Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Qupperneq 41
99 af hveijum
100 íbuðum eru
ekki nothæfar
fyrir fatlaða
Hvernig er að vekja heyrnarlausan í brennandi hóteli?
Hvernig ratar blindur í skyndi að neyðarútgangi? Hvernig á
fatlaður að nota steypibað, ef hjólastóll hans kemst ekki í
sturtuklefann? Og hvernig á hann að bera sig að á veitinga-
stað, ef ekki verður komist á snyrtinguna nema yf ir 15 þrep
niður í kjallara?
Ofangreind dæmi eru einungis sýnishorn af því,
hvernig hönnun bygginga hindrar fatlaða og gerir þeim
lífð leitt. Eflaust eru það fyrst og fremst arkitektarnir,
sem leggja hindranir á veg fatlaðra með byggingar-
háttum sínum. Þó er alls ekki erfitt að byggja „rétt“ með
tilliti til fatlaðra. Upplýsinga um einstök atriði er
hverjum arkitekt auðvelt að afla sér. Sérfræðistofnun
um byggingar fyrir fatlaða í Sviss („Schweizerische
Fachstelle fúr behindertengerechtes Bauen“) í Zurich
á ágætt gagnasafn með öllum þeim byggingartækni-
legu gögnum, sem arkitekt kann að þurfa á að haida til
að hanna mannvirki með tilliti til fatlaðra.
Þessi grein er eftir arkitektinn Walter Fischer í
Zurich í Sviss og birtist upprunalega í tímariti
arkitekta og verkfræðinga. Pétur Urbancic
þýddi greinina hins vegar upp úr málgagni
fatlaðra í Sviss.
Umframkostnaður, flóknari
hönnun og meiri rýmisþörf eru
þau rök, sem oft heyrast nefnd
sem mótbárur gegn byggingum
fyrir fatlaða. Þar kemur í ljós,
að enn ber á mjög óljósum hug-
myndum um byggingar fyrir
fatlaða. Hönnun mannvirkja,
sem henta fötluðum, krefst í
fyrsta lagi eðlilegrar afstöðu til
fatlaðra. Hversu langt menn
eiga hér enn í land, finnur hver
og einn, sem ekur hjólastól
öðru hverju um götur bæja í
landi okkar. Þrátt fyrir þá öld
upplýsingar, sem við lifum, þá
vekur það eitt að sjá fatlaðan
ennþá óþægilegar tiifinningar í
hugum margra, sem lýsa sér í
vandræðalegri framkomu og
meðaumkun, ótta við snert-
ingu, bæði í líkamlegum og
andlegum skilningi, allt upp í
fráhrindandi kenndir og jafn-
vel viðbjóð. Að sjálfsögðu vilja
menn ekki viðurkenna slíkar
kenndir, og einatt eru þær
einnig ómeðvitaðar. Nú koma
kenndir, þótt bældar séu, ávallt
éinhvers staðar upp á yfirborð-
ið, og á það eins við um ein-
staklinga sem þjóðfélagið í
SJÁLFSBJÖRG 39