Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 22

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Side 22
Nicaragua af völdum stríðsins. Varlega áætlað eru um 300.000 Nicara- guamenn fatlaðir, þar af um níutíu þúsund mikið líkamlega fatlaðir. Áhersla á blöndun Skammt frá Inter-Continental hótelinu í Managua, í hverfi sem margir erlendir ferðamenn eiga leið um, eru samtök fatl- aðra til húsa. Þetta eru samtök „fatlaðra byltingarsinna“, kennd við Argentínumanninn Ernesto „Che“ Guevara. Framkvæmdastjóri samtak- anna, Fernando López að nafni, lýsti fyrir mér ástandinu í málefnum fatlaðra, eins og það var fyrir byltinguna. Fatl- aðir voru þá að hans sögn jað- arhópur í samfélaginu og lýs- ingarorðið „menosválido“ (í beinni þýðingu: minna virði) átti einkar vel við um þá. Endurhæfingarstarfsemi var af skornum skammti og ekki var um neina stefnu að ræða í málum fatlaðra. Nú hefur verið mótuð heildarstefna í endur- hæfingarmálum, þar sem lögð er áhersla á blöndun fatlaðra og ófatlaðra á öllum sviðum samfélagsins. “Samtök fatlaðra byltingar- sinna (Ernesto Che Guevara)" hafa um 3000 virka meðlimi. Þessi hópur myndar kjarna í starfi samtakanna. Þess utan taka um 6000 manns þátt í starfsemi þeirra að einhverju leyti. Þau starfa um allt land, nema þar sem stríðið við kon- trasveitirnar kemur beinlínis í veg fyrir það. Á hverri endur- hæfingarstofnun er einn tengi- liður sem er ábyrgur fyrir starfi samtakanna. Þar starfa einnig vinnuhópar, sem halda stöðugu sambandi við þá, sem eru í endurhæfingu. Allt þetta fólk vinnur í sjálfboðavinnu og hefur sjálft notið endurhæf- ingar við svipaðar aðstæður. „Við trúum á styrk fordæmis- ins“, segir Fernando. „Við tölum við hvern og einn, reynum að hvetja hann til að stunda nám eða útvega sér atvinnu við hæfi og hjálpum honum til að kljást við sálræn vandamál. Við veitum í stuttu máli allan þann stuðning, sem við megnum. Margir eru haldnir minnimáttarkennd og þeir gefast stundum upp þegar þeir rekast á fyrstu hindrunina. Við teljum í þá kjark og förum með þeim á vinnustaði eða á menntastofnanir og reynum að leysa vandamál.“ Óháð stjómuöldum Þess utan eru samtökin virk á öðrum sviðum. „Við erum t.d.með framleiðslu á listmun- um, og rekum ýmiss konar verkstæði með aðstoð erlendis frá“. Samtök fatlaðra í Svíþjóð og Noregi hafa t.d. veitt rausn- arlega aðstoð og með þeirra hjálp eru settir saman hjóla- stólar á litlu verkstæði, sem tengist höfuðstöðvunum. Flaldnir eru reglulegir fundir með fólki úr ýmsum þjóðfélags- geirum, svo sem námsmönn- um, verkalýðsfélögum, full- trúum hersins o.s.frv. Þannig reyna samtökin að hafa áhrif á viðhorf gagnvart fötluðum og skapa aðstæður til þess að fatl- aðir geti látið til sín taka. Fern- ando leggur áherslu á, að sam- tökin njóti engra fjárstyrkja frá stjórnvöldum og séu óháð þeim í hvívetna. „En þótt stjórnin geti ekki styrkt okkur fjárhagslega, er hún okkur vin- veitt og styður kröfur okkar í jafnréttismálum Nú er t.d. verið að leggja síðustu hönd á smíði lagafrumvarps, sem skyldar fyrirtæki til þess að ráða ákveðinn fjölda fatlaðra í vinnu. Þau fyrirtæki sem standa sig vel í þessu efni munu hugsanlega fá skattafslátt.“ Ein endur- hœfingarstöð En hver er þá sú þjónusta, sem fatlaðir njóta? Blaðamaður Sjálfsbjargar kynnti sér starf- semina á nokkrum þeim stöðum, sem koma við endur- hæfingu fatlaðra í Nicaragua. Fyrst má þá telja endurhæf- ingarsjúkrahúsið „Aldo Cha- varria". Það liggur við Pan- ameríska þjóðveginn, sem liggur til suðurs frá höfuðborg- inni. Sjúkrahúsið var tekið í notkun eftir jarðskjálftann mikla árið 1972, en áður var starfrækt endurhæfingardeild við annað sjúkrahús í borginni. Á „Aldo Chavarria“, sem áður var hluti af geðspítalan- um, eru rúm fyrir 47 sjúklinga, en þetta er eina stofnunin sinnar tegundar" í landinu og eftirspurn eftir plássi því geysi- lega mikil. Þarna fer endurhæf- ingin fram, en 80% vistmanna eru særðir hermenn. Auk þess eru þarna óbreyttir borgarar, þ.á..m. nokkur börn. Þarna er líka sérstök deild fyrir þá, sem misst hafa útlimi, og pláss fyrir 40 manns. Á hverjum degi njóta um 350 manns einhvers konar göngudeildarþjónustu á spítalanum, en í sjúkraþjálfun- inni eru milli 20 og 30 starfsmenn. Á „Aldo Chavar- ria“ eru búnir til gervilimir og fólk þjálfað í notkun þeirra. Þar er einnig gert við hjóla- stóla. 20 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.