Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 45
MENNING 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Úrslitakeppni Vox Domini- söngkeppninnar, sem haldin er á vegum Félags íslenskra söngkenn- ara, fer fram á morgun, sunnu- dag, kl. 19.30. Söngnemendur og söngvarar á framhaldsstigi, há- skólastigi og í opnum flokki keppa um verðlaunin Rödd ársins, 1., 2. og 3. verðlaun í hverjum flokki fyrir sig, áhorfendaverðlaun og verðlaun fyrir framúrskarandi flutning á lagi eftir tónskáld keppninnar, sem í ár er Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Hver flytjandi flytur eitt söng- lag, eitt verk eftir Hreiðar Inga og eina aríu. Dómnefnd úr- slitakeppninnar er skipuð Elsu Waage, Jóni Þorsteinssyni, Mirian Khukhunaishvili, Oddi Arnþóri Jónssyni og Þóru Einarsdóttur, sem jafnframt er formaður dóm- nefndar og formaður FÍS. Úrslitin ráðast í keppninni Vox Domini Morgunblaðið/Eggert Dómari Þóra Einarsdóttir sópran er for- maður dómnefndar í Vox Domini. Kammerkór Reykjavíkur fagnar 20 ára afmæli og af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar þar sem þekktum kórum og einsöngvurum verður boðið til samsöngs í Sel- tjarnarneskirkju á morgun, sunnu- dag, klukkan 16. Á efnisskránni eru gaman- söngvar, einsöngslög, kórlög og dúettar eftir Sigurð Bragason, stjórnanda Kammerkórs Reykja- víkur. Tónleikarnir eru tileinkaðir Úkraínu. Gestasöngvarar á tónleikunum verða Gissur Páll Gissurarson ten- ór, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópr- an og Ragnar Árni Sigurðarson tenór og gestakórar verða Söng- fjelagið, Kór Laugarneskirkju, Kammerkór Seltjarnarneskirkju og Árnesingakórinn í Reykjavík. Nokkrir söngvarar úr kórunum munu einnig syngja einsöng. Helgi Bjarnason, Jón Sigurðsson og Elísabet Þórðardóttir leika undir. Kammerkór Reykjavíkur tuttugu ára Kórstjórinn Flutt verða verk eftir Sigurð Bragason, sem stýrir Kammerkórnum. H vað eiga tröll, mann- eskjur, álfar og ofur- hetjur sameiginlegt? Öll eru þau persónur í nýju leikriti Sigrúnar Eldjárn sem nefnist Umskiptingur og frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu um liðna helgi sam- tímis því sem sagan kom út á bók. Á löngum höfundarferli hefur Sigrún verið ötul við að bræða saman nútíð og fortíð á skapandi og fræðandi hátt en einnig hið yfirnáttúrulega og vís- indin. Óhætt er að segja að leikritið Umskiptingur sameini alla þessa þætti, en leikritið var valið úr um 150 leikverkum sem bárust þegar Þjóð- leikhúsið kallaði eftir leikritum og hugmyndum að leikritum fyrir börn. Líkt og titill verksins gefur til kynna leikur Sigrún sér hér með minnið um umskiptinga úr þjóðsög- unum, en orðið hefur verið haft um börn sem byrja skyndilega að hegða sér illa, hrína og eru óstýrilát. Sam- kvæmt gamalli íslenskri þjóðtrú stafaði breytingin af því að álfafólk nam á brott mennskt smábarn sem skilið hafði verið eftir eftirlitslaust og skildi í staðinn eftir álfakarl sem brá sér í líki mennska barnsins. Helsta húsráðið til að losna við umskiptinginn var að hýða hann duglega, því þá trúði fólk því að álf- konan skilaði mennska barninu til að bjarga álfakarlinum frá ofbeldinu. Í verki Sigrúnar eru sem betur fer engar barsmíðar og umskiptin verða fyrir tilstuðlan trölla en ekki álfa. Í upphafi verks eru áhorfendur kynntir fyrir mannabörnunum Bellu (Katla Líf Drífu-Louisdóttir) og Sævari (Arnaldur Halldórsson) sem láta tímann líða í berjamó nálægt sumarbústaðnum meðan foreldrar þeirra skreppa í fjallgöngu án barna. Sævari hefur greinilega verið falið að gæta yngri systurinnar. Hún er afar málglöð, sem fer í taugarnar á Sævari sem vill njóta náttúrunnar í friði og ró. Fjótlega eftir kynningu systkinanna verður þeim sundur- orða þar sem honum finnst hún vera of mikill fýlupúki og Bella ákveður að fela sig fyrir Sævari, þegar hann bregður sér aðeins frá, en sofnar í náttúrunni. Næst erum við kynnt fyrir trölla- mæðginunum Viktoríu Sigríði (Arndís Hrönn Egilsdóttir) og Steina (Auðunn Sölvi Hugason). Þrátt fyrir ófrýnilegt útlit lætur Viktoría sig dreyma um fegurð og æðri listir. Hún lætur hávaðann og ærslin í lífsglöðum tröllabörnum sín- um fara í taugarnar á sér og þegar hún fær nóg af öllum ljótleikanum í hellinum fer hún út í náttúruna í leit að ró og fegurð. Þar rekst hún á Bellu sofandi og telur sig aldrei hafa séð eins mikla fegurð. Hún stenst því ekki mátið og rænir Bellu en skilur Steina son sinn, sem sofnað hafði á bakinu á henni, eftir. Þegar Sævar snýr aftur finnur