Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Klæðning Verktakar vinna nú hörðum höndum við utanhússklæðningu á Húsi íslenskunnar við Arngrímsgötu. Arnþór Birkisson Síðastliðna daga hefur sprott- ið upp umræða um fækkun sýslumannsembætta hér á landi. Talað er um að sameina ákveðin embætti í eitt og jafnvel að fækka sýslumönnum í einungis einn sýslumann, sem myndi hafa allt Ísland sem sitt um- dæmi. Þetta er áhyggjuefni þar sem sýslumenn sinna veiga- miklu hlutverki innan sinna um- dæma. Þeir þjóna sínu nærsam- félagi í mikilvægum og persónulegum málum íbúa þess hvort sem það eru þinglýsingar, gjaldþrot eða mikilvæg málefni fjölskyldna. Af þessu er augljóst að mikilvægi þess að sýslumenn séu innan handar er óumdeilt. Sýslumenn eru umboðsmenn hins opinbera í héraði. Ef þau áform sem búið er að boða yrðu að veruleika þá verður búið að eyða grundvallarhlutverki þeirra. Haft er eftir formanni Félags sýslumanna að dóms- málaráðuneytið hafi fundað með sýslumönnum um málið og að efasemdir séu um ágæti þess innan þeirra raða. Skiljanlega, enda er nauðsynlegt að sýslumenn séu til staðar í nærumhverfinu og hafi einhverja tengingu við samfélagið. Með brotthvarfi þeirra úr umdæminu eyðist sú tenging, eðli málsins samkvæmt. Vissulega bjóða tækninýjungar fjórðu iðnbylting- arinnar upp á nýjungar, tækifæri og uppfærslu ferla og aðferða. Þó er augljóst að áform um að fækka sýslu- mannsembættum töluvert brjóta í bága við byggðasjón- armið, en við höfum skuldbundið okkur til að vinna í þágu þeirra. Fækkun embættanna hefur í för með sér neikvæð áhrif á mörg byggðarlög, þá helst utan höf- uðborgarsvæðisins. Ásamt því er augljóst að atvinnutæki- færum í fámennari byggðum fækkar, en það er gömul saga og ný að opinber störf hverfi af landsbyggðinni í óþökk íbúa. Boðað hefur verið að með þessu verði störf- um og verkefnum sýslumanna fjölgað, sem er af hinu góða, enda höfum við í Framsókn verið ötulir talsmenn fjölgunar opinberra starfa á landsbyggðinni. Það færi betur á því að halda sýslumönnum og núverandi um- dæmamörkum og færa þau störf sem áætlanir eru upp um að flytja í kjölfar breytinganna til núverandi embætta og þar með styrkja þær mikilvægu stjórnsýslueiningar sem sýslumannsembættin eru í dag. Fækkun sýslumannsembætta þvert yfir landið mun ekki verða með mínu samþykki. Hún fer gegn þeim markmiðum sem sett voru fram í stjórnarsáttmála Fram- sóknar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Fækkunin yrði mikið högg innan ým- issa byggða þvert yfir landið. Rökin fyrir henni halda ekki vatni eins og staðan er í dag. Eftir Stefán Vagn Stefánsson » Fækkun sýslumanns- embætta þvert yfir landið mun ekki verða með mínu samþykki. Stefán Vagn Stefánsson Höfundur er þingmaður Framsóknar. Sýslumönnum skal ekki fækka Stríðið í Úkraínu hefur varað í rúman mánuð. Afleiðingarnar birtast okkur á degi hverjum, með myndum af mannfalli almennra borgara. Milljónir flóttamanna eru á ver- gangi, heilu íbúða- hverfin hafa verið jöfn- uð við jörðu, ungar fjölskyldur eru að- skildar – allt eru þetta birtingarmyndir mis- kunnarlauss stríðs í Evrópu, sem flest okk- ar þekkja einungis úr sögubókum. Við finn- um fyrir afleiðingum stríðsins á hverjum degi; verð á bensín, mat, kambstáli og nikkel hefur hækkað verulega. Þessar hækkanir þýða að verðbólga eykst og neysla og hagvöxtur munu minnka. Lífskjör á heimsvísu rýrna! Þess má geta að Rússland og Úkra- ína framleiða 26% af hveiti, 16% af korni, 30% af byggi og 80% af sól- blómaolíu. Ljóst er hagkerfi verald- arinnar munu finna fyrir miklum skorti á framleiðslu á þessum afurðum og því miður munu fátækustu lönd heimsins líklega finna enn meira fyrir þessu. Þörf á samstilltum aðgerðum á heimsvísu Það eru blikur á lofti og eftirspurnarkreppa gæti myndast vegna verðhækkana. Þessi þróun þarf ekki að raungerast ef efna- hagsstjórnin er skyn- söm. Til að kljást við Kremlar-ógnina verða leiðandi hagkerfi heimsins að stilla sam- an aðgerðir sínar sem miða að því