur börn. Þau
gætu hreinlega lifað í eilífum
ótta um refsingu. Samt sagðist
Frank aldrei hafa séð barni
misþyrmt í raun og reyndar
væru börn afskaplega vel-
komin í samfélaginu, þótt upp-
eldisaðferðir væru aðrar, en
við Norðurálfubúar erum
vanir.
Frœðslan breytir
uiðhorfunum
En sitja allir fatlaðir við sama
borð? Herskyldan, sem tekin
var upp fyrir fáum árum er ekki
sérlega vinsæl, þótt flestir
viðurkenni nauðsyn hennar.
Það eru ungu mennirnir, sem
falla, særast eða örkumlast, og
ákveðið hefur verið að veita
þeim sérstaka fyrirgreiðslu.
Særðir hermenn hafa því vissan
forgang umfram aðra, hvað
varðar endurhæfingu og ýmsa
fyrirgreiðslu.
Að áliti þeirra Franks og
Eddu hefur almenningsálitið
breyst töluvert á’síðustu árum,
og er það einkum aukinni
fræðslu að þakka. Ef takast á,
að opna fötluðum leið til þátt-
töku á öllum sviðum samfé-
lagsins, verður að sannfæra
almenning um, að það sé eina
skynsamlega lausnin. Stríðið
við kontraskæruliðana hefur,
þótt undarlegt megi virðast,
lagt fram sinn skerf til þess.
Það er nefnilega munur á því
að vera bara fatlaður maður í
hjólastól eða hetja, sem hefur
fórnað sér fyrir föðurlandið.
24 SJÁLFSBJÖRG