Fréttablaðið - 19.03.2022, Qupperneq 28
fyrir miðnætti, og enginn mátti
vita af fundinum.“
Átti að fara á fund með Pútín
„Eitt sinn átti ég að fara á fund með
Pútín. Allir yfirmenn á netmiðlum
voru boðaðir á hringborðsfund
hjá Pútín. Forstjórinn okkar var
staddur í Englandi þannig að ég átti
að hlaupa í skarðið, en ég tala ekki
mikla rússnesku en hefði auðvitað
geta farið með túlk. En um leið og
annar eigandi fyrirtækisins sem
er óligarki frétti af þessu þá sagði
hann: „Steingrímur minn, ég skal
fara fyrir þig,“ því hann vildi auð-
vitað sjálfur hitta Pútín. Þannig
að ég varð fyrir svolitlum von-
brigðum, því auðvitað er Pútín
söguleg persóna og þetta er gríðar-
lega íburðarmikið í Kreml og það
hefði verið gaman að fá að sjá það
enn betur með eigin augum.“
Ég veit greinilega of mikið
„Þegar ég hætti hjá fyrirtækinu í
Moskvu, þá var það svolítið óþægi-
legt. Það var í kringum Krímmálið
og þessa bardaga í Donbass og víðar.
Ég fór að átta mig á því að ástæðan
fyrir því að það voru teknir þarna
inn tveir vestrænir menn til að
stjórna fjölmiðli var ekki endilega
sú að við værum svona of boðs-
lega klárir. En við vorum svolítið
ósnertanlegir af því að við vorum
Vesturlandabúar og það hentaði eig-
endunum alveg örugglega. Það var
ekki hægt að hræða fjölskyldu mína
í Rússlandi eða höfða til ættjarðar-
ástarinnar. Við hugsuðum bara um
að vera faglegir og reka þetta fyrir-
tæki eins og hvert annað.
Ég var nokkuð viss um að yfir-
völd vildu losna við mig þegar
öryggisstjóri fyrirtækisins kom
til mín og sagði að það væri hótun
yfirvofandi um að ráðist yrði á
höfuðstöðvarnar okkar og það
þyrfti að gæta mín sérstaklega.
Öryggislögreglan mætti á staðinn
með vélbyssur og fór að spyrja alla
um vegabréf sem fóru nálægt bygg-
ingunni og það varð f ljótt mjög
óþægilegt andrúmsloft.
Ég samdi um að færa mig til Lond-
on og halda vinnunni áfram þaðan.
Ég var látinn skrifa undir trúnaðar-
samning og nokkuð sem ég hafði
aldrei séð áður – tvo samninga, fyrst
trúnaðarsamning og síðan samning
um tilvist trúnaðarsamningsins.
Þá hugsaði ég: „Ég veit greinilega
of mikið.“ Þessi trúnaðarsamningur
rann út fyrir nokkrum árum og nú
er mér frjálst að segja frá dvöl minni
þarna.“
Duran Duran sessunautar
Steingrímur segir brottför sína frá
Rússlandi hafa verið ansi drama-
tíska. „Það var verið að loka fyrir allt
millilandaflug vegna hættuástands-
ins í Úkraínu og ég náði síðasta áætl-
unarfluginu með British Airways
til London haustið 2014. Þurfti að
kaupa rándýran miða á fyrsta far-
rými því hinir voru uppseldir. Mér
fannst ég eiginlega vera staddur í
bíómynd og var viss um að ég kæm-
ist ekki úr landi. Og til að kóróna
allt saman þá sitja þar hljómsveitar-
meðlimir Duran Duran, æsku-idol-
in mín, inni í biðsalnum fyrir fyrsta
farrými. Þeir höfðu verið að spila í
einhverju einkasamkvæmi. Þetta
var svo skrýtið, mjög dramatískur
endir á þessu tímabili.“
Vænisýki í Kreml
Talið berst aftur að Pútín og því sem
er að gerast í dag.