að vera minna háð orkufram- leiðslu Rússlands. Í hagsögunni eru dæmi eru miklar hækkanir á olíu, til dæm- is eftir Yom Kippur-stríðið 1973 og írönsku byltinguna 1979 og svo þær hækkanir olíuverðs sem áttu sér stað 2010-2011 eftir fjármálakrepp- una 2008. Áhrif þessara hækkana á heimshagkerfið voru þó gjörólík. Fyrri hækkanir höfðu mikil áhrif og urðu til þess að verulega hægðist á alþjóðahagkerfinu en þær seinni gerðu það ekki. Hver er þá mun- urinn? Tímamótarannsókn Bernankes, Gertlers og Watsons Árið 1997 birtu Bernanke, Gertler og Watson tímamótahagrannsókn sem fjallaði um áhrif hækkunar olíu- verðs á bandaríska hagkerfið. Nið- urstaða þeirra var að efnahags- kreppa raungerðist ekki vegna þess að olíuverð væri að hækka, heldur vegna þess að seðlabankinn hefði áhyggjur af víxlverkun launa og verðlags, og hækkuðu því stýrivexti mikið sem viðbrögð við hækkun olíu- verðs. Paul Krugman hefur nýlega bent á muninn á því hvað gerðist eft- ir olíuáfallið á 8. áratugnum annars vegar og hins vegar eftir fjár- málakreppuna 2008 þegar Bernanke var við stjórnvölinn hjá bandaríska seðlabankanum og hélt aftur af vaxtahækkunum þrátt fyrir áköll um annað. Það ber þó að hafa bak við eyrað að aðstæður á hagkerfum heimsins eru ólíkar á hverjum tíma og þurfa viðbrögð stjórnvalda að taka mið af því. Við höfum lært af reynslunni að birtingarmyndir efna- hagsáfalla eru ólíkar. Það er ljóst að verðbólga er stórskaðleg öllum hag- kerfum og í ljósi verðhækkana und- anfarinna mánaða er ekki að undra að vaxtahækkunarferlið sé hafið víða um heim. Það er þó afar brýnt að þær efnahagsþrengingar sem eru í vændum verði ekki of miklar og seðlabankar bregðist ekki of hart við. Í því sambandi er mikilvægt að samræmis sé gætt í stefnumörkun hins opinbera. Af þeim sökum er mikilvægt að hið opinbera gangi í takt og styðji við peningastefnuna, t.d. í ríkisfjármálum. Horfurnar á Íslandi Hnökrar í alþjóðaviðskiptum hafa hægt á endurreisninni í kjölfar Co- vid. Óverjanleg innrás Rússa í Úkra- ínu eykur enn á líkur þess að það hægi á hagvexti. Hrávöruverð hækkar mikið á alþjóðamörkuðum og því mun verðbólga aukast í kjöl- farið. Það verður áfram óvissa um þróunina meðan stríðið varir. Óljóst er þó hvaða áhrif stríðið hefur á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins, þ.e. lík- legt er að viðskiptakjör rýrni vegna hækkandi verðbólgu en á móti kem- ur að ferðaþjónustan virðist enn standa sterkt. Því ætti gengi krón- unnar að haldast stöðugt að öllu öðru óbreyttu. Íslendingar þurfa ekki að leita í sögubækurnar til að kynna sér áhrif verðbólgu á heimilin. Stóra málið í efnahagsstjórninni hér á landi er að halda verðbólgunni í skefjum. Það er mjög sorglegt að horfa upp á að helmingurinn af 6,2% verðbólgunni á Íslandi er vegna mik- illar hækkunar húsnæðisverðs á höf- uðborgarsvæðinu. 22,4% hækkun mælist nú á höfuðborgarsvæðinu! Hér er ekki gengið í takt til stuðn- ings baráttunni gegn verðbólgunni! Það verður að auka framboð hag- kvæmra lóða og fara í stórátak í hús- næðismálum ef þetta á ekki að enda með efnahagslegu stórslysi, því er afar gott að skipulagsmálin séu komin í innviðaráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannssonar! Það hafa orðið ótrúlegar breyt- ingar í heiminum á einum mánuði og óvissan verður áfram ríkjandi á meðan stríðið varir og jafnvel leng- ur. Það er auðvitað hryllileg til- hugsun að heimurinn sé jafn- brothættur og raun ber vitni. Brýnast fyrir hagstjórnina bæði á heimsvísu og hér innanlands er að fara í aðgerðir sem miða að því að draga úr verðbólguþrýstingi og styðja Seðlabanka Íslands í sinni vegferð. Eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur » Það hafa orð- ið ótrúlegar breytingar í heiminum á ein- um mánuði og óvissan verður áfram ríkjandi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Höfundur er viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar. Pútín-efnahagskreppan! Hversu stór?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.