Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
✝
Unnur S. Kára-
dóttir fæddist
26. apríl 1948 á
Hóli á Tjörnesi.
Hún lést á Heil-
brigðisstofnuninni
á Húsavík 16. mars
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Sveinbjörg
Kristjánsdóttir, f.
26. desember 1019,
og Kári Leifsson, f.
28. maí 1922. Systkini Unnar
eru: Kristján Friðgeir, f. 9. sept-
ember 1944; Guðný Heiðveig, f.
18. maí 1946, d. 9. nóvember
Unnar og Jóns eru: 1) Sören, f.
16. júlí 1966, kvæntur Berglindi
Sigtryggsdóttur, f. 15. janúar
1964. Börn þeirra eru Heiðar
Berg, f. 2004, og Guðrún Helga,
f. 2006. 2) Tómas Örn, f. 2. febr-
úar 1968, kvæntur Svanhildi
Jónsdóttur, f. 27. september
1976. Börn þeirra eru Thelma
Dögg, f. 2000, unnusti hennar er
Jóhann Bragi, f. 2000, og Sigrún
Högna, f. 2003. Fyrir átti Tómas
soninn Jón Helga, f. 1996, sam-
býliskona hans er Karen Eva, f.
1994, og saman eiga þau soninn
Arnór Helga, f. 2021.
Unnur og Jón Helgi bjuggu
alla tíð í Víðiholti í Reykjahverfi
þar sem þau stunduðu búskap
nær eingöngu með kýr og að
síðustu skógrækt.
Útför Unnar verður gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag, 26. mars
2022, klukkan 14.
2014; Smári, f. 30.
september 1951;
Pálína, f. 13. mars
1953, d. í mars
1953.
Eftirlifandi eig-
inmaður Unnar er
Jón Helgi Jóhanns-
son, f. 5. febrúar
1944 á Kambi í Að-
aldal, sonur Jó-
hanns Jóns Jó-
hannessonar og
Guðrúnar Helgu Sörensdóttur.
Unnur og Jón kynntust ung
og hófu snemma búskap. Þau
giftust 1. október 1967. Börn
Sárt er að hugsa til þess að fá
ekki að sjá þig aftur elsku
amma, í dag minnumst við ekki
bara ömmu okkar heldur okkar
bestu vinkonu og ráðgjafa. Frá
upphafi hefur þú staðið okkur
við hlið og viljum við þakka þér
fyrir allt saman. Erfitt er að
hugsa til þess hve lífið getur
verið ósanngjarnt, en þú vissir
það þegar elsku Guðný systir
þín lést. Við vitum að hún tekur
vel á móti þér og líklega sitjið
þið saman að spila þessa stund-
ina.
Amma var engin venjuleg
kona, hún var harðjaxl, gjafmild,
góð og ljómaði alltaf af gleði
þegar við vorum allar saman,
enda ekki annað hægt þar sem
var alltaf fjör hjá okkur. Amma
gerði allt fyrir okkur og með
okkur, það var alveg sama
hvaða fíflaskapur var í gangi hjá
okkur, amma tók alltaf þátt í
honum og hló mikið. Oft flugu
þó nokkur ljót orð en það var
henni líkt. Amma var skemmti-
lega orðljót en þegar við vorum
yngri ýttum við oft undir það
með að hvísla að afa og láta
hann berja í borðið, svo glös
fóru á flug, þá varð amma alveg
óð. Amma var okkar fyrsti og
stærsti aðdáandi og auðvitað sá
besti. Hú fylgdi okkur oft í
hestamennskunni, mætti alltaf á
mót þegar hún gat og ef það
vantaði hjálp í hesthúsinu að
moka var hún fljót að taka upp
skófluna. Þegar við komum í
heimsókn þá var öllu tjaldað til
og oftast búið að baka týgl, sem
var uppáhaldið okkar. Eitt sem
amma kenndi okkur var að virða
alla í kringum okkur, hún þoldi
ekki stríðni og einelti og lagði
mikla áherslu á að við værum
góð við annað fólk.
Þegar við fluttum suður var
erfitt að flytja í burtu frá þér,
elsku amma, en við fundum okk-
ar leiðir til að tala saman. Þá
keypti þú þér ipad og fékkst þér
snap og klikkaðir ekki á því að
senda á hverjum degi og spyrja
hvernig staðan væri hérna hin-
um megin og hversu vitlaus okk-
ur fyndist nýi Bold-þátturinn.
