Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 18

Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 18
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Halldór Frekari orkuupp- bygging í sátt við náttúruna er risavax- in áskorun. Hún krefst vandvirkni og nýrra lausna. Okkur mistekst ekki þrátt fyrir að hafa reynt okkar besta heldur mis- tekst okkur af því að við reynd- um okkar besta. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Rússneski rithöfundurinn Fjodor Dostoj­ evskíj lagði eitt sinn þraut fyrir bróður sinn. Hann fól honum að hugsa alls ekki um ísbjörn. Fjodor vissi að honum myndi mistak­ ast. „Reyni maður að hugsa ekki um ísbjörn skýtur bölvuðu kvikindinu upp í kollinn hverja einustu mínútu,“ skrifaði Dostojevskíj árið 1863. Þessi aldagamla þraut varpar ljósi á eitt helsta mein samtímans. Á morgun er alþjóðlegi hamingjudagurinn. Dagurinn er haldinn að frumkvæði Samein­ uðu þjóðanna og er markmiðið með honum að vekja athygli fólks á mikilvægi eigin hamingju. Vilja samtökin að hamingjan verði viðurkennd sem grundvallar mannréttindi. Markmiðið er göfugt. En vegurinn til hel­ vítis er markaður góðum ásetningi. Við höfum líklega aldrei verið jafnmeð­ vituð um hamingjuna og nú. Við vinnum markvisst í henni og að henni, eltum hana upp um fjöll og firnindi, leitum hennar í útlöndum og endurmenntunarstofnunum, stöðuhækkunum og sólarlögum, hugleiðslu og Hagkaupum, samfélagsmiðlum og sjálfs­ hjálparbókum. Þrálátar tilraunir okkar til að höndla hana hafa hins vegar engu skilað. Rannsóknir á sviði „hamingjuvísinda“ og „jákvæðrar sálfræði“, greina sem hafa sótt í sig veðrið frá aldamótum, sýna flestar að þrátt fyrir vaxandi velmegun síðustu áratuga, aukna menntun, hraðar tækniframfarir og blómstr­ andi vöruframboð hefur hamingja okkar ekkert aukist. Hvað veldur? Óður til gleðinnar Árið 1987, rúmri öld eftir að Dostojevskíj lagði þraut fyrir bróður sinn, sýndi banda­ ríski félagssálfræðingurinn Daniel Wegner fram á ísbjarnaráhrifin í rannsókn. „Við sjáum holu í veginum en hjólum beint ofan í hana. Við einsetjum okkur að sneiða hjá viðkvæmu viðfangsefni í samræðum en gloprum því út úr okkur. Við ríghöldum í rauðvínsglas, fikrum okkur þvert yfir stofuna og hugsum „ekki sulla“ en missum glasið á teppalagt gólfið beint fyrir framan gest­ gjafann.“ Í sálfræði kallast fyrirbærið „kaldhæðnis­ verkunin“. Okkur mistekst ekki þrátt fyrir að hafa reynt okkar besta heldur mistekst okkur af því að við reyndum okkar besta. Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Svo virðist sem leitin að hamingjunni sé það sem stendur í vegi fyrir því að við finnum hana. Nýjustu rannsóknir sýna að þeir sem leggja mest upp úr hamingju verða síður hamingjusamir. Þeir sem þylja jákvæðar möntrur finna síður til gleði. Þeir sem ímynda sér árangur markmiða sinna ná þeim sjaldnar. Þeir sem eru líklegastir til að kaupa sjálfshjálparbók eru þeir sem keyptu sjálfs­ hjálparbók á síðustu átján mánuðum. Krónísk sókn eftir hamingju hefur þó ekki aðeins lagt á okkur þá óraunhæfu kröfu að við förum í gegnum lífið jafnhress og gestir í Vikunni með Gísla Marteini. Undir járnaga jákvæðninnar hefur okkur verið innrætt að uppræta beri neikvæðni, ótta, kvíða og efa eins og bólusótt og kóvid. Breski blaðamaðurinn Oliver Burkeman telur slíkt ranga nálgun. Í bók sinni „The Antidote: Happiness for people who can’t stand positive thinking“ færir hann rök fyrir því að það séu einmitt tilfinningarnar sem samtíminn segir okkur að forðast sem leiði til hamingju og almennrar velgengni í lífinu. Þegar við erum döpur er líklegt að við höfum lent í einhverju sem draga þurfi lærdóm af; kvíði er áminning um að við þurfum að undirbúa okkur undir það sem getur farið úrskeiðis; sorg kennir okkur að meta það sem við höfum. „Vont og það versnar,“ söng Súkkat um árið. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er lagið óður til gleðinnar. Samkvæmt sömu rann­ sóknum er vitundarvakning um hamingju líkleg til að draga úr henni. En hvað getum við þá gert á alþjóðlega hamingjudaginn? Svarið er augljóst: Reynt að hugsa ekki um ísbjörn. n Ekki hugsa um ísbjörn DRAUGASÖGUR MÁNUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 Íslendingar standa frammi fyrir gríðar­ legum áskorunum í orkumálum þar sem loftslagsmál og náttúruvernd vega salt á ási skynseminnar. Til að það fyrra njóti sannmælis þarf að auka framboð af grænni orku til mikilla muna, en svo því seinna verði ekki misboðið þarf að stíga einkar varlega til jarðar. Fáar ef nokkrar þjóðir eiga jafn ríka mögu­ leika og Íslendingar á sjálfbærri grænni orku­ uppbyggingu. Fyrir dyrum standa þau merki­ legu umskipti að bílafloti landsmanna verði allur knúinn rafmagni og eins hyllir undir að svo verði einnig í tilviki skipaflota og flugvéla. Í síðastnefnda tilvikinu er jafnvel horft til þess að Ísland geti á komandi árum og áratugum orðið alþjóðleg hleðslustöð fyrir flugvélar sem hafa hér viðkomu á leið yfir Atlantshafið og Norður­ pólinn. Þá er augljóst að mikil uppbygging mun verða á sviði hátæknigeirans á Íslandi sem nú þegar er orðinn fjórða meginstoðin í atvinnulífi lands­ manna og vex ekki einasta hratt, heldur færir fólki betur launuð störf en þekkist í flestum öðrum atvinnugreinum. Ónefnd er snaraukin grænmetisrækt á Íslandi sem getur hæglega dregið úr innflutningi svo um munar, en á tímum loftslagsvárinnar svíður auðvitað undan sannreyndinni að Íslendingar framleiða aðeins fjórðunginn af öllu því græna og góða sem í sífellt meira mæli er farið að ein­ kenna matardiska landsmanna. Á Íslandi er það fremur til siðs að niðurgreiða rafmagn til erlendra álversauðhringa sem varla borga skattana sína á Íslandi, fremur en til heimamanna í sveitum landsins sem nýta jarð­ varmann til að rækta blóm og grænmeti innan um ávaxtabreiður í auknum mæli. Það er beinlínis fáránlegt að reka ekki almennilega grænmetispólitík á Íslandi og þre­ falda til dæmis niðurgreiðslur á raforkuflutningi til gróðurhúsa í landinu, en þær nema nú 370 milljónum á ári, sem eru smámunir miðað við það sem margar aðrar atvinnugreinar hér á landi þiggja með einum eða öðrum hætti úr sjóðum ríkisins. Þess í stað berja landsmenn áfram höfðinu við stein og flytja grænmeti sitt um lengsta mögu­ lega veginn yfir álfur og úthöf, frá Suður­Afríku, Suður­Ameríku, Ísrael og Filippseyjum sem heitir varla annað í seinni tíð en sóðaskapur. Frekari orkuuppbygging í sátt við náttúruna er risavaxin áskorun. Hún krefst vandvirkni og nýrra lausna og má þar allt eins horfa til sjávar­ falla hringinn í kringum landið, vindorkunnar á heiðum uppi og óbeislaðs jarðvarma, fremur en risastórra vatnsaflsvirkjana. n Græna orkan ? SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 19. mars 2022 LAUGARDAGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.