Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Skrifstofa samgöngustjóra og borgarhönnunar vinnur nú að gerð tillögu um umferðaröryggisaðgerðir ársins 2022. Þörf á bættum göngu- þverunum í Hverfisgötu er nú þegar skráð í vinnugrunn umferðarörygg- isaðgerða borgarinnar en í grunninn eru nú skráðir á um fjórða hundrað staðir þar sem þörf er á umferðar- öryggisaðgerðum. Ekki liggur fyrir hvaða aðgerðir verður farið í að svo stöddu.“ Þetta kemur fram í svari sam- göngustjóra Reykjavíkur við fyrir- spurn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um umferðaröryggismál á Hverfis- götu. Í svari samgöngustjórans kem- ur fram að á hverju ári hafi um- hverfis- og skipulagssvið borg- arinnar ákveðið fjármagn sem ætlað er í umferðaröryggisaðgerðir en ekki sé raunhæft að ná að lagfæra alla hættustaði á einu ári sökum umfangs og kostnaðar. Því sé nauð- synlegur hluti vinnunnar að for- gangsraða aðgerðum og reyna að hámarka árangur í að fyrirbyggja alvarleg slys í samræmi við stefnu borgarinnar. Við það mat sé höfð til hlið- sjónar slysasaga, gönguleiðir skóla- barna, staðsetningar skóla og íþróttasvæða og annarra tóm- stunda, umferðarhraði og aðstæður, auk annarra þátta, eins og fyrirhug- aðra framkvæmda. Samgöngustjóri bendir á að árið 2021 voru gerðar tvær nýjar gangbrautir á Hverfis- götu, annars vegar við Frakkastíg og hins vegar við Barónsstíg. Fyrir liggi að á næstu árum verði á Hverf- isgötu umtalsverðar framkvæmdir vegna borgarlínu og samhliða þeim verði unnið að bættu umferðar- öryggi við götuna. Brotahlutfall fremur lágt „Samkvæmt nýjustu gögnum (frá 2020) um umferðarhraða í Hverfisgötu er brotahlutfall fremur lágt eða um 7%. Sjálfsagt er þó að verða við þeirri beiðni ráðsins að framkvæma hraðamælingu í göt- unni og upplýsa ráðið um niður- stöðu hennar þegar hún liggur fyr- ir,“ segir samgöngustjórinn. Íbúaráð Miðborgar og Hlíða lagði fram fram svohljóðandi bókun á fundi sínum 22. mars sl.: „Íbúaráð Miðborgar og Hlíða ítrekar að fundin sé leið til að tryggja öryggi gangandi yfir Hverf- isgötuna. Hverfisgata er ein stærsta og þyngsta umferðaræðin í gegnum miðbæinn. Fyrir neðan Hverfisgötu búa börn sem sækja Austurbæjarskóla og þurfa að kom- ast yfir götuna á öruggan hátt. Þar er einnig Tónmenntaskóli Reykja- víkur á Lindargötu og talsvert af börnum sem labbar í hann frá skól- anum og frístund, við Vitastíg og Frakkastíg. Við óskum eftir hraða- mælingum og að fundin sé leið til að tryggja öryggi vegfarenda um göt- una.“ Ítreka óskir um bætt öryggi Morgunblaðið/Árni Sæberg Hverfisgatan Íbúar í nágrenninu hafa áhyggjur af öryggi vegfarenda, ekki síst skólabarna, sem sækja nám í Austurbæjarskóla og þurfa að fara yfir götuna. - Íbúaráð Miðborgar og Hlíða vill að fundin sé leið til að tryggja öryggi gang- andi yfir Hverfisgötuna - Á fjórða hundrað staðir þar sem þörf er á aðgerðum Allt um sjávarútveg B E R N H A R Ð L A X D A L Skipholti 29b • S: 551 4422 LAXDAL er í leiðinni • laxdal.is Klassískir frakkar Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Afar skiptar skoðanir eru á hvort leyfa á netverslun með áfengi að því er fram kemur í umsögnum við frum- varp Hildar Sverrisdóttur og fjög- urra meðflutningsmanna á Alþingi. Lagt er til í frumvarpinu