Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin,
Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes
Donald Trump, fyrrverandi forseti
Bandaríkjanna, hefur höfðað mál
gegn Hillary Clinton fyrrverandi
ráðherra, forystufólki í Demókrata-
flokknum, háttsettum embættis-
mönnum og fleirum. Skaðabóta-
málið gengur út á að forysta
Demókrataflokksins hafi sakað hann
um að spilla forsetakosningunum
2016 í samráði við rússnesk stjórn-
völd. Trump hefur kvartað undan
þeim málflutningi í ræðu og riti í
nokkur ár en fer nú dómstólaleiðina.
Trump og Hillary tókust sem
kunnugt er á í forsetakosningunum
árið 2016 og hafði Trump betur.
Hann náði ekki endurkjöri árið 2020
og tapaði þá fyrir Joe Biden núver-
andi forseta. „Í aðdraganda forseta-
kosninganna 2016 bjuggu Hillary
Clinton og fylgdarlið hennar til ótrú-
lega ósvífna fléttu, sem er móðgun
við lýðræðið,“ segir meðal annars í
kærunni, sem var lögð fyrir alríkis-
dómstól í Flórída.
Fyrrverandi forstjóri alríkis-
lögreglunnar kærður
Auk Clinton eru John Podesta,
kosningastjóri hennar í kosning-
unum 2016, og fyrrverandi forstjóri
bandarísku alríkislögreglunnar
FBI, James Comey, kærðir. Sama
má segja um Christopher Steel,
fyrrverandi leyniþjónustumann
Breta, sem lagði fram skjöl með
upplýsingum um Trump.
Margoft hafði Trump lýst því yfir
að skjölin væru fölsuð og New York
Times komst að þeirri niðurstöðu að
margar ásakanirnar í skjölunum
væru ekki byggðar á nægilega hald-
góðum sönnunargögnum.
Rússneskur greinandi, sem hafði
hönd í bagga með ritun skjalanna,
hefur verið ákærður í Bandaríkj-
unum fyrir að bera ljúgvitni hjá al-
ríkislögreglunni FBI við rannsókn
málsins.
Donald Trump fer fram á að
minnsta kosti 72 milljónir banda-
ríkjadala í skaðabætur.
Trump kærir
vegna Rússamáls
- Clinton í hópi þeirra sem eru kærðir
Donald
Trump
Hillary
Clinton
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
Nú þegar rúmur mánuður er liðinn
frá innrás Rússa í Úkraínu eru
möguleikar á breytingum. Neyðar-
fundur Atlantshafsbandalagsins á
fimmtudag sýndi að sambandsþjóð-
irnar og Evrópusambandið standa
þétt með Úkraínu og voru Rússar
fordæmdir. Kína var beðið um að
virða alþjóðalög þegar kemur að full-
veldi ríkja.
Í gær bárust fregnir frá Kreml um
að rússneski herinn myndi einbeita
sér að frelsun Donbas-héraða að-
skilnarsinna í austurhluta landsins. Í
sjónvarpsræðu í ríkissjónvarpi
Rússlands talaði hershöfðinginn
Sergei Rúdskoi um að 93% Luhansk-
héraðs væru undir stjórn Rússa og
54% Donetsk-héraðs. Einnig sagði
hann að Rússar hefðu eyðilagt meiri-
hluta loft- og sjóhers Úkraínu-
manna, en varaði Atlantshafsbanda-
lagið við öllum tilraunum til að hrófla
við lofthelgi yfir Úkraínu.
Margar borgir rústir einar
Ræðan gæti hafa markað ákveðin
tímamót að því leyti að það virðist
sem Rússar séu að draga úr umfangi
innrásarinnar, en margar borgir
Úkraínu eru nú rústir einar, eins og
Maríupol og Karkív, og spurning
hvort mikil samstaða Atlantshafs-
bandalagsríkjanna á fundinum á
fimmtudag leiki þar eitthvert hlut-
verk.