Amma og afi voru miklir
ferðalangar svo þrátt fyrir að
við flyttum suður sáum við þau
mikið og voru þau dugleg að
birtast óvænt. Alltaf var farið í
góðan bíltúr í hvert skipti til að
skoða eitthvað skemmtilegt. Við
munum aldrei gleyma haustinu
2020, þá bjuggum við hjá ykkur
í þrjár vikur og þá var sko gam-
an, spilað öll kvöld langt fram
eftir, oft farið út að borða og
amma tók ekki annað í mál en
að hún myndi borga. Einn dag-
inn ákváðum við að fara í bíltúr,
fórum langan hring sem átti að
enda á Dettifossi og var það að-
almál ferðarinnar. Leiðin var
eitthvað óvenju löng og endaði
með að við keyrðum marga kíló-
merta fram hjá afleggjaranum,
þá fékk afi að heyra nokkur ljót
orð frá henni ömmu en í staðinn
stoppuðum við á kaffihúsi og
fengum okkur heitt kakó. Spila-
kvöldin voru bestu kvöldin, þá
spiluðum við fram á nótt og
spjölluðum um allt í heiminum.
Það var svo gott að tala við þig,
allt gat maður sagt og alltaf
fékk maður hlý og góð svör, jaa
eða nokkur vel valin blótsyrði,
en alltaf skildir þú okkur. Við
eigum óteljandi minningar en
áttum þó eftir að gera margt
fleira saman en við höfum þig
með okkur í hjartanu og vitum
að þú fylgist með okkur. Elsku
amma, það verður erfitt að geta
ekki leitað til þín því alltaf náðir
þú að hughreysta okkur, sama
hvert vandamálið var. Erfitt er
að hugsa og sætta sig við að þú,
sem varst svo full af lífi, sért
farin okkur frá en eitt máttu
vita, að þú og okkar minning
saman munu lifa með okkur og
erum við þér þakklátar. Þín
verður sárt saknað, elsku
amma.
Ávallt þínar,
Thelma og Sigrún.
Nú hefur Unnur í Víðiholti,
systir, mágkona og frænka,
kvatt okkur að sinni. Svo langt
aftur sem litið verður hefur hún
verið einn af föstu punktunum í
tilverunni kringum okkur og
auðvitað Jón einnig frá því á
sjöunda áratugnum, er þau tóku
saman, því varla hefur verið á
annað þeirra minnst síðan nema
hins hafi einnig verið getið. Eitt
það fyrsta sem í hugann kemur
þegar Unnar er minnst er
dugnaður og myndarskapur í
hverju því sem fengist var við,
hvort sem það tengdist bú-
skapnum eða hverju því öðru
sem hún tók sér fyrir hendur.
Ekki má heldur gleyma móttök-
unum þegar komið var í Víði-
holt, veitingarnar sviku engan,
mátti segja veisluborð hvenær
sem var, málin rædd og aldeilis
ekki komið að tómum kofunum.
Unnur og systkini hennar voru
á margan hátt samheldin,
bjuggu lengst af á sömu slóðum
og var samgangur því talsvert
mikill í gegnum árin.
Eins og gjarna er með dug-
legt fólk hafði Unnur sitt skap
og þegar svo bauð við voru hlut-
irnir látnir heita eitthvað. Hún
var gjarna fljót að hugsa og
snögg til svars og gat auðveld-
lega séð hinar skoplegri hliðar á
hinu og þessu. Hún var kapp-
söm og vann mikið og hlífði sér
lítt í amstri daganna meðan þau
hjónin ráku bú sitt af reisn sem
tekið var eftir. En það var líka
tími til að bregða sér af bæ til
að gera sér glaðan dag, jafnvel
skjótast landshluta á milli ef því
var að skipta og gæða þannig
lífið fjölbreytni og gleði með
ferðalögum og samvistum við
ættingja og vini. Einnig naut
Unnur þess að grípa í spil, ekki
síst þegar þær systur hún og
Guðný hittust, þá var nú ekki
alltaf hvíslast á. Á vissan hátt
minnti hún talsvert mikið á
móður sína, í sjón og einnig að
ýmsu leyti í raun, var trölltrygg
sínum, jafnt vinum sem vensla-
fólki, og fylgdist af áhuga með
hvernig hlutirnir gengu.
Minningu skýra mótar
hver mynd er í huga bjó,
hljóðlega sýnir hve hlýtt var
hjartað sem undir sló.
(SK)
Við sem enn eigum það til að
kenna okkur við Ketilsstaði á
Tjörnesi þökkum vináttu og vel
rækta frændsemi gegnum árin
og vottum Jóni og þeim bræðr-
um Sören og Tómasi og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Kristján og Anna María,
Svava og Sigurður og
fjölskyldur.
Elsku besta vinkona mín, nú
hefur þú kvatt okkur, aðeins sjö
og hálfur mánuður frá því þú
greindist með krabbamein.
