Fréttablaðið - 19.03.2022, Page 38
hagvangur.is
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá með nöfnum tveggja umsagnaraðila. Einnig skal fylgja greinargerð með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið,
leyfisbréf til kennslu og staðfesting á viðbótarnámi sé það til staðar. Þeir aðilar sem eru ráðnir á fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjarbæjar
þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá Ríkissaksóknara.
Umsóknarfrestur fyrir starfið er til og með 11. apríl 2022.
Nánari upplýsingar veita: Gyða Kristjánsdóttir, gyda@hagvangur.is og Stefanía Hildur Ásmundsdóttir, stefania@hagvangur.is.
Vestmannaeyjabæjar hvetur alla áhugasama til þess að sækja um starfið óháð kyni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
liggur fyrir. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda leikskóla.
Vestmannaeyjabær leitar nú að metnaðarfullum leiðtoga í stöðu
leikskólastjóra við leikskólann Kirkjugerði. Mun viðkomandi gegna
lykilhlutverki í því að móta og leiða starf leikskólans með velferð barna
að markmiði. Við leitum að aðila sem hefur brennandi áhuga á þeim
málaflokki, og hefur bæði menntun og reynslu sem nýtist til þess að
skapa framtíðarsýn sem snýr að þeirri vegferð.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Vera faglegur leiðtogi og móta framtíðarsýn í samræmi við skólastefnu
sveitarfélagsins, aðalnámskrá leikskóla og lög um leikskóla
• Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi leikskóla
• Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun
og vinnutilhögun
• Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun og/eða reynsla af kennslu í leikskóla er skilyrði
• Leyfisbréf kennara skilyrði
• Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis -, kennslu-
og menntunarfræða er kostur
• Reynsla af stjórnun er æskileg
• Góð færni í samskiptum ásamt skipulags- og leiðtogahæfni
• Brennandi áhugi á að efla gæði í leikskólastarfi
Leikskólastjóri
Leikskólinn Kirkjugerði hefur verið starfræktur frá
árinu 1974. Í dag eru um 90 börn í leikskólanum
á fimm deildum og fjöldi starfsfólks er 25
í tæplega 18 stöðugildum. Unnið er eftir
leikskólastefnu í anda hugsmíðahyggju en
kjarni þeirrar stefnu er viðurkennandi samskipti,
sjálfræði, lýðræðisleg vinnubrögð og jafnrétti.
Einkunnarorð leikskólans Kirkjugerðis er
„Jákvæður agi, gleði og félagsfærni“ og eru
þau leiðarljós í öllu starfi hans.
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
hagvangur.is