hann hvergi Bellu heldur Steina, sem saknar mömmu sinnar og ratar ekki heim. En þegar neyðin er stærst er hjálpin oftast næst. Ofurhetjufjölskylda sem saman- stendur af Ofur-pabba (Hjalti Rúnar Jónsson) og börnnum hans Ofur-Sól (Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir) og Ofur-Mána (Andri Páll Guðmunds- son) heyrir og svarar neyðarkalli Sævars og Steina, enda tilgangur fjölskyldunnar að leysa úr hvers manns vanda. Við tekur heilmikið ævintýri og þrautir sem þarf að leysa áður en allt að lokum fer vel og fjölskyldur eru sameinaðar á ný. Litla sviðinu (áður Kúlan) á neðri hæð húss Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu hefur verið umbylt fyrir sýninguna. Í stað þess að leika í mjórri enda rýmisins, líkt og gert hefur verið síðustu árin, hefur saln- um verið snúið um 90 gráður þannig að leikið er á langveginn. Það hentar Umskiptingi afskaplega vel þar sem stökkva þarf hratt og hnökralaust milli ólíkra heima. Að sama skapi verður nálægð áhorfenda við leik- endur enn meiri en áður þar sem nú er aðeins setið á fjórum bekkjum í stað um á annan tug. Vandasamt getur verið að lýsa svo grunnt leik- rými, en Jóhann Friðrik Ágústsson leysir það frábærlega. Sara Martí Guðmundsdóttir leik- stjóri nýtir leikrýmið til hins ýtrasta, en hluti persóna er með hugvits- samlegum hætti staðsettur á efri brún leikmyndarinnar sem skapar aukna vídd í rýmið. Persónusköpun er skýr og orkan góð hvort heldur er í leik eða söng- og dansatriðum þar sem Rebecca Hidalgo semur sviðs- hreyfingar. Tónlist Ragnhildar Gísladóttur skapar afgerandi hljóð- ræn einkenni fyrir hvern hóp, þ.e. manneskjur, tröll, álfa og ofurhetjur. Sjónræn umgjörð Snorra Freys Hilmarssonar þjónar uppfærslunni mjög vel. Stuðlabergsáferðin á bak- veggnum virkar vel hvort sem per- sónur eru staðsettar í hellinum eða úti í guðs grænni náttúrunni og leynihleri kom skemmtilega á óvart. Búningar eru nýttir vel til að skapa skýran sjónrænan mun milli hópa, þar sem mannabörnin eru í nátt- úrulitum, tröllin klædd ullarfatnaði skreyttum gæruskinni, álfarnir í svart/hvítum sparifötum prýddum blómum, meðan ofurfjölskyldan klæðist grunnlitunum þremur í glansandi göllum með nóg af glimm- eri. Við persónugalleríið bætist síðan hvítklædd pylsugerðarkona (Arndís Hrönn Egilsdóttir) í örstuttri senu. Brúður eru nýttar með skemmti- legum hætti til að fjölga í persónu- galleríinu. Tveir fullorðnir leikarar taka þátt í sýningunni, þau Arndís og Hjalti, en leikhópurinn er að öðru leyti skip- aður fólki á aldrinum tíu til tuttugu ára. Þau standa sig með prýði og gera persónum sínum góð skil. Tröll- skessan Viktoría Sigríður er sú per- sóna verksins sem fer í lengsta til- finningalega ferðalagið, frá því að halda að grasið sé grænna hinum megin með þeim afleðingum að hún ruglar saman fegurð og ást, yfir í að skilja að ekki er allt gull sem glóir. Fegurð lífsins felst í því að kunna að meta hjartahlýju í stað þess að ein- blína á það að yfirborðið sé full- komið. Arndís nær með hlýrri nær- veru sinni og kómískum tíma- setningum að miðla raunum tröll- skessunnar. Á sama tíma gefur Hjalti í hlutverki sínu sem Ofur- pabbi ungum áhorfendum kærkomið tækifæri til að hlæja að foreldri sem telur sig vita allt best í samskiptum við aðra. Umskiptingur er skemmti- legt verk í framúrskarandi útfærslu sem veltir upp mikilvægum spurn- ingum sem gott er að skoða. Grasið er ekki grænna hinum megin Ljósmynd/Jorri Skemmtilegt „Umskiptingur er skemmtilegt verk í framúrskarandi útfærslu sem veltir upp mikilvægum spurningum sem gott er að skoða,“ segir um leikrit Sigrúnar Eldjárn í leikstjórn Söru Martí Guðmundsdóttur. Þjóðleikhúsið Umskiptingur bbbbn Eftir Sigrúnu Eldjárn. Leikstjórn: Sara Martí Guðmundsdóttir. Leikmynd, bún- ingar og brúður: Snorri Freyr Hilmars- son. Tónlist og tónlistarstjórn: Ragn- hildur Gísladóttir. Söngtextar: Sigrún Eldjárn, Sara Martí Guðmundsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir. Hljóðhönnun. Kristján Sigmundur Einarsson og Ragn- hildur Gísladóttir. Lýsing: Jóhann Frið- rik Ágústsson. Sviðshreyfingar: Rebecca Hidalgo. Leikarar: Andri Páll Guðmundsson, Arnaldur Halldórsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Auðunn Sölvi Hugason, Hjalti Rúnar Jónsson, Katla Líf Drífu-Louisdóttir og Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir. Frumsýning á Litla sviðinu í Kassa Þjóðleikhússins laugar- daginn 19. mars 2022. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.