Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Blöndulína 3 Umhverfismats- skýrsla Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is Við erum lykilinnviður þjóðarinnar og allt okkar starf snýst um að miðla orku sem drífur áfram lífsgæði og sköpunarkraft samfélagsins til framtíðar. Við leggjum áherslu á virðingu, samvinnu og ábyrgð. Við erum framsækið þekkingarfyrirtæki sem býður kraftmiklu starfsfólki spennandi verkefni við aðstæður þar sem umhyggja, jafnrétti og öryggi eru í fyrirrúmi. Fram undan eru opin hús þar sem lagðar verða fram upplýsingar um mat á umhverfisáhrifum vegna Blöndulínu 3, sem mun liggja milli Blöndustöðvar og Akureyrar. Línuleiðin er innan fimm sveitarfélaga, Akureyrar- bæjar, Hörgársveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnavatnshrepps. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta orku- nýtingu, auka flutningsgetu og tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi. Fram- kvæmdin hefur einnig þýðingu fyrir flutningskerfi landsins í heild þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í styrkingu tengsla milli sterkari hluta kerfisins á suðvesturhorninu og veikari hluta þess á Austurlandi. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á vefsíðum Skipulagsstofnunar, Landsnets og Mannvits frá 25. mars til 13. maí 2022. Að auki liggur umhverfis- matsskýrslan frammi til kynningar frá 29. mars á eftirtöldum stöðum: Í ráðhúsi Akureyrarbæjar, á skrifstofum Hörgár- sveitar, Akrahrepps, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Húnavatnshrepps og hjá Skipulagsstofnun. Öllum er velkomið að koma á framfæri umsögnum um umhverfismatið og skal senda þær til Skipulags- stofnunar, Borgartúni 7b, eða á skipulag@skipulag.is. Opin hús vegna mats á umhverfisáhrifum Hafðu áhrif – taktu þátt í samtalinu Opnir fundir Akureyri, Hótel KEA miðvikudaginn 30. mars 19.30 – 21.30 Varmahlíð Skagafirði, Menningarhúsinu Miðgarði fimmtudaginn 31. mars 16.30 – 19.30 Reykjavík, Veitingastaðnum Nauthól þriðjudaginn 26. apríl 16.00 – 18.30 Verið velkomin Félagar úr Kiwanisklúbbnum Drangey í Skagafirði hafa síðustu vikurnar komið færandi hendi í grunnskóla á Norðurlandi vestra og afhent nemendum í 1. bekk endurskinsvesti að gjöf. Verkefnið er sem fyrr unnið í samstarfi við Vátryggingafélag Ís- lands, VÍS, en Kiwanismenn hafa fært nemendum vesti og reið- hjólahjálma nokkur undanfarin ár. Með Kiwanismönnum í för hafa verið lögreglumenn, sem minnt hafa á öryggi þess að bera vestin í umferðinni, og ekki bara á leið- inni til og frá skóla, heldur einnig við leik utan skólatíma. Að sögn Emils Haukssonar, sem haldið hefur utan um verkefnið fyrir Kiwanisklúbbinn, hafa við- tökur í skólunum verið mjög góð- ar. Alls fara um 700 vesti í 1. bekkina á Norðurlandi vestra. Vegna Covid-19 hefur afhendingin tekið lengri tíma en ætlað var. Kiwanis með örygg- isvesti í alla 1. bekki Ljósmynd/Árskóli Öryggisvesti Nemendur í 1. bekk Árskóla á Sauðárkróki, ásamt fulltrúa Kiwanismanna og lögreglunnar. Röskva sigraði í kosningum til stúdentaráðs og háskólaráðs með miklum yfirburð- um og fékk kjörna 15 full- trúa af 17 í stúd- entaráði. Vaka fékk tvo fulltrúa kjörna í stúdentaráð. Þá vann Röskva kosningar til há- skólaráðs og fékk tvo fulltrúa kjörna af tveimur fulltrúum nem- enda í háskólaráði. Á kjörskrá voru allir þeir nemendur sem skráðir eru í nám við Háskóla Íslands skóla- árið 2021-2022. Fram kemur í til- kynningu frá kjörstjórn SHÍ að heildarkjörsókn hafi verið 21,70% í kosningum til stúdentaráðs þar sem alls voru 2.626 atkvæði greidd en 17,95% í kosningum til háskólaráðs þar sem 2.572 voru greidd. Röskva vann kosn- ingarnar með mikl- um yfirburðum HÍ Röskva bar sigur úr býtum í vikunni. Tekjur RARIK námu rúmum 16,7 milljörðum króna árið 2021 og hækka um 3% frá árinu áður. Hagnaður félagsins nam rúmum 2,1 milljarði árið 2021 miðað við hagnað upp á tæpa 1,8 milljarða ár- ið áður. Þetta kemur fram í ársupp- gjöri RARIK. Rekstrarhagnaður fyrir fjár- magnsliði og afskriftir (EBITDA) nam rúmum 5,6 milljörðum sam- anborið við tæpa 5,3 milljarða árið 2020. Eigið fé nam tæpum 54 millj- örðum í lok árs og heildareignir fé- lagsins í lok árs voru um 83,5 millj- arðar. RARIK hagnaðist um 2,1 milljarð Ljósmynd/RARIK Raf Hagnaður RARIK hækkaði um 18%. Hæstiréttur vís- aði í gær máli Aðalsteins Kjart- anssonar, blaða- manns Stund- arinnar, gegn embætti lög- reglustjórans á Norðurlandi eystra, frá dómi. Hæstiréttur taldi Aðalstein ekki hafa heimild til að kæra frávísunar- úrskurð Landsréttar til Hæsta- réttar. Hann þarf því að gefa skýrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í tengslum við rannsókn á broti gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning blaðamannanna af „skæruliðadeild Samherja“. Máli Aðalsteins vís- að frá Hæstarétti Aðalsteinn Kjartansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.