Fréttablaðið - 19.03.2022, Side 88

Fréttablaðið - 19.03.2022, Side 88
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Árið 1962 fæddust frænkur sem báðar fengu nafnið Margrét – skírð- ar í höfuðið á sitthvorri ömmunni. Lífið brosti við þeim framan af en þegar þær voru rúmlega fertugar fór að bera á veikindum hjá annarri þeirra – og á ótrúlega stuttum tíma var hún komin í hjólastól og fljót- lega háð öðrum um alla þjónustu. Hún reyndist vera með sjaldgæfa tegund af MS – síversnun og liggur leiðin stöðugt niður á við. Til að gera langa og erfiða sögu stutta var þessi frænka mín á hrakhólum eftir að sveitarfélagið hennar treysti sér ekki til að annast hana lengur heima við – og í dag býr hún á hjúkrunarheimilinu Seltjörn. Þar er vel hugsað um allar hennar líkamlegu þarfir, en hún er 59 ára gömul og gert að búa á elliheimili. Ég kíkti í heimsókn til hennar síðastliðinn föstudag og eftir að hafa spjalla saman gat ég staðið upp, labbað út og keyrt af stað inn í helgarfjörið. Eftir sat frænka mín bundin í hjólastól og félagsskapur- inn sem beið hennar voru gamal- menni á endastöð lífsins. Það hefur oft verið rætt um að skynsamlegt sé að sameina sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu, en lítill vilji virðist til þess. En má gera þá kröfu að virkilega sé skoðað að sameina rekstur félagslega hlutans til að jafna byrðar, auka flæði og þjónustu við þá sem verst standa? Margrét frænka er föst í boxi og aukið flæði innan höfuð- borgarsvæðisins myndi breyta öllu fyrir hana og þann fjölda sem er í svipaðri stöðu. Við sem samfélag verðum að gera betur en að setja 59 ára ein- stakling á elliheimili. Það er ekki samboðið okkur sem þjóð að fólk sé að berjast við erfiða sjúkdóma og á sama tíma við kerfi þar sem „tölvan segir nei“. n Veikt fólk og kerfið Margrétar Kristmannsdóttur n Bakþankar Hálsbólga? Sjá bls. 13 VEITINGASTAÐURINN Á matseðli í mars 1.095,- 995,- Kjúklingur með kúskús og fetaostasósu Ýsa í orly með frönskum og hrásalati Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is Nýtt KLYNNON blómapottur, Ø9 cm 795,- Nýtt MJUKPLISTER rúmteppi B160�L250 cm 6.990,-

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.