Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 „ÉG SKIL. ÞÚ VILT BORGA MÉR FYRIR AÐ „RÆÐA VIГ PABBA STRÁKSINS SEM LAMDI STRÁKINN ÞINN. ÉG VEIT BARA EKKI HVORT ÞETTA TELST SIÐLEGT.“ „ÉG BER MATINN FRAM UM LEIÐ OG REYKURINN MINNKAR.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar blómsveigur er dýrmætari en gull. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann EINU SINNI VAR KÖTTUR… SEM KNÚSAÐI BANGSANN SINN. ENDIR ÉG ELSKA SÖGUR SEM ENDA VEL TREYSTU MÉR, ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ FÁ NÆGA HREYFINGU! ÉG HÉLT AÐ ÞÚÆTLAÐIR AÐ SEGJA MÉR AÐ HREYFA MIG MEIRA! DREKKTU ÁTTA GLÖS AF VATNI FYRIR SVEFNINN! HVERNIG GET ÉG LÉTT MIG, LÆKNIR? um og nefndum í sveitarstjórnar- málum. „Ég er nokkuð ánægður með minn feril og hef kynnst ótrúlegum fjölda fólks um ævina. Störfin hafa verið þannig að maður hefur þurft að fara á hina og þessa fundi en ég hef aldrei farið í sólarlandaferð. Ég hef þó farið í bændaferðir til Kanada og Banda- ríkjanna. Ég fór líka dagsferð til Kúlúsúk á Grænlandi fyrir rúmum 50 árum eftir hafa unnið í spurn- ingakeppni en ferðin var í vinning fyrir okkur liðsfélagana. Ég hef líka komið til Færeyja og farið tvær borgarferðir til Evrópu. Svo hef ég verið duglegur að ferðast innan- lands.“ Fjölskylda Dagur kvæntist 31.12. 1975 Þór- hildi Sigurðardóttur, f. 27.4. 1944, hússtjórnarkennara. Þau skildu 1992. Þórhildur er dóttir hjónanna Sigurðar Guttormssonar, bónda á Hallormsstað, og Arnþrúðar Gunn- laugsdóttur frá Eiði á Langanesi. Börn Dags og Þórhildar eru: 1) Jóhannes, f. 25.11. 1975, dósent við Listaháskóla Íslands, búsettur í Reykjavík; 2) Arnþrúður, f. 1.4. 1977, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga, búsett í Mývatnssveit; 3) Sigurlaug, f. 29.l. 1982, þjóðfræð- ingur, búsett í Reykjavík. Stjúpbörn Dags, börn Þórhildar, eru Sigurður Örn, f. 30.3. 1961, bifvélavirki í Eyja- fjarðarsveit; Páll Ólafsson, f. 1.6. 1964, félagsráðgjafi, búsettur í Hafn- arfirði; Laufey Ólafsdóttir, f. 7.3. 1966, ferðaþjónustubóndi í Húsey; Egill Ólafsson, f. 21.4. 1967, leið- sögumaður, búsettur á Akureyri. Af- komendur Dags og Þórhildar eru 33. Systkini Dags: Hugi, f. 24.7. 1923, d. 22.9. 2015, brúarsmiður, bjó í Reykjavík; Snær, f. 10.11. 1925, d. 13.9. 2006, bókbindari og bóksali í Reykjavík; Heiður, f. 28.3. 1928, hús- móðir á Akureyri; Völundur, f. 23.8. 1930, d. 31.8. 2021, húsasmiður á Egilsstöðum; Hringur, f. 21.12. 1932, d. 17.7. 1996, listmálari í Reykjavík; Fríður, f. 29.1. 1935, d. 24.2. 2004, húsmóðir á Akureyri; Freyr, f. 18.8. 1941, tæknifræðingur í Reykjavík. Foreldrar Dags voru hjónin Jóhannes Friðlaugsson, f. 29.9. 1882, d. 16.9. 1955, kennari, bóndi og rit- höfundur í Haga í Aðaldal, og Jóna Jakobsdóttir, f. 8.l. 1904, d. 11.4. 1983, húsfreyja í Haga. Dagur Jóhannesson Jóna Andrésdóttir húsfreyja, frá Fagranesi í Aðaldal Jónas Sigurðsson bóndi á Hrauni í Aðaldal Sesselja Jónasdóttir húsfreyja í Nesi í Aðaldal Jakob Þorgrímsson bóndi í Nesi í Aðaldal Jóna Jakobsdóttir húsfreyja í Haga Hólmfríður Jónsdóttir húsfreyja, frá Hafralæk Þorgrímur Pétursson bóndi í Nesi í Aðaldal Helga Sæmundsdóttir húsfreyja, frá Arndísarstöðum í Bárðardal Jósef Þórarinsson bóndi á Jarlsstöðum í Bárðardal Sigurlaug Jósefsdóttir húsfreyja á Hafralæk í Aðaldal Friðlaugur Jónsson bóndi á Hafralæk Hólmfríður Indriðadóttir skáldkona og húsfreyja, frá Þverá í Reykjahverfi Jón Jónsson bóndi á Hólmavaði í Aðaldal og Hafralæk Ætt Dags Jóhannessonar Jóhannes Friðlaugsson kennari, bóndi og rithöfundur í Haga í Aðaldal Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Götuheiti hér mun vera. Hiklaust fer ég veginn þann. Afglöp mörg, sem aular gera. Einnig hrekkur vera kann. Guðrún B. svarar: Strikið í Höfn er markaðsmennt, en mínu held þar striki. Líka asnastrikunum pakka pent, en prakkarastrikunum flíka. „Lausnin vill fá að vera svona þessa vikuna,“ segir Helgi R. Ein- arsson: Um Strikið í Köben stika má, þar strikið taka til og frá. Prakkarastrik ei pollar spara. Píratar yfir strikið fara. Sigmar Ingason svarar: Að stjákla um á Strikinu er gaman strikið þangað taka oft margir saman Aularnir við asnastrikin ekki sýna hik. Oft er slæmur hrekkur bara prakkarastrik. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una svona: Strikið borgarstræti er. Strikið tek ég út þann veg. Asnastrikum fjölga fer. Framið skammarstrik hef ég. Þá er limra: Í gær fór hann Stebbi’ yfir strikið, menn stundum sér ætla fullmikið, það hryggir mig, að hann hljóp á sig og hálsbraut sig fyrir vikið. Síðan er ný gáta eftir Guðmund: Geisa stríð í heimi hér, harðindi og veirufár, ekkert fær þó aftrað mér og auðvitað er gátan klár: Bærist hún í brjósti manns. Belgingur er hér til sanns. Mun svo tróna á mæni ranns. Munnur litla barnungans. Lausn Helga fylgdu þessar stök- ur: Spegilmyndin Spegilmyndin af mér er einföld: Saklaus gæi sem er bæði þrjóskur þver, en þykist vera í lagi. Mig þó er ei sjón að sjá, sýnilega að lækka á meðan nef og eyrun á mér eru víst að stækka. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Það verður að halda sínu striki Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is V efu ppboð n r.59 7 26. mars - 11. apríl Lo ui sa M at tí h as dó tt ir Forsýning á verkunum opnar laugardaginn 26. mars, kl. 14 í Gallerí Fold VEFUPPBOÐ ÚR EINKASAFNI ANTHONY J. HARDY á uppboð.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.