Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 28
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Félag íslenskra list- dansara, FÍLD, var stofnað 27. mars 1947 á heimili Ástu Norð- mann. Ásta var fyrsti formaður félagsins, en stofnfélagar auk henn- ar voru Sigríður Ár- mann, Sif Þórz, Rigmor Hansen og Elly Þor- láksson. Allar höfðu þær numið dans erlend- is og voru að hasla sér völl í íslensku listalífi. Fyrsta baráttumál FÍLD- kvenna var að fá danslistina viður- kennda sem sjálfstæða og marktæka listgrein en tilhneiging var að til að flokka listgreinina sem hliðargrein af leiklistinni. Stofnun FÍLD markaði upphaf áralangrar baráttu og uppbyggingar á listgreininni hérlendis þar sem markmiðið var og er enn að gæta hagsmuna íslenskra danslistamanna og efla danslistina í landinu. Stofnun Íslenska dansflokksins var frá upp- hafi brennheitt baráttumál FÍLD en með því að koma á atvinnugrundvelli fyrir dansara vildu félagsmenn auka möguleikana á sjálfstæðri þróun danslistarinnar, með stofnun flokks- ins árið 1973 rættist þessi langþráði draum- ur félagsmanna. Starf- semi Íslenska dans- flokksins hefur nú verið fest í lög með tilkomu laga um sviðslistir og hafa mörg framfara- skref verið stigin á liðn- um árum er snúa að at- vinnuumhverfi og uppbyggingu á list- greininni. Samtök um Danshús í Reykjavík voru stofnuð árið 2010 og hafa þau ásamt FÍLD, Dansverkstæðinu, Reykjavik Dance Festival og Ís- lenska dansflokknum barist fyrir því að Danshús rísi í Reykjavík í náinni framtíð. Í Evrópu má finna tugi dans- húsa sem hafa það að markmiði að sýna og efla danslistina en Ísland hef- ur hins vegar setið eftir hvað þetta varðar. Í dag er danslistin ein af fáum listgreinum í landinu sem skortir var- anlegt aðsetur. Það er því helsti draumur danslistarmanna í dag að eignast Danshús í Reykjavík sem hýst getur fjölþætta atvinnu- starfsemi listgreinarinnar. Dansmenntun barna hefur alla tíð verið félagsmönnum hugleikin en innan FÍLD eru fjölmargir sem starfa við listdanskennslu. Upphafs- konur FÍLD kenndu allar dans og ráku margar eigin skóla en innan fé- lagsins eru enn frumkvöðlar sem haldið hafa uppi samfelldu skólastarfi áratugum saman. Skólakerfi list- dansins er byggt á einkaskólum og er opinber fjárstuðningur við starfsemi listdansskóla mjög takmarkaður. FÍLD hefur lengi og ítrekað kallað eftir auknu samstarfi við mennta- yfirvöld vegna uppbyggingar á skóla- umhverfi listdansins. Nauðsynlegt er að tryggja listdansnám í landinu með lögum og fjármagni, íslenskum list- dansi til heilla. Dagur listdansskólanna verður haldinn í fyrsta sinn sunnudaginn 27. mars á afmælisdegi FÍLD en stofnað er til dagsins í tengslum við 75 ára af- mæli félagsins. Markmið dagsins er að varpa ljósi á fjölbreytt og mikil- vægt uppeldisstarf sem unnið er í listdansskólum landsins. Á Íslandi eru starfandi níu listdansskólar á höfuðborgarsvæðinu og sex til við- bótar á Suðurnesjum, Akureyri, Ísa- firði, Selfossi og Vopnafirði. List- dansskólarnir munu halda upp á daginn með ýmsum hætti en fylgjast má með fjölþættri starfsemi skólanna með því að fylgja @dagurlistdans- skólanna á instagram. Danshús í Reykjavík er draumurinn Eftir Irmu Gunnarsdóttur Irma Gunnarsdóttir » Félag íslenskra listdansara er 75 ára. Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður FÍLD. Á góunni hrollkaldur nágustur næðir, hann nístir að beini og almenning hræðir því ofbeldi hamslaust í heiminum æðir og hjörtun það kremur en sál okkar blæðir. Þar hatur og mannvonska ráða og ríkja í reiði sem kærleikur nær ekki’ að mýkja er hroki og valdafíkn sálirnar sýkja en samkenndin, mildin og umhyggjan víkja. Um frið handa öllum við fjálglega biðjum og fórnarlömb ofbeldis hvarvetna styðjum í orði. En dimmi með hatursins hryðjum við hræðumst að lenda í éljunum miðjum. Nú tíminn er fullnaður, hefjast þarf handa og herör upp skera gegn alkunnum vanda. En þorum við kjörkuð og staðföst að standa gegn styrk þeirra’ er óhikað kúga og granda? Hve fúslega viljum við fórna, og stríða með fólki sem lifir við stöðugan kvíða? Því hótanir böðlanna berast svo víða og blandast við kvein þeirra’ er sakna og líða. Upp friðurinn sprettur í hugrökku hjarta sem hugarró, vongleði’ og þori mun skarta. Þá veröldin kemst út úr vetrinum svarta í vorið með dagana langa og bjarta. (Ó)friður Eftir Ólaf Jóhannsson Höfundur er hagyrðingur. olafurjohannsson59@gmail.com Samkvæmt mennta- stefnu um skóla án að- greiningar eiga öll börn rétt á fullum aðgangi að almennu skólakerfi þar sem þau skuli njóta gæðamenntunar sem býr þau undir líf og starf. Þessi hugmynda- fræði á rætur að rekja til baráttu fyrir mennt- un fatlaðra barna í al- mennu skólakerfi. Í dag hafa mark- miðin breyst í þá átt að koma í veg fyrir og draga úr útilokun og órétt- læti gangvart öllum nem- endum og á skólastarfið að byggjast á sanngirni, réttindum og virðingu. Þurfi nemandi á stuðn- ingi að halda ber skóla- samfélaginu að veita þann stuðning eins mikið og hægt er í þeim nem- endahópi sem nemand- inn tilheyrir. Jafnframt skal skipulag stuðnings- ins vera í námi viðkom- andi og taka mið af þörf- um og styrkleika allra nemenda. Félagsliðar eru fagaðilar sem hafa sérþekkingu á þessu sviði til að aðstoða nemendur sem þurfa á stuðningi að halda. Mikilvægt er að félagsliðar fái að aðstoða þann nemendahóp sem þarf á stuðningi að halda í skólasamfélaginu. Félag íslenskra félagsliða skorar á menntastofnanir að ráða félagsliða inn fyrir nemendur sem þurfa á stuðningi að halda í sínum skóla og viðurkenna starfsheitið félagsliði. Félagsliðar eru mikilvægir starfsmenn í skólasamfélaginu Eftir Sigurbjörgu Söru Róbertsdóttur » Félagsliðar eru fagaðilar sem hafa sérþekkingu á þessu sviði til að aðstoða nemendur. Sigurbjörg Sara Róbertsdóttir Höfundur er formaður félags íslenskra félagsliða. Það er sérstök mýta sem fylgir Henry Ford og framleiðslu- háttum hans. Þar skipti uppfinning færibandsins miklu máli við að fjölda- framleiða bíla fyrir almenning og um leið að borga svo góð laun að fólk gæti keypt þessa sömu bíla og annað til nauðsynja og orðið þannig neyt- endur. Þetta var hin sanna bylting um aldamótin 1900 og blómstraði fyrst í Ameríku og kallaðist Ford- ismi. Ford varð að vísu ríkur en aldrei var hann kenndur við óhóf eða uppskafningshátt. Einnar konu maður sem lét sér annt um starfsfólk sitt og borgaði sína skatta. Fyrirtækið átti sínar hæðir og lægðir eins og gengur og kreppan mikla fór ekki hljóðalaust fram hjá. Nú er margt breytt og rík- ustu menn heims í dag fá oft það orðspor að þeir séu frek- ar á móti verkalýðsfélögum, reyni að koma sér hjá skött- um eftir megni og færi sig oft á milli landa í því skyni. En þeir gefa oft til góðra málefna og lyfta sér gjarna á kreik út fyrir gufuhvolfið. „Sá duftsins son nokkra dýrðlegri sýn“ var eitt sinn kveðið. Það á enn við. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Henry Ford hjá Model T, við Hótel Iroquois í Buffalo árið 1921. Gamli Ford og hinir Ljósm. óþ./Wikimedia Commons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.