Sjálfsbjörg - 01.07.1988, Blaðsíða 18
Viðtal_________________
Eg hef alltaf verið trúaður, en
varð trúaðri við þessa reynslu,
þessa opinberun“.
Nei, honn smitor
ekki
- Hver eru áhugamálþín?
“Þau eru mörg. Ég hef mik-
inn áhuga á útiveru, þótt ég
stundi ekki íþróttaiðkanir
lengur, nema þá helst sund.
Það er eðlilegt að áherslan
breytist aðeins við breyttar
aðstæður. Ég hef áhuga á
heimspeki og trúarbrögðum og
legg mikið upp úr mannlegum
samskiptum, fer t.d. mikið í
heimsóknir.“
“Já, það er sko óhætt að
segja,“ skýtur Rut inní sam-
ræðurnar, „Stefán finnur sér
alls konar fólk til þess að
heimsækja. Hann heldur, að
hann geti komist yfir að eiga
allan heiminn að kunningjum
og vinum.“ Stefán hlær við og
hreyfir engum mótmælum.
Talið berst nú að viðhorfum
gagnvart fötluðum og fram-
komu fólks við þá. „Það er
hreint ótrúlegt stundum að sjá
viðbrögð fólks gagnvart Stef-
áni,“ dettur út úr Rut. „Því
finnst blátt áfram ósanngjarnt,
að svona myndarlegur ungur
maður sé í hjólastól. Eins og
útlitið ætti að skipta máli.“
Það fer í taugarnar á mér,
hvað fólk getur stundum glápt
á hann. Það bókstaflega gónir.
Þá horfi ég skarpt á móti. Svo
hefur oft komið fyrir, að fólk
tali við mig um hann. Þá segi
ég: „Þú getur alveg talað við
hann sjálf, hann er ekki með
smitandi sjúkdóm." Ég er ekk-
ert að hlífa fólki við að verða
eins og aumingjar, það er sjálft
að skapa sér þetta.“
Hún uorð
kjoftstopp
- En er einhver munur á við-
brögðum fólks, eftir því hvort
fatlaður maður er í hjólastól
eða á hækjum?
Stefán segist ekki merkja
mun á því. Rut er annarrar
skoðunar. Hún tekur dæmi af
einni vinkonu sinni, sem hitti
Stefán heima hjá henni, meðan
hann sat enn í hjólastól. „Hún
varð kjaftstopp, höfuðið sneri
hreinlega aftur. Svo kom það
oft fyrir á skemmtunum, að
fólk settist hreinlega ofan á
Stefán, án þess að spyrja fyrst.
Það talaði líka voða mikið við
hann eins og barn.“ „Menn
sögðu langar sjúkrasögur af
sjálfum sér,“ segir Stefán, „rétt
eins og þeir væru að reyna að
hugga mig.“ Rut finnst, að
þetta hafi skánað mikið eftir að
Stefán fór að ganga á hækjum.
„Enda getur fólk lítið sagt um
það, hvort hann er fatlaður, ef
það sér hann úr nokkurri
fjarlægð. Hann gæti allt eins
verið fótbrotinn.“
Þetta leiðir hugann að þeirri
viðteknu skoðun, að fötlun sé
allt að því óumbreytanlegt
ástand. Sá, sem fatlast er og
verður fatlaður, nema til komi
einhvers konar kraftaverk. En
er fótbrotinn maður þá ekki
fatlaður, meðan hann er í gifsi?
Náttúrufœðon
hjálpor mikið
Einn er sá þáttur í endurhæf-
ingunni, sem Stefán leggur
sérstaka áherslu á, en það er
heilbrigt og gott líferni.
“Ég tek mikið af vítamínum
og bætiefnum. Oft hef ég samt
lent í vandræðum, vegna þess
að ég hef ekki fengið efni, sem
ég þarf á að halda.“ Stefán
nefnir dæmi um efni, sem er til
þess ætlað að styrkja tauga-
frumuenda, en þeir sködduð-
ust einmitt í honum. Þetta
umrædda efni lenti á bannlista
hjá Landlæknisembættinu, þó
svo að það sé leyft á öðrum
Norðurlöndum. „Efnið var
bannað, vegna þess að það er
geymt í spíra til að halda því
fersku. Eins og nokkrum detti í
hug að kaupa það til að fara á
fyllirí, það væri sjálfsagt lang-
dýrasta aðferðin til þess. Nei,
manni virðist, að apótekarar
og læknastéttin séu hræddir um
að missa spón úr aski símim.
Þetta með spírann held ég að sé
bara fyrirsláttur.“
Stefán tók bílpróf fyrir ári og
keyrir nú daglega. Honum
finnst mikill munur að vera
ekki háður öðrum með
flutning. Daginn eftir ætla
Stefán og Rut svo að leggja upp
í ferð um hringveginn og koma
þá meðal annars við á Norð-
firði, þar sem fjölskylda Rutar
býr. í ferðinni ættu að vera góð
tækifæri til útiveru og af því
tilefni gefum við Stefáni síð-
asta orðið.
“Náttúrufæðan hefur
hjálpað mér mikið. Ég hef
sannfærst um, að rétt fæða og
mikil hreyfing eru geysilega
mikilvæg fyrir andlega og lík-
amlega heilsu manna.“
16 SJÁLFSBJÖRG