Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Ástkær tengda-
móðir mín, Ragn-
heiður Ása Helga-
dóttir, sló mig strax
sem einstök og
heillandi manneskja þegar ég
kynntist henni. Hún var þá rúm-
lega sextug, en kvik í hreyfingum
og fasi. Við yngra fólkið höfðum
varla við henni. Hún leiftraði af
fjöri og kímni, gat rakið ættir
flestra og sagði sögur af spaugi-
legu fólki og atvikum. Þar að auki
var hún skarpgreind, víðlesin og
vel að sér um málefni líðandi
stundar. Ragnheiður hafði sér-
stakt lag á því að hlusta á viðmæl-
endur sína og greina kjarnann frá
hisminu. Hún var hjartahlý, ráða-
góð og vildi leysa úr hvers manns
vanda. Hún var einlægur mannvin-
ur og unni fjölskyldu sinni mikið,
hún unni öllu því sem lífsandinn
hrærði. Betri eftirmæli finnast lík-
lega ekki, en þau eru sönn. Með
Ragnheiði er fallinn í valinn verð-
ugur fulltrúi þeirrar kynslóðar,
sem lifað hefur tímana tvenna,
bókstaflega. Ragnheiður átti fjög-
ur ár í hundraðið þegar hún lést.
Hin síðari ár hrakaði heilsu Ragn-
heiðar talsvert og hún gerði sér
grein fyrir því að hennar tími væri
senn á enda. Hún tók endalokun-
um af fullkomnu æðruleysi og
sagðist hlakka til ferðalagsins hin-
Ragnheiður Ása
Helgadóttir
✝
Ragnheiður
Ása fæddist 5.
júlí 1926. Hún and-
aðist 9. mars 2022.
Útför Ragnheið-
ar fór fram í kyrr-
þey að hennar ósk.
um megin. Og nú
þegar vorar af hörð-
um vetri kom dauð-
inn og veitti henni
langþráða líkn. Með
þessum orðum vil ég
endurgjalda henni að
nokkru þann hlýhug
og velvilja sem hún
sýndi mér og mínum
alla tíð. Við sem eftir
sitjum þökkum fyrir
okkur og sendum
innilegustu samúðarkveðjur til
allra afkomenda og samferða-
manna mannvinarins Ragnheiðar
Ásu Helgadóttur.
Árni Geir Pálsson.
Elskuleg amma okkar kvaddi
okkur á fallegum degi í mars.
Amma hefur alltaf verið eins og
klettur í lífi okkar, stuðningsmaður
númer eitt sem hvatti okkur áfram
með ráðum og dáð. Fyrstu minn-
ingarnar um ömmu tengjast heim-
sóknum til ömmu og afa á Álfhólfs-
veginn. Stundirnar í eldhúsinu
með ástarpungum og pönnukökum
með sultu og rjóma og ferðirnar í
hesthúsið með henni og afa. Amma
bauð okkur oft í mat og í sérstöku
uppáhaldi var þegar siginn fiskur
var á boðstólum. Margar góðar
stundir áttum við líka eftir að
amma og afi voru flutt á Ásbraut-
ina. Amma fylgdist vel með hvað
var að gerast í fjölskyldunni og
ættmóðirin var stolt af þessum
mikla ættboga enda áttu þau afi að
fagna miklu barnaláni. Í seinni tíð
og eftir að afi dó var amma alltaf
næg sjálfri sér og var okkur góð
fyrirmynd sem við getum lært
margt af um nægjusemi og dugn-
að.
Amma var sérstaklega skörp og
vel gefin, stálminnug og ættfróð.
Spil voru í sérstöku uppáhaldi
hvort sem var að spila bridge við
vinafólk eða tveggja manna kapal
við okkur þar sem amma iðulega
rúllaði okkur upp. Amma var líka
mikil krossgátumanneskja og eftir
að sjónin fór að daprast var
skemmtilegt að sitja með henni og
leysa krossgátur sem vöfðust aldr-
ei fyrir henni. Það var ekki hægt að
hugsa sér betri ömmu, alltaf til
staðar með sína hlýju nærveru og
æðruleysi. Aldrei skipti hún skapi
en sagði sínar skoðanir samt um-
búðalaust og var sérstaklega dug-
leg að styðja okkur og leiðbeina í
öllu því sem við tókum okkur fyrir
hendur. Amma var hvíldinni fegin
eftir langan dag en allt fram á síð-
asta dag var hún alltaf jákvæð og
sá björtu hliðarnar á tilverunni.
Eftir lifir falleg minning um
dásamlega ömmu sem hefur kennt
okkur svo margt og verður sárt
saknað.
