Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 21

Fréttablaðið - 19.03.2022, Síða 21
Ávarp Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra Ísland er á tímamótum. Eftirspurn eftir grænni orku eykst stöðugt. – Hvernig hefur arðsemi af orkuvinnslunni aukist? – Hvaða virkjanaverkefni eru í undirbúningi? – Hvernig hefur Landsvirkjun undirbúið framtíðina? Velkomin á ársfund Landsvirkjunar í Hörpu, fimmtudaginn 24. mars kl. 14 Skráning á fundinn á landsvirkjun.is Tökum vel á móti framtíðinni Ávarp Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Framtíðin er núna – Tækifæri okkar og ábyrgð Hörður Arnarson forstjóri Aukinn arður í þágu þjóðar – Straumhvörf í fjármálum Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni Fyrir okkur og komandi kynslóðir – Landsvirkjun og loftslagið Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri samfélags og umhverfis Byr í seglin – Samvinna og stuðningur við viðskiptavini Tinna Traustadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Að mörgu er að hyggja ef vel á að byggja – Næstu skref í orkuöflun Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda Höldum ótrauð áfram! – Lokaorð fundarstjóra Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Þegar kviknar á perunni – Nýsköpun og græn framtíð Ríkarður Ríkarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og nýsköpunar hoddi@frettabladid.is FÓTBOLTI Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, opinberaði í gær sinn fyrsta alvöru landsliðshóp á þessu ári. Hópurinn er nokkuð svipaður þeim sem Arnar valdi á síðasta ári eftir að stór kjarni liðs- ins var ekki lengur inni í myndinni fyrir Arnar og þjálfarateymi hans af ýmsum ástæðum. Fátt er um óvænt tíðindi í hópnum en Alfreð Finnbogason og Jóhann Berg Guðmundsson eru fjarverandi vegna meiðsla. Birkir Bjarnason, landsleikjahæsti leik- maður í sögu Íslands, er á sínum stað. Ísland mætir Finnlandi laugar- daginn 26. mars á Estadio Nueva Condomina/Estadio Enrique Roca de Murcia í Murcia og hefst leikur- inn klukkan 16.00 að íslenskum tíma. Liðið mætir svo Spáni á Riazor í A Coruna þriðjudaginn 29. mars og hefst sá leikur klukkan 18.45 að íslenskum tíma. Um er að ræða vináttulands- leiki en Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari liðsins tekur þátt í sínu fyrsta verkefni, sonur hans Ísak Bergmann er á sínum stað í hópnum. Tveir Guðjohnsen eftir Eiður Smári Guðjohnsen lét af störf- um sem aðstoðarþjálfari liðsins undir lok síðasta árs en tveir synir hans eru áfram hluti af landsliðinu. Framherjarnir Sveinn Aron Guð- johnsen og Andri Lucas Guðjohn- sen eru á sínum stað í hópi Arnars og Jóhannesar. Þrír leikmenn gáfu ekki kost á sér í hópinn en það eru þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Mikael Neville And- ersen og Sverrir Ingason. Arnar Þór vildi lítið tjá sig um ástæður fjarveru þeirra á blaða- mannafundi í gær. „Allar ástæð- urnar fyrir fjarverunni eru per- sónulegar og ekkert sérstakt þar á bak við. Mikael er að verða pabbi í annað skiptið,“ sagði Arnar Þór um málið. Ferðalag Harðar frá Moskvu Hörður Björgvin Magnússon snýr aftur í landsliðið eftir meiðsli en hann leikur með CSKA Moskvu í Rússlandi. Það er hins vegar flókið verkefni fyrir Hörð að komast til móts við landsliðið, fjöldi landa hefur bannað f lugferðir til og frá Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Til að komast til móts við lands- liðið á Alicante-svæðinu þarf Hörð- ur að fljúga frá Moskvu til Istanbúl í Tyrklandi, þar tekur við bið áður en Hörður nær flugi yfir til Madríd. Eftir smá bið í Madríd flýgur hann svo frá Madríd til Alicante og getur þar komið til móts við liðið. Á fréttamannafundi landsliðsins í gær kom fram að óvíst væri hvernig Hörður kæmist til baka til Moskvu en samgöngur til landsins eru eins og fyrr segir af skornum skammti vegna stríðsins í Úkraínu. n Þrír gáfu ekki kost á sér í hópinn sem Arnar Þór valdi Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Hörður Björgvin Magnússon Hópurinn Markverðir: Rúnar Alex Rúnarsson 12 leikir Elías Rafn Ólafsson 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson Aðrir leikmenn: Alfons Sampsted 8 leikir Guðmundur Þórarinsson 12 leikir Atli Barkarson 2 leikir Brynjar Ingi Bjarnason 10 leikir 2 mörk Hjörtur Hermannsson 25 leikir 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson 10 leikir 1 mark Birkir Bjarnason 105 leikir 14 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen 10 leikir mark Albert Guðmundsson 29 leikir 6 mörk Jón Dagur Þorsteinsson 16 leikir 2 mörk Daníel Leó Grétarsson 5 leikir Aron Elís Þrándarson 8 leikir Stefán Teitur Þórðarson 7 leikir 1 mark Andri Fannar Baldursson 8 leikir Arnór Sigurðsson 16 leikir 1 mark Andri Lucas Guðjohnsen 6 leikir 2 mörk Þórir Jóhann Helgason 7 leikir Arnór Ingvi Traustason 43 leikir 5 mörk Jón Daði Böðvarsson 62 leikir 4 mörk LAUGARDAGUR 19. mars 2022 Íþróttir 21FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.