Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Blaðamannafélag Íslands Aðalfundur BÍ 2022 Fimmtudaginn 28. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2022 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl nk. að Síðumúla 23, 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00. BÍ-félagar eru hvattir til að mæta *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Skýrslur frá starfsnefndum Kosningar* Lagabreytingar Önnur mál Stríð í Evrópu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Börn og fjölskyldur þeirra geta not- ið samverunnar þarna. Það er búið að fylla húsnæðið af nýjum leikföngum og allir hafa fengið skólatösku og páskaegg. Það er eins nærandi og það getur orðið að horfa upp á þetta,“ segir Sveinn Rúnar Sigurðsson, for- sprakki samtakanna Flóttafólk sem hafa skipulagt móttöku fyrir flótta- fólk frá Úkraínu. Í vikunni var opnuð fjölskyldu- miðstöð í Hátúni 2 þar sem börn frá Úkraínu og fjölskyldur þeirra geta notið samveru frá klukkan 10-15 á virkum dögum. Fólkið er sótt á rút- um að morgni og keyrt til baka á dvalarstaði í lok dags. Boðið er upp á morgunverð og hádegisverð á staðn- um. Allt er þetta gert í sjálfboðavinnu auk þess sem leikföng og húsgögn hafa fengist gefins og rútur voru fengnar að láni. Að sögn Sveins Rúnars hefur þessu framtaki verið vel tekið. Í gær var þriðji dagurinn sem fjölskyldu- miðstöðin var opin og þá voru þar á bilinu 10-15 börn auk fjölskyldna þeirra. „Ég myndi halda að við getum tekið á móti um 30 börnum þarna. Ég hugsa að þetta verði búið að sprengja utan af sér húsnæðið innan viku,“ segir Sveinn Rúnar. Hafa áhyggjur af ástvinum Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hafa sömu samtök sett á fót miðstöð í Guðrúnartúni 8 þar sem boðið hefur verið upp á kvöldmat og ýmsum nauðsynjavörum fyrir flótta- fólkið verið safnað saman. Þar var byrjað smátt en nú er eldað fyrir 100 manns fjögur kvöld í viku. Öll börn hafa fengið vetrargalla og ýmislegt hefur verið skipulagt til að stytta fólk- inu stundir. Efnt hefur verið til menn- ingarviðburða, farið í Klifurhúsið og sitthvað fleira. Sveinn segir mikilvægt að fólkið hafi eitthvað að gera, að það þurfi ekki bara að hanga á hótelherbergjum. „Vandinn er ekki síst sá að fólk hefur áhyggjur af maka og ástvinum. Því er mikilvægt að dreifa huganum.“ Annað sem nú er lögð áhersla á er að fólkið frá Úkraínu geti sótt vinnu hér á landi. „Það er komið í gang og við sjáum hvað gerist. Okkur hafa borist boð um nokkra tugi starfa hjá fyrirtækjum sem við erum að vinna okkur í gegn. Það verður skrifað und- ir einhverja ráðningarsamninga í næstu viku um hefðbundin verka- mannastörf.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Móttökur Samtökin Flóttafólk hafa útvegað börnum frá Úkraínu ný föt, skólatöskur og páskaegg auk þess að skipuleggja afþreyingu. Fá skólatöskur og páskaegg Samskipti Flóttafólkið ræðir við maka og ástvini sína í Úkraínu í gegnum síma. Afþreying Mikið af leikföngum og ýmiss konar afþreyingu fyrir börn er í fjölskyldumiðstöðinni. Þar una þau sér vel klukkan 10-15 á daginn. - Miðstöð fyrir fjölskyldur frá Úkraínu opnuð - Fyrsta flóttafólkið í vinnu Alls komu 107 flóttamenn frá Úkra- ínu til Íslands á síðustu sjö dögum og sóttu um alþjóðlega vernd. Það gerir um 15 manns á dag, en það eru tæp- lega 80% þeirra sem sóttu um vernd hér á landi á þessu tímabili. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra sem birt er vegna stríðsátaka í Úkraínu og komu fólks þaðan til Íslands. Samtals hafa 726 komið til Íslands og sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá áramótum. Þar af hafa 397 komið frá Úkraínu frá 24. febrúar þegar inn- rás Rússa hófst, en þetta er fjölmenn- asti hópur þeirra sem hafa sótt um al- þjóðlega vernd. Næstflestir hafa komið frá Vene- súela á þessu ári, eða 198 manns. Undanfarna viku fjölgaði þeim sem komu frá Venesúela um 17 talsins, eða rúmlega tvo á dag. Það sem af er ári hefur 141 flótta- maður sem kemur frá öðru landi en Úkraínu og Venesúela sótt um alþjóð- lega vernd hér á landi. Síðustu vikuna komu 13 manns frá öðrum löndum en þessum tveimur, en þeir sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á þessu ári tengjast nú 27 löndum, en fyrir viku var fjöldinn 23. Nánar á mbl.is 397 af 726 frá Úkraínu - 107 flóttamenn frá Úkraínu hafa sótt um vernd síðustu sjö daga - Ný stöðuskýrsla landamærasviðs ríkislögreglustjóra Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi Skipt eftir þjóðerni 1. janúar til 24. mars 2022 Heimild: RLS og Útlendingastofnun Jemen Írak Sýrland Hondúras Palestína Venesúela Úkraína Annað 10 11 12 15 35 198 397 54 UMSÓKN Hætta á að óprúttnir aðilar nýti sér neyð fólks, og komi því í mansal, eykst í takt við stríðari flótta- mannastraum vegna stríðsins í Úkra- ínu. Karl Steinar Valsson, yfirlög- regluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, segir mikilvægt að fólk hafi augun opin fyrir vísbend- ingum um mansal hér á landi. „Það skiptir mjög miklu máli að það verði vitundarvakning um þetta. Við lifum í rosalega góðu og vernd- uðu umhverfi svo við eigum oft svolít- ið erfitt með að setja okkur í spor þeirra sem ekki eru í slíkum að- stæðum,“ segir Karl Steinar í samtali við Morgunblaðið. Europol hefur sent út viðvaranir til ríkja Evrópu vegna aukinnar hættu á mansali enda sýnir reynslan að hún eykst í takt við fjölgun flóttafólks. Nýta sér bága stöðu flóttafólks „Brotahóparnir sjá tækifærin í erf- iðleikunum og stökkva á þau,“ segir Karl Steinar. Þar sem mörg ríki hafa ákveðið að taka á móti fjölda úkraínskra flótta- manna er til staðar hætta á skjala- falsi, þ.e. því að brotahópar láti fólk fá fölsuð úkraínsk skjöl til þess að koma þeim inn í landið, að sögn Karls Steinars. Hann nefnir einnig að hætta sé á að óprúttnir aðilar heilli fólk með gylliboðum. „Meirihluti flóttamannanna núna eru konur með börn vegna þess að karlmennirnir eru flestir í stríði. Þá er verið að bjóða þeim aðstoð við eitt- hvað en þau átta sig kannski ekki á því hvað felst í boðinu. Þannig að það er verið að notfæra sér stöðuna sem einstaklingar eru í.“ ragnhildur@mbl.is Hætta á auknu mansali - Sjá tækifæri í erf- iðleikum flóttafólks AFP Styrjöld Flóttafólk í Irpín, í grennd við höfuðborgina Kænugarð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.