Árni Claessen,
Jóhanna Kristín Claessen.
Það var sama hversu oft ég kom
í heimsókn til ömmu, alltaf tók hún
glaðlega á móti mér. Hún var
þakklát og það var gefandi að vera
í kringum hana. Í amstri dagsins
nægði fyrir mig að kíkja til hennar
– þá datt ég inn í annan heim þar
sem allur eltingaleikur nútímans
skipti ekki máli. Amma vafði mig
með kærleik á sinn gamansama
hátt. Hún var iðulega fljót að
spyrja hvenær alnafna hennar
kæmi í heiminn! Hvernig gengi
það að maðurinn sem væri mynd-
arlegastur allra manna á Íslandi
gæti gengið um á lausu? Ég mætti
ekki tefja þetta lengur! Ég lofaði
ömmu að sjálfsögðu betrumbótum
í hvert skipti – og mun standa við
minn hluta þótt síðar verði.
Ég spilaði oft tveggja manna
kapal við ömmu í gegnum árin. Það
var auðmýkjandi sport. Þótt hún
væri að verða sjónlaus – og nálg-
aðist 100 árin – tókst henni oftar en
ekki að sjá við mér. Hún galdraði
fram lausnir sem ég missti af.
Reyndar var það þannig að hún
gladdist ekki mest þegar hún vann
mig í spilum. Allra skemmtilegast
fannst henni þegar ég gerði mis-
tök. Það ískraði í henni þegar hún
sagði glaðhlakkalega:
„Þú hefur ekki viljað gera
þetta?“
Síðan hló hún – á meðan hún
leysti flækjuna sem ég sá ekki – og
hampaði sjálfri sér á minn kostnað.
Ég hitnaði að innan – og þurfti að
rifja upp að við værum í góðlátleg-
um leik en ekki í úrslitakeppni HM
í tveggja manna kapli. Þetta var
einmitt það sem gerði ömmu svo
skemmtilega. Hún var glöð og
kappsöm en fannst engin ástæða
til að taka sig of alvarlega. Ég er
sannarlega þakklátur og glaður
fyrir að hafa átt ömmu sem var
með svona stórt og hlýtt hjarta. Ég
tek með mér lífsgleði hennar
áfram veginn – og fallegur andi
hennar mun sannarlega alltaf lifa
með mér.
Helgi Jean Claessen.
Sumar persónur í lífi okkar eru
klettar. Þær hafa verið til staðar
alla tíð, óhagganlegar, traustar og
ástríkar. Maður veit að lífið er
hverfult en er samt svo lítt und-
irbúinn þegar kallið kemur.
„Allt hold er sem gras og öll
vegsemd þess sem blóm á grasi;
grasið skrælnar og blómið fellur.“
(1. Pétursbréf 1,24.)
Elsku amma. Með sitt einstaka
hlýja viðmót, glampa í augum og
brosið svo lýsandi fyrir hana að eft-
ir var tekið.
Í uppvexti mínum var ekki bara
amma heldur amma og afi. Rauða
húsið á Álfhólsvegi með ævintýra-
garðinum þar sem öll blómin fengu
að vaxa villt vítt og breitt. Í minn-
ingunni var alltaf sól í þessum
garði. Sjónvarpsherbergið þar sem
við kúrðum með Tinnabækur með-
an amma bakaði pönnukökur eða
steikti fiskibollur og afi pældi í
náttúruvernd. Minningin um Álf-
hólsveg fyllir mig öryggistilfinn-
ingu, hlýju og kærleik og er ég ei-
líflega þakklát fyrir þessar
dýrmætu æskuminningar.
Eftir að afi dó kynntist ég
ömmu sem ömmu. Hún naut sín í
eldhúsinu við að elda hollan og góð-
an mat, prufa sig áfram í spelt-
brauðsbakstri og gera sér ferð í
Kringluna til að kaupa sér falleg
föt. Hún var satt best að segja al-
ger tískudrós! „Hvar fékkstu
þennan?“ átti hún til að spyrja og
þreifa á efni þegar ég mætti í nýj-
um flíkum. Við kjólanöfnurnar.
Það var yndislegt að heimsækja
ömmu á Ásbrautina. Sannkallaðar
gæðastundir þar sem við sátum og
spjölluðum yfir kaffi, lásum Vikuna
og tókum stundum norskan kapal
(sem hún vann alltaf). Amma var
góður hlustandi og áhugasöm um
fólkið sitt. Hún spurði mig frétta
og sagði fregnir af öðrum í fjöl-
skyldunni. Leiðbeindi mér, hvatti
til dáða og samgladdist þegar vel
gekk.
