Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 heldur stórt stökk á þeim tíma- punkti. Hann er reynslunni ríkari í dag og klár í slaginn í dönsku deild- ina. „SönderjyskE var fyrsti klúbb- urinn minn erlendis. Ég fór beint frá FH til SönderjyskE. Það gekk ágætlega en maður fann það samt á sama tíma að þegar maður fer beint úr íslensku deildinni og yfir í þá dönsku þá lendir maður á smá vegg. Maður var líka mjög ungur. Nú er ég töluvert eldri og reyndari. Ég kann tungumálið vel og þetta verða auðveld umskipti fyrir mig,“ sagði Daníel. Hann hefur leikið í samanlagt sex ár í Svíþjóð og kann því sænskuna vel. Daníel lék með Ricoh um tveggja ára skeið áður en hann kom heim í Val. Frá Val lá leiðin til Guif. Hafnfirðingurinn þarf að dusta ryk- ið af dönskunni. „Ég lærði dönsku þegar ég var í SönderjyskE en það eru komin sex ár síðan ég bjó í Dan- mörku. Ég vona að danskan sé enn þá þarna einhvers staðar,“ sagði hann og hló. Góður tími hjá Guif Daníel er nokkuð ánægður með árin tvö hjá Guif, þrátt fyrir að tím- inn hans hjá félaginu hafi verið lit- aður af kórónuveirunni. Liðið rétt missti af sæti í úrslitakeppninni á þessari leiktíð og féll úr leik í átta liða úrslitum á síðustu leiktíð. „Ég skrifaði undir hjá Guif rétt áður en Covid fór af stað og fyrsta tímabilið sérstaklega var litað af því. Það voru engir áhorfendur eða neitt og það var leiðinlegt. Miðað við liðið sem við höfum verið með var það gott að komast í úrslitakeppni á síð- asta tímabili og í níunda sæti og sleppa við fall í ár var ágætt. Ég er sáttur við minn tíma þar.“ Lemvig er sem stendur í níunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig eftir 25 leiki. Liðið er fjórum stigum frá Ribe-Esbjerg sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttöku- rétt í úrslitakeppninni. Lemvig fór upp í efstu deild árið 2018 og hefur verið á meðal þeirra bestu síðan. „Fyrsta markmiðið hjá Lemvig er alltaf að halda sér í deildinni en mið- að við hversu nálægt liðið er úrslita- keppninni í ár gætu markmiðin breyst í að reyna að ná sæti í úr- slitakeppninni,“ sagði Daníel Freyr Andrésson. Ég lenti á vegg í Danmörku - Daníel er reynslunni ríkari þegar hann snýr aftur í dönsku deildina Morgunblaðið/Eggert Markvörður Daníel Freyr Andrésson í leik með Valsmönnum áður en hann fór til sænska liðsins Guif í Eskilstuna fyrir rúmlega tveimur árum. DANMÖRK Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is „Ég hef spilað í Danmörku áður og kunni vel við mig þar,“ sagði hand- knattleiksmarkvörðurinn Daníel Freyr Andrésson í samtali við Morg- unblaðið. Daníel hefur gert tveggja ára samning við Lemvig í Dan- mörku, eftir tvö ár í herbúðum Guif í Svíþjóð. Daníel, sem er 32 ára, skrif- aði undir hjá Lemvig í byrjun des- ember og því nokkuð síðan hann tók ákvörðun um að færa sig til Jótlands frá Eskilstuna. „Ég skrifaði undir í byrjun des- ember, svo þetta hefur verið klárt í einhvern tíma. Ég vissi strax síðasta sumar að ég vildi fara eitthvað ann- að ef ég gæti. Svo kom Lemvig upp og eftir það var þetta fljótt að ger- ast. Danska deildin er sterkari og þetta er flott næsta skref,“ sagði Daníel. Markvörðurinn er uppalinn hjá FH og varð Íslandsmeistari með lið- inu árið 2011. Eftir það lá leiðin til SönderjyskE í Danmörku. Þá var Daníel rétt skriðinn yfir tvítugt og hann viðurkennir að það hafi verið Sara Björk Gunnarsdóttir og Elín Metta Jensen eru komnar aftur í ís- lenska landsliðið í knattspyrnu en Þorsteinn Halldórsson kynnti í gær hóp fyrir leikina gegn Hvíta- Rússlandi og Tékklandi í undan- keppni HM 7. og 12. apríl. Sara var í barneignafríi og lék ekkert á síð- asta ári og Elín hefur misst af síð- ustu átta landsleikjum vegna meiðsla. Guðný Árnadóttir kemur aftur inn eftir meiðsli en úr hópn- um fara Karitas Tómasdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir og Ásta Eir Árnadóttir. Hópinn í heild sinni má sjá á vefnum