„Pútín er í erfiðri stöðu. Stríðið
hefur tekið lengri tíma en hann
bjóst við. Í ljós kemur að herinn er
illa búinn, með úrelt vopn, úreltan
mat og er að senda 17 ára krakka á
vígvöllinn.
Það er farin að hreiðra um sig svo-
lítil vænisýki í Kreml. Fyrir skömmu
var handtekinn yfirmaður heillar
deildar í leyniþjónustunni og undir-
maður hans sömuleiðis, sem er sú
deild sem sér um leyniþjónustustörf
í Úkraínu. Þeir voru settir í stofu-
fangelsi. Og mér finnst þetta vera
til marks um vænisýki og að Pútín
sé farinn að kenna mönnum um.“
Hvað með fjölskylduhagi Pútíns?
„Hann er fráskilinn og hefur
nærri alltaf haldið fjölskyldu sinni
frá sviðsljósinu. Börnin hans búa
einhvers staðar í leyni, en þau hafa
búið undir öðru nafni í Hollandi og
víðar. Ein dóttir hans, sem er víst
laundóttir hans og sú yngsta, lítur
út alveg eins og Pútín. Sú var að loka
Instagram-reikningnum sínum.
Þannig að það er verið að draga úr
allri áhættu og koma fólki í öruggt
skjól.“
Talið berst að auði þeim sem
Pútín hefur sankað að sér í krafti
valds síns. „Hann er nú minnst
skrifaður fyrir þessu persónulega
og þetta er allt í höndum viðskipta-
og vildarvina hans. Það er ansi erf-
itt núna þegar það er búið að loka
svissneskum bankareikningum
þeirra og gera einkaf lugvélar og
snekkjur upptækar. Þá er verið að
gera Pútín lífið erfiðara í leiðinni.“
Óligarkarnir eru líka á Íslandi
„Við þekkjum eitt land þar sem
auðlindir þjóðarinnar hafa ratað á
fárra hendur, þar sem menn hafa
auðgast umfram aðra, og það er
nú bara okkar eigið Ísland. En það
hefur blessunarlega ekki verið jafn
ofbeldisfullt ferli og í Rússlandi.“
Þannig að þú segir að það séu ólig-
arkar á Íslandi?
„Við búum í litlu landi og þekkj-
um öll forsöguna, núna sérstaklega
eftir sjónvarpsþættina Verbúðina
og allt það. Auðvitað finnst fólki
þetta ósanngjarnt. En auðvitað er
líka í þessum bransa fullt af f lottu
rekstrarfólki sem veitir fullt af fólki
atvinnu, það má ekki gleyma því.
En auðsöfnunin og samþjöppunin
gengur fram af f lestu skynsömu
fólki. En talandi um óligarkisma,
ég held að við Íslendingar vitum
alveg sjálf að við myndum ekki vilja
gefa frá okkur heita vatnið eða raf-
magnið til Evrópu eða fjögurra fjöl-
skyldna.“
Sögusagnir um veikindi Pútíns
„Það komu upp sögusagnir um það
fyrir tveimur árum að hann væri
með krabbamein í meltingarfærum
og væri á ónæmisbælandi lyfjum
og sterum sem skýri þessar andlits-
bólgur. Hann hefur haldið sig í Sotsjí
síðastliðin tvö ár, en það voru upp-
lýsingar sem komu frá bandarísku
leyniþjónustunni. Sotsjí er bærinn
þar sem Vetrarólympíuleikarnir
voru haldnir og þar er betra lofts-
lag en í Moskvu. En hann hefur
verið mjög mikið frá Moskvu og frá
stjórnkerfinu síðastliðin tvö ár og
haldið sér til hlés.
Það er staðfest af f leiri en einum
að hann krefjist þess að þeir sem
ætla að hitta hann fari í sóttkví áður.