Á ævikvöldi var amma orðin
þreytt. Hún kvartaði þó aldrei,
vildi ekki íþyngja. „Hér er hugsað
vel um mig“ sagði hún alltaf þegar
ég heimsótti hana á Droplaugar-
staði. Hún nefndi þó einstaka sinn-
um, gjarnan með sinni einstöku
kímni, að hún væri tilbúin að fara.
„Það bíða mín svo margir!“ Nú hef-
ur amma fengið sína langþráðu
hvíld. Við huggum okkur við ynd-
islegar minningar sem hún gaf
okkur. Ræktarsemi hennar, um-
burðarlyndi og jákvæðni tökum við
með okkur og ölum áfram í okkar
börnum. Með miklum söknuði en
djúpu þakklæti kveð ég elsku
ömmu mína. Blessuð sé minning
hennar.
Ragnheiður Þórdís.
✝
Ásta Sigurð-
ardóttir fædd-
ist 1. ágúst 1933 í
Hafnarnesi í Fá-
skrúðsfirði. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Hraunbúðum í
Vestmannaeyjum
9. mars 2022.
Foreldrar Ástu
voru Kristín Sig-
urðardóttir, f. 6.
okt. 1906, d. 27. maí 1981, og
Sigurður Karlsson frá Garðsá í
Fáskrúðsfirði, f. 29. mars
1904, d. 12. ágúst 1972.
Systkini Ástu eru: María lát-
in, Karl Emil látinn, Jórunn
látin, Óskar, Rafn látinn, Jón
látinn, Erna, Fjóla, Valgerður,
hálfbróðir samfeðra Ágúst, lát-
inn.
Ásta giftist 29. maí 1955
Garðari Ásbjörnssyni frá Vest-
mannaeyjum, f. 27.
mars 1932, d. 7.
maí 2012.
Foreldrar Garð-
ars voru Sig-
urbjörg Stef-
ánsdóttir, f. 15.
maí 1908, d. 18.
febr. 1992, og Ás-
björn Guðmunds-
son, f. 25. júlí
1894, d. 22. júlí
1975.
Árið 1954 stofnuðu Ásta og
Garðar heimili á Heimagötu
26, síðar Faxastíg 27, þar til
árið 1958 er þau fluttu í eigið
húsnæði á Illugagötu 10 sem
þau byggðu. Það var síðan árið
1989 sem þau fluttu að Tún-
götu 3.
Börn Ástu og Garðars: 1)
Sigurður Kristinn, f. 1951,
maki Halldóra Ingibjörg Ing-
ólfsdóttir, látin, þau eiga tvær
dætur, fyrir átti Sigurður einn
son sem er látinn, sambýlis-
kona Sigurðar er Margrét Elín
Ragnheiðardóttir. 2) Daði, f.
1954, maki Magnea Ósk Magn-
úsdóttir, þau eiga þrjár dætur.
3) Ásbjörn, f. 1956. 4) Gylfi, f.
1957, hann á fjögur börn. 5)
Sigmar Einar, f. 1959, maki
Ragna Garðarsdóttir, þau eiga
þrjú börn. 6) Lilja, f. 1961,
maki Gísli Magnússon, þau
eiga saman sjö börn. 7) Gerð-
ur, f. 1963, maki Eyjólfur
Heiðar Heiðmundsson, þau
eiga þrjú börn. 8) Ásta, f. 1965,
látin, hún á tvö börn. Lang-
ömmubörnin eru 47.
Ung að aldri var hún send á
milli bæja sem vinnukona,
tímabundið starfaði hún á elli-
heimilinu Skálholti í Vest-
mannaeyjum, eftir að hún
flutti alfarið til Eyja starfaði
hún í fiskvinnslu ásamt hús-
móðurstörfum.
Útför Ástu fer fram frá
Landakirkju í Vestmanna-
eyjum í dag, 26. mars 2022, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Ég man þig mamma.
Mér finnst það undarlegt að
þú skulir vera dáin. Mér fannst
það svo sjálfsagt að þú héldir
áfram að lifa, lifa fyrir heimilið
þitt og okkur.
Og nú þegar þú ert horfin á
braut er margs að minnast og
margt að þakka, og margt frá
liðnum samverustundum vitjar
mín aftur, ýmist til þess að
gleðjast með mér eða til þess að
ásaka mig og hryggja.
Og nú þegar ég minnist þín
sé ég þig í hinu hreina skýra
ljósi skilnaðarins og í þessu ljósi
stendur þú mér fyrir hugskots-
sjónum fyrst og fremst sem val-
kyrja heimilisræktarinnar og
hin mikla sterka mamma.
