Fréttablaðið - 19.03.2022, Side 62

Fréttablaðið - 19.03.2022, Side 62
Við vorum rosa ánægðar með að komast í einvígið og fyrir fram alveg sáttar við að enda í öðru sæti og vorum því ekkert búnar að skipuleggja okkur. Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir eða Lay Low er höfundur framlags Íslands í Eurovisi- on þetta árið. Hún segist sátt við að vera á kantinum í keppninni enda elski hún ekki sviðsljósið. Sigurinn kom henni í opna skjöldu en hún hefði verið sátt við annað sætið. Þegar niðurstöðurnar voru kynntar var eins og ég hefði ekki alveg meðtekið það augnablik. Eins og ég hefði farið úr líkamanum og ekki áttað mig strax,“ segir Lov- ísa sem fann þó að þegar heim var komið gat hún ekki sofnað. „Ég svaf ekki dúr þessa nótt,“ segir hún og hlær. „Svo strax morguninn eftir þurftum við að vera mættar í viðtal hjá 60 Minutes.“ En starfs- fólk þáttarins var hér á landi til að fylgjast með Söngvakeppninni. Lovísa viðurkennir að sigurinn hafi komið á óvart. „Auðvitað er rosalega gaman að vinna. En það var búið að spá Reykjavíkurdætrum sigri og stemningin var svolítið í þá átt. Við vorum rosa ánægðar með að komast í einvígið og fyrir fram alveg sáttar við að enda í öðru sæti og vorum því ekkert búnar að skipu- leggja okkur,“ segir hún. „Ég kláraði lagið í frekar miklum flýti og hefði viljað fínisera það aðeins. Það gafst enginn tími til þess eftir keppni því öllu hafði seinkað svo vegna Covid og þurfti því að senda lagið út strax daginn eftir. Við fórum því beint í að finna myndir og skrifa smá æviágrip um alla í svefnleysinu daginn eftir,“ segir Lovísa, en undirbúningurinn fyrir stóru keppnina er töluverður og hún ásamt flytjendunum, systr- unum Siggu, Betu og Elínu Eyþórs- dætrum, hafa í nægu að snúast. Þurfa að endurskipuleggja allt Lovísa segir erlenda aðila strax farna að hafa samband og óska eftir viðtölum. „Stelpurnar eru allar með sitt líf, fjölskyldu, vinnu og skóla svo það þarf að endurskipuleggja allt,“ segir hún og það er augljóst að þær höfðu ekki gert ráð fyrir því að fara alla leið. „Mig langaði bara að gera lag sem ég væri ánægð með. Lag sem myndi lifa Söngvakeppnina af og vera spil- að lengur en keppnin stæði. Ég var ekki að hugsa um að semja lag sem myndi virka í Eurovision. Það er á íslensku og rólegt en það er gaman að heyra frá sérfræðingum úti sem segja þetta geta verið óvænta atriði keppninnar. Galdrar geta gerst á sviðinu eins og gerðist á Söngva- keppninni. Við erum of boðslega glaðar að vera að fara út og ætlum auðvitað að gera þetta eins vel og við getum. Aðalatriðið er að vera með fallegan boðskap og í tón við það hvernig sviðsframkoma stelpn- anna er.“ Nýbúin að lesa Hallgrím Texti lagsins Með hækkandi sól er einkar hugljúfur, en Lovísa segist alltaf hafa verið ákveðin í að hafa hann á íslensku. „Mér þætti erfitt að fara að þýða hann enda svo mikil íslensk meining í honum. Auk þess að ég hélt ekkert að við værum að fara að vinna,“ segir hún og skellir upp úr. „Þetta var smá áskorun fyrir mig, að gera íslenskan texta sem ég væri ánægð með, því ég hef oftar verið hinum megin. Gítarriffið og mel- ódían kom fyrst og lagið var strax með svolitlum trega og viðlagið með von, svo textinn tók mið af því. Ég var örugglega nýbúin að lesa bókina hans Hallgríms Helgasonar og fleiri um aðstæður á 18. og 19. öld og reyndi að setja mig í spor kvenna