Þið sjáið þessi löngu borð sem hann
notar og fjarlægðina milli hans og
annarra.“
Villidýrið sem bítur og klórar
„Ég held að Pútín sé búinn missa
tengslin við raunveruleikann af
því að hann er með svo mikið af já-
fólki í kringum sig. Honum dettur
einhver vitleysa í hug, að fara inn
í Úkraínu og stækka Rússland,
kannski áður en hann deyr, svona
„legacy“ mál, og allir segja: „Góð
hugmynd, gerum þetta!“ Hitler var
eins, hefði einhver þorað að mót-
mæla honum?“
Óligarkarnir eru óánægðir með
meðferðina á sér á Vesturlöndum?
„Já, þeir eru farnir að kvarta. Ég
veit ekki hversu lengi þetta ofurefn-
aða fólk þolir það að láta læsa einka-
þoturnar sínar inni og að greiðslu-
kortin virki ekki. Ein snekkjan,
þessi silfurlita sem lónaði hér í
Kollafirði og víðar um land síðasta
sumar, var tekin traustataki af Ítöl-
um fyrir nokkrum dögum. Þannig
að pressan er gríðarleg og vaxandi.“
Aðspurður um hættuna á að
Rússar beiti kjarnavopnum segist
Steingrímur efast um það. „Þetta er
of nálægt líka, það væri ópraktískt,
geislavirknin, hún dreifist með
vindinum. En hvað veit maður
þegar búið er að króa villidýrið af í
horninu, það bítur og klórar. Pútín
verður að eiga leið út, það verður að
semja.“
Átti erfitt með svefn
„Nú starfa ég hjá Dicino Medical
Technologies sem er íslenskt hug-
búnaðarfyrirtæki í heilbrigðisgeir-
anum en við erum með starfsfólk í
Kænugarði. Ég er einn af stofnend-
um og gegni stöðu framkvæmda-
stjóra vöruþróunar hjá Dicino. Við
notum gervigreind til að létta á heil-
brigðiskerfinu og erum korter frá
því að klára nýja vöru sem er meðal
annars þróuð að hluta í Úkraínu.
Það er því ekkert skrýtið að við
séum uggandi yfir stöðunni.
Ég svaf ekki fyrstu næturnar
þegar þetta var að byrja og var bara
límdur við sjónvarpið og að reyna
að ná sambandi við mitt fólk og
hafði áhyggjur af því.“
Steingrímur hefur hingað til ekki
viljað segja söguna um Rússlands-
dvölina opinberlega, ætli hann hafi
verið hræddur?
„Nei, ég var það ekki nema
kannski rétt fyrst. En nú ég er svo
ósáttur við framgöngu herliðs Pút-
íns í Úkraínu að mér finnst ég verða
að segja hvernig þetta var. Þessi
Úkraínumál eru algerlega óboðleg
og alger vitleysa.“
Pútín er farinn að gera mistök
„Pútín lítur á sig sem Rússakeisara.
Hann er með svipaða lífverði og frá
keisaratímanum í gylltum klæðum
og það er ímynd sem hefur orðið til
smátt og smátt. Hann var miklu óör-
uggari, en síðan hefur hann fengið
meira og meira vald, komist upp
með flest og hann verður einhvers
konar guð, þú getur látið drepa
óvini þína, býrð í kastala, ég held að
hann sé einmitt kominn upp fyrir
þau mörk núna að hann fer að gera
mistök – færast of mikið í fang.“ n
Steingrímur Árnason með tveimur af þremur dætrum á heimili sínu.
Steingrímur Árnason hefur aldrei sagt sögu sína fyrr opinberlega af kynnum sínum af Pútín og hans mönnum og
hvernig þeir beittu valdi meðal annars til að hefta frelsi fjölmiðla í Rússlandi. MYND/DMITRIY OLEYNICHENKO
En hvað veit maður
þegar búið er að króa
villidýrið af í horninu,
það bítur og klórar.
Pútín verður að eiga
leið út, það verður að
semja.
28 Helgin 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