Ég ætla bara að leyfa mér að
vera sjálflæg og segja þér
hversu mikið ég sakna þín. Þeg-
ar þú fluttist frá Hóli á Tjörnesi
inn á Húsavík og þið fjölskyldan
settust að á Höfðavegi 11
(Barði), það voru aðeins þrjú hús
á milli okkar. Ég var alin upp í
Móbergi syðst á bakkanum.
Þetta var árið 1954, þú sex ára
en ég fimm ára. Nú eru 68 ár frá
því við sem litlar skottur hitt-
umst á bakkanum og höfum ver-
ið vinkonur síðan, ég veit ekki
hvort margir geti státað af svo
miklu láni að eiga slíka vináttu
og aldrei borið skugga á.
Ég veit að það var þér mikil
sorg að missa Guðnýju systur
þína en þið voruð mjög sam-
rýndar, þið spiluðuð mikið sam-
an og ég veit til þess þegar þið
voruð mjög æstar í Ótugt stóðu
þið ekki upp í fimm klukkutíma
og geri aðrir betur. Ég reikna
ekki með að það hafi liðið langur
tími frá því þú kvaddir okkur
þar til þið systur væruð búnar
að gefa í spil. Þú varst búin að
kenna mér Ótugt og vorum við
búnar að koma okkur upp tveim-
ur spilastokkum á Grund svo
það væri örugglega hægt að slá í
slag en ég var aldrei eins sleip í
Ótugt og þú, þú varst svo ansi
kæn því spilið gengur út á að
plata andstæðinginn.
Síðasta harmonikkuhátíð sem
við vorum saman á var í endaðan
júlí sl., þá var greinilegt að þú
elsku Unnur gekkst ekki heil til
skógar og bara viku seinna kom
höggið, þá fengum við að vita
hvað var að. Ég er svo þakklát
fyrir það að við Stefán gátum
hitt þig bæði um miðjan desem-
ber og nú síðast í febrúar. Það
er mér svo mikils virði að hafa
getað kvatt þig almennilega og
fengið að sjá litla sólargeislann,
litla langömmudrenginn þinn.
Þú varst, elsku vinkona, svo stolt
af afkomendum þínum. Eftir að
þið Jón hættuð búskap fjölgaði
heimsóknum ykkar Jóns bæði á
Grund og í Kópavoginn. Þið Jón
tölduð aldrei eftir ykkur að
skjótast landshorna á milli hvort
sem var í kaffi á Grund og heim
aftur eða þegar við sendum ykk-
ur beiðni um að þið Jón yrðuð
svaramenn okkar þegar við Stef-
án giftum okkur fyrir fimm ár-
um, það var nú aldeilis vel tekið í
það. Elsku vinkona, það er svo
margs að minnast. Þorrablót,
árshátíðir, hjónaböll, ferðalag
með hjólhýsi austur á land og nú
síðustu ár allar harmonikkuhá-
tíðirnar, t.d. á Laugarbakka þeg-
ar þið systkini og makar voruð
öll mætt, þá var nú mikið fjör.
Elsku vinkona, ef þú ert í Sum-
arlandinu vonast ég til að við
hittumst þar þegar minn tími
kemur.
Ég læt fylgja hér með brot úr
kveðju sem ég fékk frá systur
þinni á sextugsafmæli mínu.
„Ég sit hér við ána, það er árla morg-
uns eftir nóttina er heilinn frjór. Ég
hugsa aftur í tímann til barnsáranna.
Þá var Húsavík okkar staður og gatan
niður bakkann okkar hraðbraut, þá
braut gengum við. Vinátta okkar
bakkabarna mun endast og verða til á
meðan hjartað slær.“
(Guðný Heiðveig Káradóttir)
Elsku Jón, Sören og fjöl-
skylda, Tómas og fjölskylda.
Við Stefán þökkum áralanga
vináttu og sendum ykkur öllum
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Hlíf Geirsdóttir.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast kærrar konu er borin
er til grafar í dag, 26. mars.
Unnur Sigríður Káradóttir
lést þann 16. mars síðastliðinn.
Frá því ég man eftir mér var
Unnur órjúfanlegur hluti af upp-
vexti mínum. Mörg minningar-
brot tengd efra húsinu og Unni.
Kölluðum það alltaf að fara upp í
hús eða niður eftir ef farið var á
milli heimilanna. Segja má að
synir þeirra Unnar og Jóns hafi
verið uppeldisbræður mínir þar
sem við erum á sama aldri og
aldir upp í sama túnfætinum.
