Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mikið hefur
verið
gert úr
þeim efnahags-
þvingunum, sem
ákveðið hefur ver-
ið að beita Rússa eftir að þeir
réðust inn í Úkraínu. Enn er
þó opið fyrir þau viðskipti,
sem mest um vert er fyrir
Rússa að halda gangandi.
Meðan Rússar geta selt
jarðefnaeldsneyti eiga þeir
auðveldara með að halda
stríðsvél sinni gangandi.
Þjóðverjar eru þar helstu
viðskiptavinir Rússa. Áður en
átökin hófust keyptu þeir
þriðjung þeirrar olíu sem þeir
flytja inn, 45% af innfluttum
kolum og 55% af innfluttu gasi
af Rússum. Það er engin til-
viljun að Þjóðverjar eru svona
háðir Rússum um eldsneyti.
Þeir hafa beinlínis unnið að því
markvisst að gera sig háða
þeim.
Margir þrýsta nú á Þjóð-
verja um að hætta þessum við-
skiptum við Rússa og fara
Bandaríkjamenn þar fremstir
í flokki. Þessar raddir heyrast
líka í Þýskalandi og sagði Jo-
hannes Gauck, fyrrverandi
forseti landsins, að hætta ætti
þessum viðskiptum við Rússa
með öllu. Þjóðverjar ættu að
frjósa fyrir friðinn.
Þýska stjórnin er hins vegar
treg til að stíga svo
afdrifaríkt skref.
Olaf Scholz kansl-
ari sagði í tilkynn-
ingu fyrr í mán-
uðinum að ekki
væri hægt að tryggja Evrópu
orku með öðrum hætti að svo
stöddu.
Þjóðverjar eru búnir að
reikna út að verði lokað fyrir
orkuna frá Rússlandi myndi
skella á efnahagskreppa. Kór-
ónuveiran hefði lokað þjón-
ustugeiranum, en þessi kreppa
myndi bitna á hjarta þýsks
iðnaðar og leiða til þess að
landsframleiðsla myndi drag-
ast saman um allt að þrjá af
hundraði. Þá yrði dýrara að út-
vega orkuna. Það myndi hafa
áhrif á verðlag og jafnvel
draga úr samkeppnishæfni
þýskrar framleiðslu.
Þjóðverjar lýstu yfir því í
gær að þeir hygðust á næst-
unni draga verulega úr kaup-
um á orkugjöfum frá Rúss-
landi. Búið yrði að draga úr
kaupum á olíu um helming í
júní og alveg hætt að kaupa kol
í haust. Þeir ætla hins vegar að
taka rúm tvö ár í að skrúfa fyr-
ir gasið frá Rússlandi.
Þessi staða fer ekki fram hjá
ráðamönnum í Kreml. Nú vita
þeir líka hvaða frest þeir hafa
til að verða sér úti um nýja við-
skiptavini fyrir orkuna.
Orkan er akkillesar-
hællinn í aðgerðum
gegn Rússum}
Hverju skal fórnað?
Veðrið hefur nú
að miklu leyti
séð um að bjarga
því, sem borgaryf-
irvöldum var um
megn. Klaka-
bunkar og skaflar
hverfa nú hratt af götum borg-
arinnar og aftur er að verða
fært um íbúðagötur, sem
margar höfðu breyst í ein-
stefnugötur þótt ekki væru
þær skilgreindar þannig og
um tíma mátti vart komast um
nema á jeppum.
Hjá borginni virðist leiðar-
stefið vera að öll él birti um
síðir og það sé eins gott fyrir
borgarbúa að tileinka sér ein-
faldlega sama hugsunarhátt.
Borgin þarf ekki að ryðja
snjónum burt því að hann
bráðnar á endanum. Þeir sem
eiga erfitt með að komast leið-
ar sinnar geta bara beðið. Og
viti menn. Nú er snjórinn óð-
um að hverfa líkt og hann hefði
aldrei verið til staðar.