á þeim tímum. Segja þeim að þetta verði betra og líka fólk almennt sem er að glíma við erfiðleika, þetta er oft svo svart og maður sér ekki lausnina,“ segir Lovísa og bætir við að textasmiðir verði fyrir áhrifum af því sem er að gerast í samfélaginu þá og þá stundina. „Það er #MeToo Ég var í jafnmiklu sjokki og allir aðrir Lovísa ákvað að skora á sjálfa sig og semja lag með íslenskum texta sem hún hafði ekki gert oft áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is byltingin, Black lives matter, stríðið í Úkraínu. Þegar ég sem textann er stríðið reyndar ekki hafið þó margir tengi við að þetta sé friðar- lag. Söngkonurnar eru líka miklar baráttukonur um mannréttindi, frið, ást og kærleik sem er einkar viðeigandi.“ Lovísa segir það ekki hafa hvarfl- að að sér að standa sjálf á sviðinu. „Ég er ekki sérstaklega sterk í svona aðstæðum. Mér líður best að spila í stofunni hjá einhverjum eða á litlu kaffihúsi. Að taka þátt í keppni er mikið álag. En ég ákvað að nota þennan vettvang til að skora á sjálfa mig,“ segir hún og bendir á að keppnin hafi breyst undanfarin ár. „Ég sá að það eru allir að fá að gera sitt og ef Hatari og Daði hefðu ekki tekið þátt hefði ég örugglega heldur ekki gert það.“ Flúðu túrismann í miðbænum Blaðamaður slapp yfir heiðina til að hitta Lovísu á glænýju Gróðurhús- inu í Hveragerði, en hún afþakkaði pent að spjallið færi fram heima hjá henni enda framkvæmdir í gangi þar, rétt eins og undanfarinn ára- tug. En af hverju ætli ungt barnlaust par, eins og Lovísa og Agnes þá voru, taki sig upp og flytji úr miðbæ Reykjavíkur í Ölfusið? „Við prófuðum í eitt ár að leigja í Ölfusinu og þá var ekki hægt að fara til baka. Við bjuggum í kjall- araíbúð á Hverfisgötunni og það var að koma gistiheimili á hæðina fyrir ofan okkur og túrisminn að pikkast upp svo við eiginlega flúðum,“ segir Lovísa í léttum tón. „Þetta voru viðbrigði enda vorum við alltaf að hitta fólk þegar við bjuggum niðri í bæ. En eftir að við f luttum fengum við fólk frekar í matarboð sem urðu eiginlega bara gistiboð þar sem spilað var og spjall- að fram á nótt. Þetta var eiginlega bara eins og við værum í bústað í eitt ár, það var æðislegt.“ Framkvæmdir í áratug Eftir að leigusamningurinn rann út var ekki aftur snúið og Lovísa og Agnes, sambýliskona hennar, sáu hús til sölu í Ölfusinu og keyptu árið 2013. „Það var strax ljóst að það þyrfti að gera mjög mikið. Þá hófst massívt framkvæmdatímabil sem enn stendur,“ segir hún. Sonurinn Fróði situr rólegur hjá okkur meðan á spjallinu stendur. „Hann fæddist árið 2015 og svo bættist við dóttirin Móeiður fyrir tveimur árum svo það hefur hvort eð er ekkert verið tími til að hanga á kaffihúsum,“ segir Lovísa alsæl í sveitinni. Börnin fara í skóla og leikskóla í Hveragerði þangað sem þær sækja alla þjónustu. Svo þó veturinn hafi verið óvenjusnjóþungur og bæði heiðin og Þrengslin lokuð nokkuð oft, hefur það ekki komið alvarlega að sök. „Agnes er með bókhaldsþjón- ustu og með skrifstofu heima auk þess sem hún er að læra húsa- smíði á Selfossi,“ segir Lovísa og viðurkennir að framkvæmdirnar heima fyrir hafi verið kveikjan að því námi. „Við erum því ekki að sækja mikið í bæinn nema að ég skráði mig reyndar í Háskólann í vor, í þjóðfræði og þarf stundum að sækja tíma þó fjarnámið sé enn  30 Helgin 19. mars 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.