að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) segja að með samþykkt frum- varpsins yrði tekið eðlilegt skref, og auknar líkur á að innlend verslun fái að þróast í samhengi við erlenda þró- un. Enginn vafi ríki á um heimildir erlendra vefverslana til að selja ís- lenskum neytendum áfengi og engar takmarkanir séu heldur á heimildum neytenda til þátttöku í slíkum við- skiptum. Slík netverslun virðist hafa dafnað á tímum heimsfaraldursins en einkaleyfi ÁTVR feli í sér skorður á atvinnufrelsi og það sé „undir há- þrýstingi um þessar mundir“. Landlæknir varar hins vegar við afleiðingum þess að veita undanþágu frá einkaleyfi ÁTVR og opna fyrir vefverslun með áfengi. Breytingarn- ar séu til þess fallnar að auka og auð- velda aðgengi að áfengi. „Samkvæmt niðurstöðum árlegrar vöktunar áhrifaþátta heilbrigðis árið 2021 féll tæpur fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skað- legt neyslumynstur áfengis eða svo- kallaða áhættudrykkju, 25% karla og 20% kvenna. Það eru um 30 þúsund karlar og 24 þúsund konur,“ segir í umsögn Landlæknis. Samtök iðnaðarins segja þörf á víðtækari endurskoðun, m.a. með því að aflétta auglýsingabanni því ís- lenskir framleiðendur sitji ekki við sama borð og erlendir áfengisfram- leiðendur. Í frumvarpinu komi og fram „að innlendir framleiðendur hafi í einhverjum tilvikum selt vörur sínar til erlendra vefverslana sem hafa selt vöruna aftur til íslenskra neytenda. Er því ljóst að víða er pottur brotinn í löggjöfinni varðandi smásölu á áfengi hér á landi og von- ast samtökin til að frumvarp þetta verði innlegg í þá umræðu.“ Gengur þvert á stefnu WHO Krabbameinsfélag höfuðborgar- svæðisins bendir aftur á móti á að áfengisdrykkja geti valdið a.m.k. sjö mismunandi krabbameinum og frumvarpið gangi þvert á stefnu Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um að vinna markvisst að því að draga úr heildarneyslu áfengis. „Félagið vill um leið varpa fram þeirri spurningu til þingmanna sem hugsa sér að samþykkja frumvarp þetta hvort næsta skref væri hjá þeim að samþykkja vefsölu tóbaks og nikótínvarnings?“ segir í umsögn fé- lagsins. Í umsögn Viðskiptaráðs er minnt á að í dag megi eingöngu erlend fyrir- tæki selja Íslendingum áfengi á net- inu og ótækt sé að innlendar vef- verslanir sitji ekki við sama borð og erlendar. Líklegar afleiðingar af samþykkt frumvarpsins yrðu þær eingöngu að selt magn flyttist frá er- lendri verslun til innlendrar og erfitt sé að fullyrða um aukningu í sölu. Samkeppniseftirlitið telur þörf á endurskoðun Samkeppniseftirlitið kveðst vera fylgjandi því að núgildandi fyrir- komulag við sölu áfengis verði endur- skoðað. Bendir eftirlitið á að miklar breytingar hafa átt sér stað á áfeng- issölu ÁTVR, sem starfræki jafn- framt netverslun í dag, án þess að mikil stefnumarkandi umræða hafi farið fram, hvorki um undirliggjandi lýðheilsumarkmið né áhrif á sam- keppni. Einkaleyfi „undir háþrýstingi“ - Skiptar skoðanir á hvort heimila eigi íslenska netverslun með áfengi - Framleið- endur selja vörur til erlendra vefverslana sem selja þær aftur til íslenskra neytenda Morgunblaðið/Heiddi Vínbúð Í frumvarpinu er lagt til að veitt verði undanþága frá einkaleyfi ÁTVR og heimilt að selja áfengi í vefverslunum til neytenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.