Undan snjónum kemur hins
vegar næsta verkefni borgar-
innar og þar hefur löngum
gætt sömu tregðu og gagnvart
sköflunum. Þegar snjórinn er
horfinn birtast möl
og skítur á götum,
gangstéttum og
hjólastígum. Í
stöku blómabeðum
má jafnvel sjá heilu
pústkerfin sem há-
ir klakakantar hafa séð um að
losa undan fólksbílum.
Óhreinindin á götum borg-
arinnar geta verið sérlega
hvimleið og þegar þungir bílar
eru á ferð geta þyrlast upp
heilu rykskýin og verið lengi að
setjast. Í rigningu verða göt-
urnar síðan eins og drullupoll-
ar. Við þessar aðstæður er lítil
ástæða til að þrífa bílinn því
hann verður jafnharðan drull-
ugur á ný. Þá getur fíngerð
mölin beinlínis verið hættuleg
þeim sem ferðast um á hjólum.
Óhreinindin búa ekki yfir
eiginleika íssins að geta horfið
af sjálfu sér. Í sumum borgum
er lögð áhersla á að hreinsa
götur reglulega. Í Reykjavík er
metnaðurinn ívið minni. Helsta
von borgarbúa þetta árið er að
brátt verði tekið til hendinni
vegna þess að kosningar eru í
vændum. En það er alls ekki
víst.
Óhreinindin búa
ekki yfir eiginleika
íssins að geta horfið
af sjálfu sér}
Ísbunkar og óhreinindi
S
igurður Ingi Jóhannsson innviða-
ráðherra vill ólmur halda áfram að
rannsaka möguleika á flugvall-
arstæði innanlandsflugs í Hvassa-
hrauni með tilheyrandi útgjöldum
fyrir ríkissjóð. Þetta vekur furðu enda nær
öllum ljóst að virkt gossvæði telst varla æski-
legur nágranni flugvallar.
Í Morgunblaðinu sl. miðvikudag var á leið-
araopnu ágæt frétt, unnin af Sigtryggi Sig-
tryggssyni blaðamanni, undir fyrirsögninni
„Hvassahraunsflugvöllur tilbúinn 2040?“ Í
greininni var rifjuð upp umræða sem fór fram
á Alþingi á dögunum að beiðni Björns Levís
Gunnarssonar þingmanns Pírata um rann-
sóknir á möguleikum á byggingu nýs flug-
vallar í Hvassahrauni.
Í þeirri umræðu var meðal annars tæpt á
skýrslu Rögnunefndarinnar svokölluðu sem kom út í júní
árið 2015. Tvö kjarnaatriði úr skýrslunni, sem ekki henta
málflutningi þeirra sem vilja Reykjavíkurflugvöll úr
Vatnsmýrinni virðast oft gleymast eða vera afflutt.
Í fyrsta lagi eru það nýafstaðin eldsumbrot í Fagra-
dalsfjalli. Þau voru staðsett í svokölluðu Krýsuvíkurkerfi
sem tiltekið er sérstaklega í skýrslu Rögnunefndarinnar,
þar sem segir: „Í skýrslu ÍSOR kemur fram að hraun
sem myndu ógna flugvallarstæði í Hvassahraunslandi
myndu koma upp í Krýsuvíkurkerfinu. Miklar líkur eru á
að aldir líði áður en Krýsuvíkurkerfið rumskar næst. Bú-
ast má við að næsta gosskeið á Reykjanesskaga hefjist í
Brennisteinsfjöllum. Það gæti orðið eftir um eina öld.
Hraun þaðan er ekki líklegt til að ógna flug-
vallarstæðinu í Hvassahrauni.“ Nú er ljóst að
það liðu ekki aldir áður en Krýsuvíkurkerfið
rumskaði heldur er gos þar nýafstaðið. Þetta
eitt og sér ætti að útiloka frekari rannsóknir
og fjáraustur af hálfu innviðaráðherra til
þeirra.
