Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 30

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 30
Félagsmál „Ástandið í málefnum fatlaðra var slæmt en á sama tíma horfðum við upp á mikla vel- gengni hjá berklasjúklingum. Þeir höfðu stofnað SÍBS og lyft með því grettistaki í sínum málefnum. Fyrstu árin var lögð geysi- mikil áhersla á atvinnumálin. Það var ekki of mikla atvinnu að hafa í landinu og þegar að kreppti urðu fatlaðir að víkja fyrstir allra. Auk þess var vél- væðing miklu minni og öll almenn vinna erfiðari, td. voru ekki til neinir lyftarar. Það var því snemma farið að huga að stofnun vinnustofa og þegar best lét voru starfræktar 5 vinnustofur á vegum félags- ins. Þetta voru lítil fyrirtæki og duttu öll upp fyrir sig. Það var líka tekið á tryggingamálum og öðrum hagsmunamálum sem voru þá með öðrum hætti en nú. Állt hefur það þokast í rétta átt. Tilgangur félaganna var ekki síst sá að rjúfa félagslega ein- angrun fatlaðra. Það voru haldnir tíðir fundir og margs konar tómstundastarf skipu- lagt. Ég man eftir að árin 1961- 62 voru haldin regluleg föndur- kvöld og mikið unnið.“ - Hvernig gekk ykkur að ná tilfatlaðra? “Það var misjafnt. Á lands- byggðinni var betra samband milli einstaklinga og oft voru Sjálfsbjargarfélögin einu sam- tök fatlaðra á stöðunum. í þeim sameinuðust því allir. Hér í Reykjavík skilaði fólk sér ekki eins vel: Margir fatlaðir kjósa að starfa í almennum félögum og um það er allt gott að segja. Við viljum að fatlaðir séu virkir á sem flestum sviðum, það er bæði gott fyrir þá og almenning sem við það kynnist viðhorfum fatlaðra." Trausti Sigurlaugsson. - Hafið þið ekki þurft að tak- ast á við fordóma í garð fatl- aðra? “Jú, því verður ekki neitað. Einkum bitnar það á þeim sem mest eru fatlaðir. Þeir verða stundum fyrir því á skemmti- stöðum enn í dag. En yfirleitt er fötluðu fólki vel tekið í þessu þjóðfélagi. Hér hefur þeim td. verið sérstaklega vel tekið af starfsfólki skemmtistaða en víða erlendis er þeim vísað frá slíkum stöðum. Fordómarnir hafa minnkað mikið. Kannski á það sinn þátt í því að fatlaðir eru farnir að stunda skóla meira með ófötluðum. Skólarnir hafa verið að opnast fötluðum og þeir hafa fengið aukin tækifæri til að mennta sig og undirbúa sig betur fyrir lífsbaráttuna. Sem er náttúrulega grundvall- aratriði, þótt ekki séu allir gefnir fyrir menntun. Tölvu- byltingin hefur gert mikið fyrir fatlaða. Mikið fatlað fólk getur skilað fullum afköstum á tölvu.“ - Þið hafið skiptykkur mikið af ferlimálunum. “Já, þau eru alltaf mikilvæg. Best er ef fatlaðir geta ekið eigin bíl og komist hjálparlaust í hann og út úr honum. Ferða- þjónusta fatlaðra var bylting fyrir hina þegar hún komst á laggirnar hér á höfuðborgar- svæðinu." - Hvernig hefur félagslífið gengið? “Það hefur vissulega dofnað yfir því á síðustu árum. En miðað við mörg önnur félaga- samtök er þátttakan sæmileg. Það koma oft ekki nema 20-30 manns á fundi hjá Dagsbrún meðan við fáum 50-80 manns á fundi. Á deyfðinni er meðal annars sú skýring að brautryðj- endurnir eru að týna tölunni. Það kemur því til kasta unga fólksins að taka upp merkið.“ - Hvernig haldið þið upp á afmœlið? “Við héldum árshátíð í mars og í hana var óvenju vel lagt. Það stóð til að halda útisam- komu með grillveislu í júní en það fórst fyrir vegna veðurs. Stærsta afmælisgjöfin til félags- ins verður þó vinnustofan sem mér sýnist ætla að takast að koma í gang á árinu. Að vísu eru ýmis ljón í veginum en ég sé ekki annað en að það hafist,“ sagði Trausti Sigur- laugsson. 28 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.