Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Hvannavellir 14 - 600 Akureyri - Sími: 461 4010
i á norðurlandi
Kaupvangsstræti 4 • 600 Akureyri
Norðurþing
Staðsetning, helstu staðreyndir og kosningaúrslit
Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum
Kosið var 26. maí 2018
Kjörskrá:
Atkvæði:
Kjörsókn:
2.115
1.584
78%
E
ÍBÚAR
3.041
AFGANGUR*
-64 m.kr.
HEILDARSKULDIR*
7,6 ma.kr.
SKULDAHLUTFALL**
2021: 137%
2024: 131%
KYNJASKIPTING ALDURSSKIPTING
ÍBÚAR 18 ÁRA & ELDRI
2.444
FLATARMÁL
3.723 km²
53%
Karlar
Konur
47%
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Vinstri græn mynda meirihluta
Sveitarstjóri: Kristján Þór Magnússon (D)
Forseti sveitarstjórnar: Aldey Unnar Traustadóttir (V)
*Áætlanir um A- og B-hluta 2022 **Áætlanir um A- og B hluta.
0
100
200
300
400
500
600
700
800
> 7051-7031-5018-30< 18
■ B Framsókn 26,4% 3
■ D Sjálfstæðisf. 30,1% 3
■ E Samfélagið 14,1% 1
■ S Samfylking 14,4% 1
■ V Vinstri græn 15,0% 1
Húsavík●
Kópasker●
● Raufarhöfn
Skjálfandi
Öxa
rfjör
ður
Þistil-
fjörður
Flatey
Kelduhverfi
•Dettifoss
Melrakka-
slétta
Reykja-
hverfi
La
ng
an
es
Norðurþing er eitt af stærri sveitarfélögum á Íslandi og varð til við sameiningu Húsa-
víkurbæjar, Öxarfjarðarhrepps, Raufarhafnarhrepps og Kelduneshrepps í Þingeyjar-
sýslum árið 2006. Húsavík er langstærsti byggðakjarninn, en auk hennar er þéttbýli í
Raufarhöfn og Kópaskeri, en nokkur fjöldi í dreibýli í Kelduhverfi og Reykjahverfi.
Jökulsá
á
fj
öllu
m
DAGMÁL
Andrés Magnússon
Stefán Einar Stefánsson
Verulegar breytingar eru fyr-
irsjáanlegar í sveitarstjórn Norð-
urþings, því útlit er fyrir að aðeins
þrír af þeim, sem tóku sæti í sveit-
arstjórn í upphafi þessa kjör-
tímabils, ætlu að halda áfram.
Blaðamenn Morgunblaðsins hittu
fulltrúa Framsóknar, Samfylkingar
og Sjálfstæðisflokks á Húsavík á
dögunum og fóru yfir ástand og
horfur í stjórnmálunum þar.
Líkt og rakið er vinstra megin á
opnunni renna Sjálfstæðisflokkur og
E-listi að mestu saman fyrir kosn-
ingarnar og verður oddviti E-lista
oddviti sjálfstæðismanna. Hvort
sjálfstæðismenn fá fylgi E-listans að
mestu leyti í sveitarstjórnarkosn-
ingum á svo eftir að koma í ljós, en í
einhverjum hornum er skrafað um
að hugsanlega komi fram nýtt fram-
boð, að einhverju leyti skipað E-
listafólki í bland við stuðningsmenn
Miðflokks. Allt er það þó óstaðfest.
Mikil starfsmannavelta
„Þetta er nokkuð sérstök staða.
Oddviti E-listans er farinn, tveir
hættir hjá Sjálfstæðisflokknum,
oddviti Samfylkingarinnar farinn,
og forseti bæjarstjórnar var í 9. sæti
hjá Vinstri grænum,“ bendir fram-
sóknarmaðurinn Hjálmar Bogi Haf-
liðason á. Það sé mikil starfs-
mannavelta og hún hafi áhrif.