Í öðru lagi eru það fullyrðingar um sam-
félagslegan ábata af því að byggja upp flug-
völl í Hvassahrauni. Því er haldið fram að í
frumathugun Rögnunefndarinnar sé metinn
100-150 milljarða króna samfélagslegur ábati
af færslu vallarins miðað við verðlag dagsins í
dag. Þetta er rangt því ef Rögnuskýrslan er
skoðuð kemur skýrt fram að í þessa tölu vant-
ar á móti kostnað við uppbyggingu flugvall-
arins í Hvassahrauni, eða mismuninn á kostn-
aði við hann og fyrirhuguðum fjárfestingum í
öðrum flugvöllum sem myndu leggjast af, enda gengið út
frá þeirri forsendu að „allt innanlands- og millilandaflug
sameinist á vellinum og hægt sé að spara á móti á öðrum
völlum.“ Hvaða stjórnmálaflokkur hefur þá stefnu að slá
af Keflavíkurflugvöll? Píratar? Framsóknarflokkurinn?
Hættum þessum vitleysisgangi og fjáraustri hvað
rannsóknir á flugvelli í Hvassahrauni varðar. Förum vel
með fé almennings og hættum draumórum sem löngu er
ljóst að standast ekki skoðun. Göngum hreint til þess
verks og tryggjum rekstrarhæfi flugvallarins í Vatns-
mýrinni. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Flugvallafjármunir
brenndir á „hrauni“
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
E
kki eru taldar líkur á að
skortur verði á nauðsyn-
legustu hráefnum til bú-
rekstrar, svo sem áburði,
kjarnfóðri og eldsneyti, þrátt fyrir að
innrás Rússa í Úkraínu og viðskipta-
þvinganir í kjölfarið dragi úr fram-
leiðslu og möguleikum á kaupum
hráefna. Stórhækkun á fóður-
hráefnum og áburði mun þó hafa
áhrif á búvöruframleiðslu hér, eins
og annars staðar, og leiða til hækk-
unar á búvörum. Dregið hefur úr
mjólkurframleiðslu síðustu vikur,
hver sem ástæðan er. Hins vegar má
sennilega rekja aukinn áhuga á korn-
rækt beint til ástandsins á heims-
markaði fyrir fóðurkorn.
Tvöföldun á verði áburðar á síð-
asta ári var rakin til olíukreppunnar í
Evrópu og hás orkuverðs. Elías
Hartmann Hreinsson, deildarstjóri
búvörudeildar Sláturfélags Suður-
lands, segir að tryggt sé að bændur
og aðrir kaupendur áburðar fái
áburðinn sem þeir keyptu til notk-
unar í vor. Stór hluti hráefnis í tilbú-
inn áburð er framleiddur í Rússlandi
og Úkraínu. Hann treystir sér ekki
til að svara því hvort hægt verði að
útvega nægilega mikið af áburði á
næsta ári ef stríðið í Úkraínu dregst
á langinn. Segir þó að hægt sé að fá
hluta af áburðarefnunum annars
staðar frá.
Einn áburðarsalinn spáir því að
áburðarverð muni hækka um 50%
vegna innrásarinnar, til viðbótar við
100% hækkun á síðasta ári. Ráð-
leggur Elías bændum að hugsa upp á
nýtt hvernig þeir ætla að fá sprettu í
túnin. Nefnir hann að hægt sé að
spara áburðarkaup með því að kalka
túnin.