Þú varst stundum ströng en
ekki veitti af þar sem heimilið
var stórt, átta börn og hundur,
oft á tíðum gekk mikið á og ekki
auðvelt að hafa hemil á þessum
fjölda og mikið ein þar sem
pabbi var mikið frá vegna sjó-
mennskunnar, en þegar mest lá
við brástu aldrei.
Þegar kom að því að þú
varðst að afhenda börn þín líf-
inu til þess að þau færu að sinna
eigin lífi og skapa sér sína eigin
sögu þá gerðir þú það með
gleði. Þá sigraðir þú hinar
sterku móðurtilfinningar; sigr-
aðir þær jafn auðveldlega og
það væri leikur einn að vera
saknandi móðir.
Stærst varstu í gjafmildi
þinni og gestrisni, í raun og
veru fannst mér þú stundum
fædd til þess að vera drottning
með yfirráð yfir ótæmandi auð-
lindum til þess að ausa úr handa
öðrum.
Þú varst glöðust er gestir
sátu við borð þitt og nutu gest-
risni þinnar, sem var ótæmandi.
Nú ertu horfin okkur í sum-
arlandið, en ég hvísla á eftir þér
fyrsta orðinu sem ég og við
lærðum; „mamma“, því ennþá
erum við börnin þín. (Söngur
lífsins.)
Daði.
Kveðja til tengdamömmu.
Og það er margt sem þakka ber
við þessa kveðjustund.
Fjör og kraftur fylgdi þér,
þín fríska, glaða lund.
Mæt og góð þín minning er
og mildar djúpa und.
Þú skilur eftir auðlegð þá
sem enginn tekið fær.
Ást í hjarta blik á brá,
og brosin silfurtær.
Mesta auðinn eignast sá
er öllum reynist kær.
Þín minning öllu skærar skín
þó skilji leið um sinn.
Þó okkur byrgi sorgin sýn
mun sólin brjótast inn.
Við biðjum guð að gæta þín
og greiða veginn þinn.
(GÖ)
Elsku tengdamamma, takk
fyrir allan þinn kærleik og um-
hyggju.
Ég kveð þig með söknuði, en
dýrmæta minningu um þig mun
ég varðveita í hjartanu.
Þín tengdadóttir,
Magnea Ósk.
Ásta
Sigurðardóttir
Ástkær sonur minn og faðir okkar,
BJARNI INGI GARÐARSSON,
húsasmiður og byggingariðnfræðingur,
lést föstudaginn 4. mars.
Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju
fimmtudaginn 31. mars klukkan 15.
Sólrún Bjarnadóttir
Alexander Freyr Bjarnason
Birna Rún Bjarnadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA STEINGRÍMSDÓTTIR,
Eskihlíð 18a,
sem lést laugardaginn 19. mars, verður
jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn
29. mars klukkan 13.
Viðar Pétursson Rebekka Björk Þiðriksdóttir
Þorvaldur Logi Pétursson Fríða Björg Eðvarðsdóttir
Inga Lára Pétursdóttir Regína U. Beck Margrétard.
Laufey Pétursdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar og stjúpmóðir,
MARGRÉT AUÐUR ÁRNADÓTTIR
frá Hyrningsstöðum í Reykhólasveit,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri
Ólafsvík 18. mars.
Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju
í Grafarholti 28. mars klukkan 13. Útförinni verður streymt
á www.streyma.is, hlekk á streymi má einnig nálgast á
mbl.is/andlat
Fyrir hönd aðstandenda,
Arnheiður, Guðmundur Árni, Heiðar og Þórhallur
Matthíasarbörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
ANNA DÓRA STEINGRÍMSDÓTTIR,
Aðalgötu 1, Reykjanesbæ,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
fimmtudaginn 3. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju.
Sérstakar þakkir til starfsfólks D-deildar HSS og deildar 11G á
LSH, fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót.
Magnús Ingvarsson
Sigurður Haukur Guðjóns. Svava Rós Alfreðsdóttir
Írena Dröfn, Alfreð Breki, Thelma Rán
Kolbrún Guðjónsdóttir Brynjar Steinarsson
Jón Steinar, Ástrós, Eyþór Ingi
Árni Þór Guðjónsson
Guðjón Ómar Guðjónsson Malin Anita Karlstad
Haukur, Anna Dís
Monica Magnúsd. Forsberg Johan Forsberg
Malin Wenche, Madelen
Ingvar Magnússon Sigríður Sigurðardóttir
Amalía Dögg