Mikið samstarf var oft á milli
heimilanna er kom að ýmsum
málum er varðaði t.a.m. veislur
og hátíðir. Þar lét Unnur ekki
sitt eftir liggja og hún þekkt fyr-
ir dugnað í öllum verkum.
Maður var alltaf velkominn
upp í hús og oftar en ekki voru
kleinur eða bleikur tígull á boð-
stólum. Unnur var annáluð fyrir
sinn bakstur og þær veitingar
sem biðu þegar komið var í
heimsókn.
Unnur gat verið afar kjarnyrt
ef svo bar undir og henni fannst
gengið á hlut sinn. Stundum ei-
lítið hvatvís og herská en afskap-
lega trygglynd sínu fólki og mik-
il félagsvera. Unnur hafði
afskaplega mikla ánægju af því
að taka þátt í ýmsum viðburðum
og oft gaman að fylgjast með
samtali þeirra Jóns, t.a.m. í
kringum starfsemi Harmonikku-
félags Þingeyinga. Af því hafði
Unnur afar gaman og hafði oft á
orði það sem dreif á daga þeirra
þar. Í því starfi bættist töluvert í
vinaflóru þeirra hjóna. Unnur og
Jón hafa alltaf verið vinsæl og
varla sá dagur sem ekki hefur
einhver verið í heimsókn á heim-
ili þeirra.
Unnur og Jón voru afar sam-
hent um flesta hluti og ótrúlega
dugleg að ferðast hin síðari ár
eftir að þau hættu búskap. Ég
man eiginlega aldrei eftir þeim
öðruvísi en saman í því sem á
daga þeirra dreif. Bæði í starfi
og tómstundum.
Nú er gengin góð og mæt
kona eftir erfið og skörp veik-
indi. Gott er að ylja sér við ljúfar
minningar um Unni og þakka
fyrir þá samfylgd sem við höfum
átt.
Frænda mínum og fjölskyldu
hans votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Jóhann Rúnar og fjölskylda.
Unnur S.
Káradóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
TRYGGVI BJÖRNSSON,
Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
áður til heimilis á Jaðarsbraut 33,
Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, þriðjudaginn
22. mars. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn
5. apríl klukkan 13.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins
Höfða fyrir hlýja og góða umönnun. Streymt verður frá
athöfninni á vef Akraneskirkju, www. akraneskirkja.is.
Hlekk á streymi má einnig nálgast á bl.is/andlat.
Helga Bjarnadóttir
Bryndís Tryggvadóttir Áki Jónsson
Guðbjörn Tryggvason Þóra Sigurðardóttir
Tryggvi Grétar Tryggvason Þórey Þórarinsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
VALDEMAR HANSEN
læknir,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold 14. mars.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins
Ísafoldar fyrir einstaka umönnun og kærleika í hans langvarandi
veikindum.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Barnaspítalasjóð
Hringsins, www.hringurinn.is.
Erna Andrésdóttir Hansen
Hlíf Hansen Ásbjörn Björnsson
Thelma Hansen
Arna Hansen Guðjón Norðfjörð
Drífa Hansen Konráð Sigurðsson
barnabörn og langafabarn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR LÁRUSSON
Húsasmíðameistari,
Smárahvammi 11, Hafnarfirði,
lést á Borgarspítala sunnudaginn 20. mars.
Útförin fer fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn
31. mars klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir
en þeim sem vildu minnast hans er bent á Einstök börn.
Unnur Einarsdóttir
Jón Ragnar Guðmundsson Elín Guðmundsdóttir
Lárus Jón Guðmundsson Hólmfríður Guðmundsdóttir
Einar Bjarki Guðmundsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR ÖRN PETURSSON,
Strandgötu 43, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 20. mars á
hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík.
Starfsfólki Markar þökkum við fyrir góða og hlýja umönnun.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 31. mars
klukkan 15.
Allir velkomnir.
Inger Steinsson
Helgi Ólafsson Lisandra Leon
Inger Rós Ólafsdóttir Baldvin Þ. Baldvinsson
afabörn og langafabörn
Ástkær systir, móðir, tengdamóðir,
mágkona og amma,
GUNNLAUG SVERRISDÓTTIR
læknaritari,
áður Dalalandi 12, Reykjavík,
andaðist á Hrafnistu Sléttuvegi í Reykjavík
fimmtudaginn 10. mars.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 29. mars
klukkan 13. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat.
Guðlaug Sverrisdóttir Magnús Einarsson
Gústaf Sigurðsson Candra Farida Simanjuntak
Sverrir Sigurðsson Auður Daníelsdóttir
Gunnar Már Sigurðsson
Árni Sigurðsson Elín Kristín Guðmundsdóttir
og barnabörn