Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ljóst er að Reykjavík hefur ekki sambærilega inniaðstöðu í knatt- spyrnu til að bjóða íþróttafélögum sínum eins og nágrannasveitar- félögin. Um það bil fjór- til sexfalt fleiri iðkendur í Reykjavík eru á hvert knatthús en í hinum sveitar- félögunum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er niðurstaða vinnuhóps Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem skilaði skýrslu í janúar sl. Skýrslan var kynnt á síðasta fundi menningar-, íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur. Vinnuhóp- urinn fékk það verkefni að gera þarfagreiningu og framtíðarsýn vegna knatthúsa í Reykjavík. Bæti við litlum húsum Ef byggð yrðu fimm minni knatt- hús og eitt stórt í Reykjavík myndi það næstum duga til að jafna Kópavog. Það er því tillaga vinnu- hópsins að bæta við litlum knatt- húsum hjá flestum íþróttafélögum í Reykjavík sem hafa stórar knatt- spyrnudeildir, en einnig að bæta við einu stóru knatthúsi sem væri hægt að nota sem keppnisvöll og til að þjónusta vesturhluta Reykjavík- ur. Almennt er talað annars vegar um stór knatthús sem rúma knatt- spyrnuvöll í fullri stærð og minni knatthús sem gjarnan rúma hálfan völl. Húsin eru svokölluð fjölnota hús þar sem gert er ráð fyrir ann- arri notkun á þeim samhliða knatt- spyrnu t.d. fyrir frjálsíþróttir, klif- ur, göngubraut o.fl. Í Reykjavík er nú eitt stórt knatthús, Egilshöll, og eitt minna hús á félagssvæði ÍR. Samkvæmt samningi borgarinnar og Fram er áætlað að byggt verði minna knatthús á svæði félagsins í Úlfarsárdal og KR hefur fengið samþykkt að unnið verði að und- irbúningi þess að byggt verði fjöl- nota knatthús á svæði félagsins í Frostaskjóli. Rétt er að halda því til haga að þrátt fyrir að knatthús rúmi stóran knattspyrnuvöll er það ekki sjálf- krafa löglegt fyrir keppnisleiki. Til þess að uppfylla skilyrði um slíkt þarf lofthæð og áhorfendaaðstaða að vera nægjanleg. Einungis tvö hús á höfuðborgarsvæðinu, Egils- höll og Kórinn í Kópavogi, uppfylla þessar kröfur. Vinnuhópurinn safn- aði iðkendatölum hjá hverju félagi í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Auk þess var farið yfir hversu marga æfinga- og keppn- isvelli, bæði úti og inni, hvert félag nýtti fyrir iðkendur sína. Þessi skoðun leiddi í ljós gífur- legan mun eftir sveitarfélögum. Hafnarfjörður (FH) var með 673 iðkendur á hvert stórt knatthús og Reykjavík á hinum endanum með næstum sexfalt fleiri iðkendur á knatthús eða 3.976 iðkendur. Í Kópavogi þurfa 1.113 iðkendur að samnýta eitt knatthús og í Garða- bæ 983. Langt að fara fyrir marga „Kostir þess að auka við innan- hússaðstöðu í Reykjavík eru þá helst að komast úr erfiðum veður- aðstæðum og ná að halda skilvirk- ari æfingar og bjóða betri aðstöðu fyrir knattspyrnuiðkendur íþrótta- félaga. Auk þess eru næstu knatt- hús í mikilli fjarlægð frá æfinga- aðstöðu þeirra félaga sem ekki hafa þau við bæjardyrnar og því þurfa foreldrar eða íþróttafélög að sjá um akstur yngri flokkanna á æfingar. Þar má t.d. vekja athygli á því að KR er í 10 km fjarlægð frá knatt- húsi ÍR og 13,7 km frá Egilshöll,“ segir í skýrslu vinnuhópsins. Í hon- um sátu Steinn Halldórsson, Darri Mcmahon, Kjartan Freyr Ás- mundsson og Hrönn Svansdóttir, sem leiddi vinnu hópsins. Knatthús sárvantar í Reykjavík - Um það bil fjór- til sexfalt fleiri iðkendur í Reykjavík eru á hvert knatthús en í hinum sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu - Vinnuhópur ÍBR hvetur til uppbyggingar knatthúsa í borginni Morgunblaðið/Hari Egilshöll Eina knatthúsið í Reykjavík sem býður upp á aðstæður til knattspyrnuiðkunar sem standast allar kröfur. Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Ársfundur 2022 Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Ársfundur Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 27. apríl næstkomandi kl. 17.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskrá: 1. Venjuleg störf ársfundar skv. 6. gr. samþykkta sjóðsins 2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins 3. Önnur mál Vakin er athygli á að á fundinum fer fram kosning þriggja stjórnarmanna og jafnmargra varamanna og skulu tilkynningar um framboð vegna stjórnarkjörs, ásamt upplýsingum um starfsferil, berast skriflega til skrifstofu sjóðsins eigi síðar en tveimur vikum fyrir ársfund skv. 2. grein samþykkta sjóðsins. Nánari upplýsingar má finna á vef sjóðsins: www.lifbank.is Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og eiginkona hans, Eliza Reid, heiðruðu Langanesbyggð með komu sinni í fyrrdag og var þeim vel fagn- að. Þetta var fyrsta opinbera heim- sókn Guðna í töluverðan tíma því lít- ið var um ferðalög meðan hömlur voru á hvers kyns samkomum vegna veirufaraldursins. Forsetahjónanna beið nokkuð þétt dagskrá því heimsækja átti nokkrar stofnanir og fyrirtæki í bæj- arfélaginu.Eftir móttöku í hýsa- kynnum sveitarfélagsins var haldið í heimsóknir um bæinn; á leikskólann Barnaból, hjúkrunar- og dvalar- heimilið Naust og einnig í vinnslu Ís- félagsins. Hádegisverður var snæddur í mötuneyti Grunnskólans á Þórshöfn þar sem forsetahjónin spjölluðu við nemendur og var helsta umræðuefn- ið fótbolti, sem er mikið áhugamál ungmenna á Þórshöfn. Í skólanum beið forsetahjónanna m.a. það verk- efni að mála tvær vatnslitamyndir af leiðarljósum sjófarenda, Langanes- vita á Fonti og Digranesvita við Bakkaflóa. Allir nemendur fylgdust spenntir með og listrænir hæfileikar forsetahjónanna voru ótvíræðir. Einnig var íþróttamiðstöðin heim- sótt og loks var kaffisamsæti í fé- lagsheimilinu Þórsveri. Heimsókn- inni lauk síðan með kvöldverði á Bakkafirði, í boði sveitarfélagsins. Í gær heimsóttu Guðni og Eliza Vopn- firðinga. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Heimsókn Guðni og Eliza ásamt nemendum á leikskólanum Barnabóli. Kærkomin heimsókn í Langanesbyggð Teikning Forsetahjónin urðu að teikna vatnslitamyndir af leið- arljósum sjófarenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.