Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 37
Smásaga
stofnun komi og ræði við mig um húsmóður-
skyldur mínar. Ég vil ekki bara vera sá sem
getur aðstoðað þig.
Ég veit að þú vilt líkt og ég lifa eðlilegu lífi.
Ég pakka niður í tösku og bý hjá þér- í nokkra
daga og þú pakkar stundum niður í tösku og
kemur með ferðaþjónustunni til að búa hjá mér
helgi og helgi.
íbúð mín hentar á engan hátt fötluðum.
En það gengur.
En aðeins yfir helgi.
Ég er komin að Södra Vágen og þung
umferðin kemur á móti mér. Ég geng eftir
mjórri og skuggsælli gangstéttinni meðfram
byggingunni þar sem Læknahúsið er til húsa.
Það er stórt skilti yfir innganginum og ég stoppa
undir því örstutta stund og geng síðan inn. Ég
tek lyftuna upp á fjórðu hæð.
Það eru þó nokkrir á undan mér á biðstof-
unni og ég fer úr skóm og jakka og fæ mér sæti
og bíð.
Eftir hverju?
Eftir að einhver stjórnmálamaður ranki við
sér og sjái að eitthvað er að?
Að einhverjir aðrir geri það, sem ég get
ekki?
Eftir að aðrir vinni það verk sem til þarf áður
en þú og ég, ástin mín, getum búið saman?
Hvað í helvítinu er það þá sem ég bíð eftir?
Að fá þjónustu án þess að leggja neitt af
mörkum?
Ég stend upp og geng til læknaritarans, lýt
fram yfir borðið og segi hátt og skýrt að ég hafi
ekki áhuga á þessum tíma fyrir útskröpun.
Ég sný mér við blóðrjóð og geng út úr bið-
stofunni, fer í jakkann og skóna og tek lyftuna
niður.
Stoppa fyrir utan bygginguna og litast um
eftir símaklefa. Man að þeir eru margir á Ave-
nyn. Ég hraða mér þangað.
Leita að krónu í handtösku minni og hringi
til þín. Ég segi nákvæmlega eins og er, að þú
sért að verða faðir og nú verðum við einhvern
veginn í fjandanum að finna einhvern stað að
búa á.
Það verður þögn í símaklefanum, finn að
sólin skín aftur, sé hvað sporvagninn númer 4
kemur niður Korsveginn.
Ég kveð og legg á. Hleyp á móti vagninum og
næ honum.
Ég sest við annan glugga.
í þetta sinn sé ég allar stoppistöðvarnar.
Sé fólk koma inn í vagninn.
Ég næ andanum og brosi breitt með sjálfri
mér.
Það er apríl ástin mín og vor, vor mánuður.
Um höfundinn
Þetta er það fyrsta sem
birtist eftir mig, segir
Charlotte. Nú veltir hún
fyrir sér að skrifa skáld-
sögu um fatlaða.
Henni finnst ekki erfitt að
skrifa um líf fatlaðra og sem
fyrirmynd að sögunni notar
hún samlíf sitt og Anders.
Mjög persónuleg frásögn, þar
sem allt stenst raunveruleikann
nema væntanlegt barn, það er
skáldskapur.
Dómnefnd SHT, blaðs fatl-
aðra í Svíþjóð, fannst Char-
lotte skrifa fallegan og ljóð-
rænan stíl og að hún gefi orð-
unum líf. Sjálf segir hún að
maður verði að vera næmur á
Charlotte Nilsson og vinur hennar,
Anders Axelsson, með verðlaunin sem
hún tók á móti á þingi DHR, samtaka
fatlaðra í Svíþjóö, í september 1987.
hljóð lífsins og hræringar og
geta túlkað þær með orðum.
Hún segist sama og ekkert
hafa vitað um málefni fatlaðra
þegar hún og Anders kynntust
fyrir hálfu öðru ári (sagan birt-
ist í september 1987).
Draumur þeirra er að kom-
ast í húsnæði út af fyrir sig, líkt
og hjá persónum sögunnar. Nú
eru þau til skiptis í íbúðum
hvort annars eftir því sem
mögulegt er.
Anders tekur þátt í hóp-
vinnu í Gautaborg. Tilgangur
þeirrar hópvinnu er að gera til-
raun með íbúðir fyrir fatlaða
úti í bæ. Kannski yrði mögu-
leiki að eignast barn þá. En
ekki við núverandi aðstæður.
Kannski geta smásögur
Charlotte og fyrirhuguð skáld-
saga hennar haft sömu áhrif og
bókmenntir hafa stundum - að
breyta raunveruleikanum sem
þær eru vaxnar uppúr.
SJÁLFSBJÖRG 35