Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 16

Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 16
Fólk gat tyllt sér í stúkusæti í óvanalega mikilli nálægð við eldspýjurnar á hæfi- lega vindasömum slóðum sem bægðu burtu eiturgufunum. Gosið var hannað til áhorfs. Tómas Guðbjartsson Eitt ár er í dag síðan gjósa fór í Geldingadölum á Reykjanesi. Gosið var smátt og afllítið en kærkomið fyrir ferðaþjónust- una. Eldar hófu að teygja sig upp úr Geld- ingadölum fyrir réttu ári, þann 19. mars 2021, en þar með rumskaði Reykjanesskagi af áttahundruð ára dvala og minnti á mátt sinn í þessum efnum. Óhætt er að segja að eldgosið hafi verið landsmönnum hjartfólgið, svo og þeim ótölulega fjölda útlendinga sem þangað lagði leið sína að vori, sumri og fram á haust, en jarðhrær- ingarnar voru um margt óvenjulegar, þótt ekki væri sakir annars en að höfuðborgarbúar áttu þess margir kost að horfa á eldtungurnar út um stofuglugga sinn. Sá bjarmi sem þar sást yfir landi er öllum þeim ógleym- anlegur sem virtu hann fyrir sér. Til hæginda fyrir ferðamenn Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, fylgdist manna gerst með framvindu gossins, en hann lýsir því frá sjónarhorni fræðanna sem frekar smáu og af llitlu gosi. „Þetta var kurteist gos sem var til hæginda fyrir ferðamenn,“ bendir hann á og bætir því við að varla hafi það getað komið sér fyrir á hentugri stað á milli fjalla og hæðardraga í hæfilegri fjarlægð frá Grindavík og Suðurstrandarvegi. „En auðvitað má líka segja að jarðeldarnir hafi bent okkur vin- samlega á hvaða áhrif eldgos geta haft á okkur íbúa suðvesturhorns- ins. Við höfum ekki vanist því á okkar lífsleið að vera vakin og sofin yfir eldsumbrotum í bakgarðinum hjá okkur,“ segir Þorvaldur enn fremur. „En eldgosið var okkur ein- mitt áminning um að við búum á jaðri gosbeltis.“ Bjargaði okkur í faraldrinum Tómas Guðbjartsson, leiðsögu- maður á vegum Ferðafélags Íslands, fer fyrir stórum hópi göngufólks í afmælisgöngu í Geldingadali í dag, en fráleitt er það fyrsta ferð hans að gosstöðvunum suður með sjó. „Ætli ég hafi ekki gengið um það bil fimmtán sinnum upp að gos- stöðvunum, á öllum árstíðum, þar á meðal á ferðaskíðum yfir snævi þakta jörð,“ segir fjallalæknirinn kunni, en svo fór að lokum að hann gerði göngukort af svæðinu til að auðvelda fólki umgengni við við- kvæma náttúruna á staðnum „og ekki síst til að minna fólk á hvað þetta var fjölfarin þjóðleið á milli höfuðbólanna Grindavíkur og Eyrarbakka í árdaga,“ segir Tómas. Hann segir gosið hafa verið kær- komið. „Það má heita að það hafi bjargað okkur í miðjum heims- faraldri, enda dró það þúsundir út undir bert loft og kom þeim upp úr sófanum. „Ætli fjöldi göngufólks á einum og sama staðnum hafi verið meiri í annan tíma?“ spyr Tómas að vonum. „Og aðstæður á staðnum voru auðvitað til fyrirmyndar í miðju gosinu. Fólk gat tyllt sér í stúkusæti í óvanalega mikilli nálægð við eld- spýjurnar á hæfilega vindasömum slóðum sem bægðu burtu eiturguf- unum. Gosið var hannað til áhorfs,“ segir hann jafnframt. Á stærð við hálft Kleifarvatn Eldgosið í Geldingadölum jós Kurteisa eldgosið sem fór sínar eigin leiðir Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is hraunelfunum úr allnokkrum gígum fram á nýjan vetur, en Þor- valdur Þórðarson metur það svo að því hafi lokið endanlega með stórum skjálfta á milli jóla og nýárs, en nokkrum mánuðum fyrr var þó síðasti gígurinn hættur að láta á sér kræla við yfirborðið, þótt undir niðri hafi kvikan ólgað. Eftir situr 70 metra þykkt hraun í jaðri gígsins sem er fagurlega mosa- gulur af brennisteinsútfellingum svo enn er unun á að horfa. Sjálft hraunið er fimm kílómetrar að f latarmáli, álíka víðeðmt og hálft Kleifarvatn nokkru austan við Geld- ingadali, en hraunmagnið nemur 0,1 rúmkílómetra, sem er tíundi hluti þess sem vall upp á yfirborðið í Holuhrauni. Það sem kom fræðimanninum Þorvaldi mest á óvart á meðan á jarðeldunum stóð, er hvað byrjun gossins var stóísk. „Það er eins og smá gat hafi komið á uppblásna blöðru og svo hafi lekið rólega úr henni,“ útskýrir Þorvaldur. „Eins var það óvanalegt við þetta huggulega gos að hegðun þess og efnasamsetning breyttist ekki á meðan á því stóð. Það hélt sínu striki og karakter allt til loka, sem er úr takti við fjölda gosa sem breyta hegðun sinni eftir því sem tíma þeirra vindur fram,“ segir Þorvaldur að lokum. n Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eld- fjallafræði og bergfræði Eldgosið varði frá 19. mars 2021 og því lauk endanlega með stórum skjálfta á milli jóla og nýárs, að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sjálft hraunið er fimm kílómetr- ar að flatarmáli, álíka víðfeðmt og hálft Kleifar- vatn nokkru austan við Geldingadali, en hraunmagnið nemur 0,1 rúm- kílómetra, sem er tíundi hluti þess sem vall upp á yfirborðið í Holuhrauni. Ariel Sensitive er komið! HORFT UM ÖXL FRÉTTABLAÐIÐ 19. mars 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.