Íslenski fótboltinn á mbl.is/sport. Sara og Elín aftur í landsliðið Morgunblaðið/Eggert Mættar Sara Björk og Elín Metta eru aftur í landsliðshópi Íslands. María Finnbogadóttir, landsliðs- kona í alpagreinum á skíðum, sleit krossband í hné þegar hún keppti á alþjóðlegu móti í Slóveníu á þriðju- daginn. Hún hefur þegar gengist undir uppskurð í Austurríki vegna meiðslanna og sagði á Instagram að hún vonaðist til þess að verða kom- in aftur á skíðin eftir sex mánuði. María, sem er 22 ára gömul, hefur verið ein fremsta skíðakona lands- ins undanfarin ár, keppti m.a. á HM 2019 og var valin skíðakona ársins bæði 2019 og 2020. Sleit krossband í Slóveníu Ljósmynd/SKÍ Skíði María Finnbogadóttir verður frá keppni fram á næsta vetur. Deildarmeistarar Ármanns jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Hamri- Þór í undanúrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfuknattleik í Hveragerði í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri Ármanns, 75:54, en Schekinah Bimpa fór mik- in fyrir Ármann, skoraði 32 stig og tók níu fráköst. Þriðji leikur lið- anna fer fram í Kennaraháskól- anum á mánudaginn og er staðan í einvíginu jöfn, 1:1, en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í úrslitum umspilsins. _ Þá skoraði Gladiana Jimenez 22 stig og tók sex fráköst fyrir ÍR þegar liðið hafði betur gegn KR í öðrum leik liðanna á Meist- aravöllum í Vesturbæ en leiknum lauk með 84:76-sigri. ÍR-ingar leiða nú 2:0 í einvíginu en Chelsea Jenn- ings var stigahæst í liði KR með 22 stig og tíu fráköst. Þriðji leikur lið- anna fer fram á mánudaginn í TM- hellinum í Breiðholti og dugar ÍR sigur til þess að tryggja sér sæti í úrslitum umspilsins og möguleika á sæti í efstu deild að ári. Morgunblaðið/Eggert Öflug Schekinah Bimpa átti stórleik fyrir Ármann gegn Hamri-Þór. Ármann jafnaði metin Grill 66-deild kvenna Stjarnan U – ÍR.................................... 25:36 Víkingur – Selfoss ................................ 22:34 FH – Grótta .......................................... 29:23 Staðan: ÍR 17 14 1 2 465:370 29 FH 19 13 3 3 508:424 29 Selfoss 16 13 2 1 478:389 28 Grótta 18 9 2 7 457:422 20 HK U 17 8 1 8 456:443 17 Víkingur 18 8 0 10 434:480 16 Valur U 17 6 2 9 433:488 14 Fram U 16 6 1 9 433:454 13 Stjarnan U 19 5 0 14 498:598 10 ÍBV U 15 4 1 10 370:370 9 Fjölnir/Fylkir 18 2 1 15 392:486 5 Þýskaland B-deild: Hamm – Coburg .................................. 30:29 - Tumi Steinn Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Coburg. Frakkland B-deild: Cherbourg – Nice ................................ 30:30 - Grétar Ari Guðjónsson varði 8 skot í marki Nice. E(;R&:=/D Norska knatt- spyrnufélagið Sogndal verður með hálfgert Ís- lendingalið á komandi tímabili eftir að hafa fengið kant- manninn Jónatan Inga Jónsson til sín frá FH í gær. Fyrr í vetur fór bakvörðurinn Hörður Ingi Gunn- arsson frá FH til Sogndal og félagið keypti Valdimar Þór Ingimundar- son af Strömsgodset fyrir skömmu. Jónatan er nýorðinn 23 ára og hef- ur skorað 13 mörk í 73 úrvalsdeild- arleikjum fyrir FH á undanförnum árum. Sogndal hefur lengi flakkað milli tveggja efstu deilda Noregs og end- aði í 6. sæti B-deildar á síðasta ári en tapaði í umspili um úrvals- deildarsæti. Þá var Emil Pálsson í láni hjá félaginu frá Sarpsborg. Komnir með þrjá íslenska Jónatan Ingi Jónsson HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kórinn: HK – ÍBV .................................. L14 Framhús: Fram – KA/Þór ..................... L14 Garðabær: Stjarnan – Valur.................. L16 Ásvellir: Haukar – Afturelding ............. L16 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hlíðarendi: Valur – Fram ...................... L18 KA-heimilið: KA – Afturelding.............. S16 Eyjar: ÍBV – Haukar.............................. S16 Kórinn: HK – Grótta............................... S16 Víkin: Víkingur – Selfoss........................ S18 Kaplakriki: FH – Stjarnan................ S19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hlíðarendi: Valur U – ÍBV U ................ L20 Framhús: Fram U – HK U .................... S16 1. deild karla, Grill 66-deildin: Varmá: Afturelding U – Hörður ........... L15 Höllin Ak.: Þór – Selfoss U.................... L16 Digranes: Kórdrengir – ÍR .................... S15 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Subway-deildin: Seljaskóli: ÍR – Njarðvík................... S18.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – KR................... S19.15 Hlíðarendi: Valur – Breiðablik ......... S20.15 Úrvalsdeild kvenna, Subway-deildin: Grindavík: Grindavík – Fjölnir.............. L17 Smárinn: Breiðablik – Keflavík............. L18 Hlíðarendi: Valur – Haukar .............. S17.45 KNATTSPYRNA Lengjubikar kvenna, undanúrslit: Hlíðarendi: Valur – Stjarnan................. L13 SKÍÐI Skíðamót Íslands heldur áfram í dag. Keppt er í stórsvigi á Dalvík kl. 10 og 12.25 og í skíðagöngu með frjálsri aðferð í Ólafs- firði kl. 12. Á morgun er svig á Dalvík kl. 10 og 12.25 og skíðaganga með hefðbundinni aðferð í Ólafsfirði kl. 12. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra inn- anhúss fer fram í Kaplakrika í dag frá kl. 11 til 15. HNEFALEIKAR Norðurlandamótið heldur áfram í Akur- skóla í Reykjanesbæ. Keppt er kl. 12 til 15 og kl. 17 til 21 í dag og frá kl. 11 á morgun. UM HELGINA! inum. Á þremur síðustu árum hefur Haukur aðeins náð að spila 20 af 62 leikjum KA í úrvalsdeildinni. _ Pólverjar óttast að stórstjarnan þeirra Robert Lewandowski verði ekki með í leiknum mikilvæga gegn Svíum á þriðjudagskvöld en þá mætast þjóð- irnar í Chorzów í úrslitaleik um sæti í lokakeppni HM í Katar. Lewandowski lék ekki með Pólverjum í 1:1 jafntefli gegn Skotum í vináttulandsleik í Glas- gow í fyrrakvöld. Fjölmiðlafulltrúi pólska sambandsins skýrði frá því að hann glímdi við meiðsli í hné en allt yrði gert til að reyna að fá hann leik- færan fyrir þriðjudagskvöldið. _ Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bruno Fernandes er við það að gera nýjan fimm ára samning við Man- chester United. Mun hann fá veru- lega launahækkun hjá enska félaginu. Fernandes, sem kom til United frá Sporting í heima- landinu í janúar árið 2020, hefur verið lykilmaður hjá félaginu síðan. Sky greinir frá því að hann muni þéna um 240.000 pund á viku eða um 40 milljónir íslenskra króna með nýja samningnum.Fern- andes skrifaði á sínum tíma undir fimm og hálfs árs samning við United. Félagið hefur því ekki áhyggjur af samningamálum miðjumannsins, heldur vildi það verðlauna hann fyrir góða frammistöðu. Hinn 27 ára gamli Fernandes hefur leikið 78 leiki með Manchester United í ensku úrvals- deildinni og skorað í þeim 35 mörk. _ Atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús komust ekki í gegn- um niðurskurðinn á SDC Open-mótinu í golfi sem fram fer í Suður-Afríku en mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu. Haraldur lék fyrstu tvo hring- ina á samtals þremur höggum undir pari á meðan Guðmundur lék á einu höggi undir pari. Niðurskurðarlínan miðaðist við fjögur högg undir pari og þeir eru því úr leik í Suður-Afríku. _ Tiger Woods, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, er skráður til leiks á Masters, sem fram fer á Aug- usta-golfvellinum í Georgíu í Banda- ríkjunum dagana 7.-10. apríl. Tiger, sem er 46 ára gamall, hefur fimm sinnum fagnað sigri á mótinu sem er eitt af risamótum tíma- bilsins. Kylfingurinn hefur ekki keppt á stærstu mótaröðunum síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar árið 2021. Talsmaður Woods sagði í sam- tali við Golfmonthly.com að leikmað- urinn myndi taka ákvörðun í næstu viku um það hvort hann yrði með á mótinu en hann hefur frest fram til 1. apríl til þess að afboða komu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.