Fréttablaðið - 19.03.2022, Page 39

Fréttablaðið - 19.03.2022, Page 39
ISAL í Straumsvík er fjölbreyttur vinnustaður sem byggir framtíð sína á framúrskarandi starfsfólki. Við framleiðum hágæða ál með heilbrigðis-, jafnréttis- og öryggismál í fyrirrúmi í sátt við umhverfi og samfélag. Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna. Umsækjandi þarf að fara í heilsufarsskoðun ef af ráðningu verður. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar­ bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Rio Tinto á Íslandi hf. óskar eftir að ráða jákvæðan og drífandi einstakling í spennandi og krefjandi starf í búnaðarmálum. Starfið felst í að hámarka afköst og áreiðanleika búnaðar steypuskála ISAL. Starfssvið: • Samskipti við notendur búnaðar og kennsla. • Greina og fylgja eftir tilkynningum frá framleiðslubúnaði. • Greining og bestun á frammistöðu og áreiðanleika búnaðar í steypuskála. • Skipulag og yfirferð ástandsvöktunar. • Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi steypuskála innan samsteypunnar. • Stöðugar umbætur framleiðsluferla og framleiðslutækni. • Tryggja að vörur uppfylli kröfur viðskiptavina. • Framfylgja öryggisstefnu fyrirtækisins. • Samskipti við viðhaldssvið og verktaka. Menntunar- og hæfniskröfur: • Verkfræðingur á sviði rafmagns eða véla eða menntun sem nýtist í starfi. • Þekking og reynsla af iðntölvustýringum. • Þekking á gæðastýringum, tölfræði og hæfni til greiningarvinnu. • Reynsla af viðhaldi búnaðar og áreiðanleikafræðum. • Mjög góð færni i mannlegum samskiptum. • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. • Góð íslensku­ og enskukunnátta. • Sterk öryggisvitund. Umsóknarfrestur er til og með 29. mars nk. Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna ­ dóttir (audur@vinnvinn.is) og Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is). Verkfræðingur á sviði rafmagns eða véla Borgarleikhúsið leitar að skapandi og hugmyndaríkum markaðsstjóra sem hefur bæði drifkraft og metnað. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi og skemmtilegu umhverfi. Helstu verkefni og ábyrgð - Yfirumsjón markaðsmála og mótun stefnu markaðsdeildar. - Ábyrgð á ímyndar- og markaðsmálum leikhússins. - Ábyrgð á markaðs- og kostnaðaráætlunum, framkvæmd og eftirfylgni. - Samskipti við auglýsingastofur og fagaðila á sviði markaðsmála. - Umsjón með fyrirtækja- og hópasölu. Hæfniskröfur - Háskólamenntun á sviði viðskipta- og/eða markaðsfræði. - Árangursrík reynsla af markaðsmálum og markaðssetningu á samfélagsmiðlum. - Sköpunargleði og gott auga fyrir hönnun, reynsla af grafískri hönnun er kostur. - Skipulagshæfni og reynsla af verkefnastjórnun. - Frumkvæði, sjálfstæði og jákvætt viðmót. - Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. ERT ÞÚ MARKAÐSMANNESKJA MEÐ ÁSTRÍÐU FYRIR LEIKHÚSI? Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf umsækjanda og er umsóknarfrestur til og með 28. mars 2022. Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is) og Hilmar G. Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is). Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.