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti vinnur með Tyrkjum og
Grikklandi að mannúðaraðgerðum
fyrir Maríupol, en í gær var sagt að
líklega hefðu 300 manns látist í árás
Rússa á leikhús borgarinnar í síð-
ustu viku.
Joe Biden Bandaríkjaforseti fór til
Póllands eftir fundinn í Brussel og
hitti bandaríska hermenn þar sem
þeir eru að störfum nálægt landa-
mærum Úkraínu að aðstoða við
flóttamannastrauminn. Biden segir
Vladimír Pútín Rússlandsforseta
vera stríðsglæpamann og líkir árás-
inni á Úkraínu við fjöldamorð kín-
verskra stjórnvalda á Torgi hins
himneska friðar 1989.
Enn er barist í borginni Kerson í
suðurhluta Úkraínu en þar fór úkra-
ínski herinn í gagnsókn í gær og náði
yfirráðum yfir hluta borgarinnar, en
borgin var sú fyrsta sem Rússar
náðu alveg á vald sitt.
Loftárásir hafa haldið áfram og
yfirvöld í Kænugarði sögðu að árás
hefði verið gerð á borgina Vinnisía í
miðju landinu. Myndir sýndar á Te-
legram-samskiptamiðlinum sýndu
rústir í borginni, en ekki var vitað
hvort mannfall hefði orðið.
Sprengdu upp geymslu
Rússar sprengdu upp stærstu
eldsneytisgeymslu Úkraínumanna í
gær með Kalibr-stýriflaug sem skot-
ið var af herskipi. Eldsneytisgeymsl-
an var í borginni Kalínívka, nálægt
Kænugarði.
Ekkert virðist ganga í viðræðum
Úkraínu og Rússa og forsetinn Volo-
dimír Selenskí segir að Úkraínu-
menn muni ekki gefa neitt eftir. Far-
ið sé fram á stöðvun loftárásanna
fyrst og fremst.
Rússar að breyta um stefnu?
AFP/Fadel Senna
Kalínívka Rússneski herinn sprengdi upp stærstu eldsneytisgeymslu Úkraínumanna í borginni Kalínívka í gær.
AFP/Brendan Smíalovskí
Pólland Joe Biden Bandaríkjaforseti með forseta Póllands, Andrezej Duda,
á hervelli í Rzeszow í Póllandi, í 100 km fjarlægð frá landamærum Úkraínu.
- Samstaða NATO-ríkja og ræða sem gæti markað tímamót - Rússar einbeita sér að Donbas-héruðum
- Mannúðarmál í Maríupol - Biden segir Pútín stríðsglæpamann - Árás á eldsneytisbirgðageymslu
Joe Biden
forseti
Bandaríkj-
anna sagði
að Atlants-
hafs-
bandalagið
myndi svara
í sömu
mynt (e.
would trig-
ger a res-
ponse in kind), er hann var
spurður á blaðamannafundi á
fimmtudagskvöld, hvernig
brugðist yrði við ef Rússar
beittu efnavopnum í stríði
sínu í Úkraínu.
Þetta svar forsetans olli
nokkrum vangaveltum víða.
Ólíklegt þótti að hann ætti
þar við að NATO myndi grípa
til efnavopna, en þó mátti
skilja ummælin á þann veg.
Jake Sullivan, þjóðarörygg-
isráðgjafi Bandaríkjanna,
steig loks fram fyrir skjöldu í
gær og tók skýrt fram að
Bandaríkin ætluðu sér ekki að
beita efnavopnum undir
nokkrum kringumstæðum,
jafnvel þótt Rússar gerðu það.
Spurður hvort notkun efna-
vopna myndi samt sem áður
kalla á hernaðarviðbragð
Bandaríkjanna og banda-
manna þeirra, sagði forsetinn
svo á blaðamannafundi í gær:
„Þú ert að spyrja hvort
NATO myndi fara yfir – við
myndum taka þá ákvörðun á
þeim tíma.“
ÓLJÓS UMMÆLI
Joe Biden
Sagðist
myndu svara
í sömu mynt