Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 8
Viðtal
malbik og engar verslanir. Það
var langt í strætó og þetta var
alger svefnbær.
... og aftur út
íEyjar
Meðan við dvöldum uppi á
landi vann ég hjá Almennum
tryggingum í Pósthússtrætinu
eftir hádegið. Ég hafði það
hlutverk að viðhalda tengsl-
unum við viðskiptavini mína úr
Eyjum og aðstoða þá í þeirra
málum. Fólk stóð í ýmsu, var
að selja og kaupa bíla og aðrar
eignir, og vildi hafa samband
við sinn umboðsmann. Það
voru margir ráðvilltir og vant-
aði upplýsingar.
Skömmu eftir goslok fór
Þórdís til Vestmannaeyja að
kanna málin. Hús bróður míns
hafði lent undir hrauni en
okkar hús fór ótrúlega vel út úr
hamförunum. Að vísu var allt
gler ónýtt, þakið lak og bíl-
skúrshurðin var af. Það hafði
legið vikur upp að efri brún á
gluggum og mikið verk að þrífa
húsið. Það var ekki auðvelt því
niður undir gólfi lá gas sem var
nærri búið að svæfa þær sem
þrifu. Þórdís sneri aftur upp á
land og við leigðum húsið út.
Sjálfur fór ég fyrst út í Eyjar
í júní 1974. Mér fannst ég vera
kominn í hálfgerðan drauga-
bæ. Það var neglt fyrir glugga í
öðru hvoru húsi og allt var
svart af vikri og ösku. En það
var mikið líf og kraftur í fólk-
inu og það var staðráðið í að
flytja heim aftur.
Við ákváðum að fara heim
aftur og fluttum í september
1974. í fyrstu lifðum við hálf-
gerðu tjaldbúðalífi því bú-
slóðin hafði verið flutt til
Reykjavíkur og lent þar í
hrakningum. Við vorum ekki
alveg viss hvað við ættum að
gera. Við höfðum kaupanda að
húsinu og höfðum keypt litla
íbúð í Reykjavík. En svo
komst ég að þeirri niðurstöðu
að ég hefði hvergi sömu vinnu-
möguleika og hér heima því
hér er ég minn eigin húsbóndi.
Svo við ákváðum að verða um
kyrrt.“
Lagði tuo
stórmeistara
Veggirnir á skrifstofu Richards
bera þess vitni að hann hefur
ýmis járn í eldinum. Hann
hefur verið virkur í félagslífi,
bæði meðal fatlaðra og á
öðrum vígstöðvum. Já, og svo
hefur hann greinilega fengist
bæði við spilamennsku og tafl.
“Það var mikið félagslíf á
Reykjalundi og mikið spilað
við Vífilsstaði og ýmis félög í
Reykjavík. Þar var líka teflt og
ég tók ma. þátt í fjölteflum við
tvo stórmeistara í Hlégarði.
Þetta voru þeir Pillnik og Taj-
manof og ég lagði þá báða!
Síðan hef ég ekki stundað
skákina svo heitið geti og
hrakað mikið. En ég hef dálítið
spilað bridds og átt ma. fastan
makker, Friðþjóf Másson
frænda minn.
Ég tók þátt í því árið 1967 að
stofna Kiwanisklúbbinn Helga-
fell. í honum starfa ég enn og
hann er mér mikið hjartansmál.
Ég var forseti klúbbsins árið
1984 og fór á hans vegum til
Sviss og Þýskaland. Það var
skemmtileg ferð. Ég hef annars
verið heldur latur að flækjast til
útlanda, er flughræddur og hef
allt á móti því að ferðast. Ég
hef þó látið mig hafa það að
fara tvisvar í sumarleyfisferðir,
fyrst til Ibiza árið 1978 og svo
um Rínarhéruð í fyrra. Þessar
ferðir hef ég farið með Þórdísi
og systkinum mínum og
mökum þeirra og þær hafa
verið afskaplega skemmtilegar
svo það er aldrei að vita nema
þær verði fleiri. Hins vegar
keyri ég eins og villidýr uppi á
landi, ætli ég hafi ekki farið
þrívegis hringveginn.“
Félagið býr
í gámi
- En hvað um félagsstarf
fatlaðra?
“Ég hef alltaf verið tengdur
því. Ég var stofnfélagi Sjálfs-
bjargar hér árið 1959 og hef
gegnt þar öllum störfum í
stjórn. Fyrsti formaður félags-
ins var Asi í Bœ en núverandi
formaður er Arnmundur Por-
björnsson. Ég hef átt mikil
samskipti við landssambandið
og verið fulltrúi á þingum þess í
mörg ár.
Félagið eignaðist fýrir
nokkrum árum hús sem við
köllum Gám. Það er Viðlaga-
sjóðshús sem hægt er að pakka
saman og flytja eins og gám. í
þessu húsi hefur öll okkar starf-
semi farið fram. Bærinn hefur
reynst okkur hjálplegur. Við
erum að vísu búin að missa lóð-
ina sem við höfðum en höfum
fengið nýja og þar stendur
húsið núna innpakkað. Það
ætti þó að vera komið í stand
áður en blaðið kemur út.
Félagslífið hefur ekki verið
mikið í Sjálfsbjörg og félagar
ekki ýkja margir. Ég hef að
vísu alltaf talið það frekar vera
kost að félagar séu fáir, því þá
hljóta færri að vera fatlaðir.
Við byrjum yfirleitt í sept-
ember eða október og höldum
hálfsmánaðarlega kaffifundi
yfir veturinn. Svo höfum við í
allmörg ár staðið fyrir sund-
móti Sjálfsbjargar fyrir börn
undir 12 ára aldri. Við gefum
veglega bikara og viðurkenn-
6 SJÁLFSBJÖRG