Benóný Valur Jakobsson hjá
Samfylkingu tekur undir þetta og
segir full ástæðu til þess að hafa
áhyggjur af svo örum mannaskipt-
um í sveitarstjórn, stofnanaminnið
minnki og óvant fólk þurfi tíma til
þess að komast inn í starfið. „Það
þolir enginn vinnustaður að skipta
um 60% af mannskapnum á fjög-
urra ára fresti.“ Það sé raunar ekki
aðeins umhugsunarefni í Norð-
urþingi, það eigi við víðar um land-
ið.
Helena Eydís Ingólfsdóttir í
Sjálfstæðisflokki er sama sinnis, en
minnir á að í mannheimum verði
ekki við allt ráðið. Hjá sveit-
arstjórnarmönnum í Norðurþingi
hafi í mörgum tilvikum orðið breyt-
ingar á persónulegum högum, sem
hafi orðið þessa valdandi. Hitt sé
rétt, að fram hafi komið gagnrýni á
sveitarstjórann, jafnvel frá sam-
starfsflokkum, en að sé ekki óeðli-
legt að skiptar skoðanir séu á for-
gangsröð og aðferð stjórnenda.
Benóný segir að sú gagnrýni hafi
verið rædd meðal Samfylking-
armanna og þeir hafi alls ekki tekið
undir hana. „Heilt yfir höfum við
verið ánægðir með hans störf.“
Sveitarstjórnarmennirnir þrír
eru almennt sáttir við atvinnu-
ástandið í sveitarfélaginu. Atvinnu-
lífið sé orðið mun fjölbreyttara en
áður, hafi fleiri stoðir og standi
sterkar. Þar sé ferðaþjónustan fyr-
irferðarmest, en upp á síðkastið
hafi nýsköpun rutt sér til rúms,
störf án staðsetningar og ýmislegt
nýjabrum annað, sem auðgi bæði at-
vinnulíf og mannlíf.
Það hafi einnig áhrif á tækifæri í
sveitarfélaginu og hugmyndir fólks
um þau, meðal annars þannig að því
haldist betur á unga fólkinu.
Það sé frekar að það vanti fólk til
nýrra starfa, þótt vissulega sé það
nokkuð misjafnt eftir stöðum. Það
hefur aftur áhrif á húsnæðismálin,
sem séu eilítið þröng eins og er, en
muni reyna talsvert á ef það verður
að ýmsum stærri verkefnum í at-
vinnulífi.
Þjónustan áskorun
Helstu áskoranir sveitarfélagsins
segja fulltrúarnir felast í þjónustu
við íbúa. Þar ræði um margvísleg
verkefni sem sveitarfélagið hafi með
höndum, en skortir fjármögnun til
þess að sinna sem skyldi. Það eigi
við um velflest sveitarfélög önnur,
en sé erfiðara þar sem um er að
ræða mjög smáa þéttbýliskjarna og
mikið dreifbýli. Það sé vandi sem
verði ekki leystur í sveitarstjórninni,
heldur í samstarfi við ríkisvaldið.
Þetta getur átt við fleiri þjónustu
en þá, sem hið opinbera annast.
Þannig er kvartað undan því á
Húsavík að verslunin þar sé ekki að-
eins dýr, heldur vanti þar iðulega
vöru í hillurnar.Hvort það sé á færi
eða í verkahring sveitarstjórn-
armanna að laga það er önnur saga
og skiptar skoðanir um.
Viðtalið allt og fleiri slík má finna
í Kosningahlaðvarpi Dagmála á
mbl.is/hladvarp/
Morgunblaðið/Brynjólfur Löve
Kosningahlaðvarp Benóný Valur Jakobsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Helena Eydís Ingólfsdóttir.
Í sókn og vörn í víð-
feðmu sveitarfélagi
- Atvinnuuppbygging og húsnæðismál efst á baugi