Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 10

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Page 10
Formannaskipti á 24. þingi Sjálfsbjargar Dagana 27.-29. maí sl. var 24. þing Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra haldið í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Þingið sóttu fulltrúar aðildarfélaganna 14 og urðu að vanda miklar umræður um flest þau mál sem að fötluðum lúta. Þá urðu þau tíð- indi að Theodór A. Jónsson lét af for- mennsku eftir að hafa gegnt því embætti í 28 af 29 starfsárum sambandsins. Við því tók Jóhann Pétur Sveinsson og fer stutt spjall við hann hér á eftir. Að vanda voru gerðar ýmsar samþykktir á þinginu og ber þar hæst nýja stefnuskrá samtakanna. Yfirskrift stefnuskrárinnar er tilvitnun í enska rithöfundinn George Orwell en í bók hans, Félagi Naþóleon, leggur hann aðalpersónunni í munn þessi fleygu orð: Ailir menn eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir Stefnuskráin er viðamikið plagg og skiptist niður í nokkra kafla um mennta- mál, atvinnumál osfrv. Hér í blaðinu hefur verið brugðið á það ráð að birta þessa kafla að mestu óstytta en dreifa þeim um blaðið. Þá má þekkja á því að fyrirsagnir þeirra eru í formi alþekktra máltækja. Þröskuldsorðan Loks ber að geta þess að í umræðum um ferlimál á þinginu lýsti Pálína Snorra- dóttir úr Hveragerði þeirri hugmynd sinni að samtökin stofnuðu til orðu eða barm- merkis og yrði hún þeim sem teiknaði eða hannaði þá byggingu sem verst hentaði fötluðum til aðgengis. Tillaga Pálínu hlaut góðar undirtektir og má búast við því að orðan, sem á að heita Þröskuldur, verði veitt áður en langt um líður. Gæti hún orðið húsagerðarmönnum landsins þarftaðhald því væntanlegayrðu þeir heldur óhressir sem hana hlytu. >laður er manns gaman“ Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, mun vinna að því að tryggja félagslegt jafnrétti ALLRA þegna þjóðfélagsins. Samtökin leggja áherslu á að fötluðu fólki verði sköpuð skil- yrði til sjálfstæðs lífs með eðli- legri búsetu og félagslegri þjón- ustu eftir þörfum hvers og eins. Helstu stefnumið Sjálfsbjargar eru því þessi: • Að gera fötluðu fólki mögu- legt að ná fótfestu i samfélag- inu, veita því aðstoð og upp- lýsingar sem og virkja það í starfi samtakanna. • Að tryggja að fatlaðir þurfi ekki að flytja úr sinni heima- byggð vegna aðstöðuleysis og skorts á nauðsynlegri þjónustu. • Að vinna að þvi að breyta hugarfari almennings þannig að fólk sem fatlað er verði metið til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. • Að efla æskulýðsstarf fatl- aðra og stuðla að því að ungt fatlað fólk eigi jafna mögu- leika á þátttöku í almennu æskulýðsstarfi. • Að stuðla að kynningu og fræðslu um málefni fatlaðra i grunn- og framhaldsskólum landsins. • Að efla og auka samvinnu hinna ýmsu félagasamtaka víðsvegar um landið sem og annarra þeirra er vinna að málefnum fatlaðra. • Að nýta þekkingu og reynslu annarra þjóða og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Úr stefnuskrá Sjálfsbjargar 8 SJÁLFSBJÖRG

x

Sjálfsbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.