Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 10

Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 10
Formannaskipti á 24. þingi Sjálfsbjargar Dagana 27.-29. maí sl. var 24. þing Sjálfs- bjargar, landssambands fatlaðra haldið í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Þingið sóttu fulltrúar aðildarfélaganna 14 og urðu að vanda miklar umræður um flest þau mál sem að fötluðum lúta. Þá urðu þau tíð- indi að Theodór A. Jónsson lét af for- mennsku eftir að hafa gegnt því embætti í 28 af 29 starfsárum sambandsins. Við því tók Jóhann Pétur Sveinsson og fer stutt spjall við hann hér á eftir. Að vanda voru gerðar ýmsar samþykktir á þinginu og ber þar hæst nýja stefnuskrá samtakanna. Yfirskrift stefnuskrárinnar er tilvitnun í enska rithöfundinn George Orwell en í bók hans, Félagi Naþóleon, leggur hann aðalpersónunni í munn þessi fleygu orð: Ailir menn eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir Stefnuskráin er viðamikið plagg og skiptist niður í nokkra kafla um mennta- mál, atvinnumál osfrv. Hér í blaðinu hefur verið brugðið á það ráð að birta þessa kafla að mestu óstytta en dreifa þeim um blaðið. Þá má þekkja á því að fyrirsagnir þeirra eru í formi alþekktra máltækja. Þröskuldsorðan Loks ber að geta þess að í umræðum um ferlimál á þinginu lýsti Pálína Snorra- dóttir úr Hveragerði þeirri hugmynd sinni að samtökin stofnuðu til orðu eða barm- merkis og yrði hún þeim sem teiknaði eða hannaði þá byggingu sem verst hentaði fötluðum til aðgengis. Tillaga Pálínu hlaut góðar undirtektir og má búast við því að orðan, sem á að heita Þröskuldur, verði veitt áður en langt um líður. Gæti hún orðið húsagerðarmönnum landsins þarftaðhald því væntanlegayrðu þeir heldur óhressir sem hana hlytu. >laður er manns gaman“ Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, mun vinna að því að tryggja félagslegt jafnrétti ALLRA þegna þjóðfélagsins. Samtökin leggja áherslu á að fötluðu fólki verði sköpuð skil- yrði til sjálfstæðs lífs með eðli- legri búsetu og félagslegri þjón- ustu eftir þörfum hvers og eins. Helstu stefnumið Sjálfsbjargar eru því þessi: • Að gera fötluðu fólki mögu- legt að ná fótfestu i samfélag- inu, veita því aðstoð og upp- lýsingar sem og virkja það í starfi samtakanna. • Að tryggja að fatlaðir þurfi ekki að flytja úr sinni heima- byggð vegna aðstöðuleysis og skorts á nauðsynlegri þjónustu. • Að vinna að þvi að breyta hugarfari almennings þannig að fólk sem fatlað er verði metið til jafns við aðra þegna þjóðfélagsins. • Að efla æskulýðsstarf fatl- aðra og stuðla að því að ungt fatlað fólk eigi jafna mögu- leika á þátttöku í almennu æskulýðsstarfi. • Að stuðla að kynningu og fræðslu um málefni fatlaðra i grunn- og framhaldsskólum landsins. • Að efla og auka samvinnu hinna ýmsu félagasamtaka víðsvegar um landið sem og annarra þeirra er vinna að málefnum fatlaðra. • Að nýta þekkingu og reynslu annarra þjóða og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Úr stefnuskrá Sjálfsbjargar 8 SJÁLFSBJÖRG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjálfsbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjálfsbjörg
https://timarit.is/publication/1654

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.