Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 21
Ávarp
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Ísland er á tímamótum. Eftirspurn eftir grænni orku eykst stöðugt.
– Hvernig hefur arðsemi af orkuvinnslunni aukist?
– Hvaða virkjanaverkefni eru í undirbúningi?
– Hvernig hefur Landsvirkjun undirbúið framtíðina?
Velkomin á ársfund Landsvirkjunar í Hörpu,
fimmtudaginn 24. mars kl. 14
Skráning á fundinn á
landsvirkjun.is
Tökum vel á
móti framtíðinni
Ávarp
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður
Framtíðin er núna – Tækifæri okkar og ábyrgð
Hörður Arnarson forstjóri
Aukinn arður í þágu þjóðar – Straumhvörf í fjármálum
Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni
Fyrir okkur og komandi kynslóðir – Landsvirkjun og loftslagið
Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis
Byr í seglin – Samvinna og stuðningur við viðskiptavini
Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu
Að mörgu er að hyggja ef vel á að byggja – Næstu skref í orkuöflun
Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda
Höldum ótrauð áfram! – Lokaorð fundarstjóra
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri
Þegar kviknar á perunni – Nýsköpun og græn framtíð
Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar
hoddi@frettabladid.is
FÓTBOLTI Arnar Þór Viðarsson,
landsliðsþjálfari Íslands, opinberaði
í gær sinn fyrsta alvöru landsliðshóp
á þessu ári. Hópurinn er nokkuð
svipaður þeim sem Arnar valdi á
síðasta ári eftir að stór kjarni liðs-
ins var ekki lengur inni í myndinni
fyrir Arnar og þjálfarateymi hans af
ýmsum ástæðum.
Fátt er um óvænt tíðindi í
hópnum en Alfreð Finnbogason
og Jóhann Berg Guðmundsson eru
fjarverandi vegna meiðsla. Birkir
Bjarnason, landsleikjahæsti leik-
maður í sögu Íslands, er á sínum
stað.
Ísland mætir Finnlandi laugar-
daginn 26. mars á Estadio Nueva
Condomina/Estadio Enrique Roca
de Murcia í Murcia og hefst leikur-
inn klukkan 16.00 að íslenskum
tíma. Liðið mætir svo Spáni á Riazor
í A Coruna þriðjudaginn 29. mars
og hefst sá leikur klukkan 18.45 að
íslenskum tíma.
Um er að ræða vináttulands-
leiki en Jóhannes Karl Guðjónsson
aðstoðarþjálfari liðsins tekur þátt
í sínu fyrsta verkefni, sonur hans
Ísak Bergmann er á sínum stað í
hópnum.
Tveir Guðjohnsen eftir
Eiður Smári Guðjohnsen lét af störf-
um sem aðstoðarþjálfari liðsins
undir lok síðasta árs en tveir synir
hans eru áfram hluti af landsliðinu.
Framherjarnir Sveinn Aron Guð-
johnsen og Andri Lucas Guðjohn-
sen eru á sínum stað í hópi Arnars
og Jóhannesar.
Þrír leikmenn gáfu ekki kost á sér
í hópinn en það eru þeir Guðlaugur
Victor Pálsson, Mikael Neville And-
ersen og Sverrir Ingason.
Arnar Þór vildi lítið tjá sig um
ástæður fjarveru þeirra á blaða-
mannafundi í gær. „Allar ástæð-
urnar fyrir fjarverunni eru per-
sónulegar og ekkert sérstakt þar á
bak við. Mikael er að verða pabbi í
annað skiptið,“ sagði Arnar Þór um
málið.
Ferðalag Harðar frá Moskvu
Hörður Björgvin Magnússon snýr
aftur í landsliðið eftir meiðsli en
hann leikur með CSKA Moskvu í
Rússlandi. Það er hins vegar flókið
verkefni fyrir Hörð að komast til
móts við landsliðið, fjöldi landa
hefur bannað f lugferðir til og frá
Rússlandi vegna innrásarinnar í
Úkraínu.
Til að komast til móts við lands-
liðið á Alicante-svæðinu þarf Hörð-
ur að fljúga frá Moskvu til Istanbúl
í Tyrklandi, þar tekur við bið áður
en Hörður nær flugi yfir til Madríd.
Eftir smá bið í Madríd flýgur hann
svo frá Madríd til Alicante og getur
þar komið til móts við liðið.
Á fréttamannafundi landsliðsins í
gær kom fram að óvíst væri hvernig
Hörður kæmist til baka til Moskvu
en samgöngur til landsins eru eins
og fyrr segir af skornum skammti
vegna stríðsins í Úkraínu. n
Þrír gáfu ekki kost á sér í hópinn sem Arnar Þór valdi
Arnar Þór
Viðarsson,
landsliðsþjálfari
Hörður Björgvin
Magnússon
Hópurinn
Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson 12 leikir
Elías Rafn Ólafsson 4 leikir
Patrik Sigurður Gunnarsson
Aðrir leikmenn:
Alfons Sampsted 8 leikir
Guðmundur Þórarinsson 12 leikir
Atli Barkarson 2 leikir
Brynjar Ingi Bjarnason 10 leikir 2 mörk
Hjörtur Hermannsson 25 leikir 1 mark
Ísak Bergmann Jóhannesson 10 leikir 1 mark
Birkir Bjarnason 105 leikir 14 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen 10 leikir mark
Albert Guðmundsson 29 leikir 6 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson 16 leikir 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson 5 leikir
Aron Elís Þrándarson 8 leikir
Stefán Teitur Þórðarson 7 leikir 1 mark
Andri Fannar Baldursson 8 leikir
Arnór Sigurðsson 16 leikir 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen 6 leikir 2 mörk
Þórir Jóhann Helgason 7 leikir
Arnór Ingvi Traustason 43 leikir 5 mörk
Jón Daði Böðvarsson 62 leikir 4 mörk
LAUGARDAGUR 19. mars 2022 Íþróttir 21FRÉTTABLAÐIÐ