Aukinn áhugi á kornrækt
Í þessu sambandi má geta þess
að áhugi á kornrækt og endurræktun
túna hefur vaxið vegna hækkunar á
verði kjarnfóðurs. Menn séu að
stækka akra og nýir að bætast í hóp-
inn. Bygg er uppistaðan í kornrækt-
inni hér. Vegna hækkunar á áburð-
arverði er einnig vaxandi áhugi fyrir
sáningu niturbindandi belgjurta eins
og hvítsmára, rauðsmára og erta. Jó-
hannes Baldvin Jónsson, deild-
arstjóri ráðgjafar og vöruþróunar
hjá Líflandi, segir að fyrirtækið hafi
getað útvegað sér nægt sáðkorn fyrir
viðskiptavini sína en tekur fram að
þeir sem ekki hafi pantað tímanlega
geti farið bónleiðir til búðar.
Kjarnfóður hækkar í verði
Ágætlega hefur gengið hjá fóð-
urverksmiðjum og fóðursölum að út-
vega kjarnfóður. „Við erum með
góða birgja sem hugsa um litla Ís-
land, þótt við skiptum litlu máli í
heildarsamhenginu,“ segir Eyjólfur
Sigurðsson, forstjóri Fóðurblönd-
unnar.
Heimsmarkaðsverð á korni hef-
ur hækkað og hefur það leitt til um-
talsverðra verðhækkana á kjarnfóðri
frá fóðurverksmiðjunum hér. SS flyt-
ur inn tilbúið fóður og það hefur ekki
hækkað í verði enn, vegna langtíma-
samninga. Maís er mikið ræktaður í
löndunum við Svartahaf og hefur
hann hækkað meira í verði en önnur
hráefni vegna ástandsins þar. Elías
Hartmann segir óhjákvæmilegt að
verð á korni hækki enn frekar og að
það hljóti að fara beint út í verðlagið
á búvörum hér á landi, eins og annars
staðar.
Eyjólfur segir að ef skortur
verður á einhverjum hráefnum eða
þau hækka óhóflega í verði sé oft
hægt að breyta uppskriftum og
skipta um hráefni. Úkraína er mik-
ilvægt framleiðsluland á korni og
framhaldið fer nokkuð eftir því
hvernig mál þróast þar. Kornið frá
síðasta ári er enn að hluta í korn-
geymslum þar og þær hafa ekki verið
sprengdar upp. Svo er spurning
hvort úkraínskir bændur geta sáð
fyrir korni í vor og borið á akrana.
Erfitt kann að vera fyrir þá að fá sáð-
korn, áburð og eldsneyti, eins og
ástandið er. Heimurinn er mun opn-
ari en áður og mögulegt að flytja hrá-
efni á milli heimsálfa. En það kostar.
Mjólkurframleiðsla minnkar
Hækkun á fóðurverði kemur illa
við kúabændur sem framleiða mjólk
og kjöt, svínabændur, kjúklinga-
bændur og eggjaframleiðendur. Mik-
il notkun er á kjarnfóðri í þessum
greinum. Er vitað að bændur hafa
áhyggjur af stöðunni.
Enginn viðmælandi spáir því þó
að skortur verði á matvælum vegna
fóðurskorts, ekki hér á landi, en
ástandið geti leitt til matarskorts í
þróunarlöndum.
Framleiðsla á mjólk hefur
minnkað síðustu vikur, verið um
1,8% undir því sem var í fyrra, að
sögn Garðars Eiríkssonar, fram-
kvæmdastjóra Auðhumlu, sem er fé-
lag mjólkurframleiðenda á stórum
hluta landsins. Hann segir að ástæð-
an sé ekki ljós. Hugsanlega hafi
slæmt tíðarfar haft sín áhrif. Segir
Garðar að farið verði yfir málið á
næstunni. Spurður hvort rétt sé að
hvetja til aukinnar framleiðslu segir
Garðar að það ráðist af niðurstöðu
athugunarinnar.
Útlit fyrir verðhækk-
un búvara í verslunum
AFP
Sáning undirbúin Tveir bændur eru mættir á akra sína í vesturhluta
Úkraínu, eins og venjulega á þessum árstíma, til að undirbúa sáningu.