Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 42
42 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is „Leikstjórinn okkar, Aðalbjörg Árnadóttir, tók þátt í leiksýningu í Færeyjum fyrir nokkrum árum og kynntist fullt af færeyskum leik- urum. Þetta er hennar hugarfóstur að hóa saman Íslendingum og Fær- eyingum og fara að tala um þoku,“ segir leikarinn Hilmir Jensson um tildrög uppsetningar á barnaverk- inu Þoku sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í dag, 26. mars. Verkið er eftir leikstjórann Aðal- björgu Árnadóttur, Sölku Guð- mundsdóttur dramatúrg og leikhóp- inn. Meginþema þess er náttúru- fyrirbærið þoka. „Ég veit ekki hvort þú hefur komið til Færeyja en Fær- eyingar eru ansi kunnugir þoku. Grænlendingar eiga tvö hundruð orð um snjó en Færeyingar eiga óteljandi orð um þoku. Það er líka svo mikið um þjóðsögur og ævintýri sem eiga sér stað í þoku, þar sem hlutir birtast í þokunni, bæði þar og á Íslandi. Við erum svolítið að leika okkur með sameiginlegar þjóðsögur og líka það sem er aðeins öðruvísi.“ Leita ofursjaldgæfrar þoku Á móti Hilmi leikur færeyska leikkonan Gunnvá Zachariasen, sem ýmsir gætu kannast við úr færeysku glæpaþáttaröðinni Trom sem finna má á Viaplay. Þau leika þoku- vísindafólk sem komið er á vettvang með mælitæki sín til þess að leita ofursjaldgæfrar þoku. „En vísindin í þessu eru kannski frekar lausleg. Við segjum hvað þoka er og útskýrum það aðeins, svo erum við bara að leika okkur með ævintýri í þokunni,“ segir Hilmir. Reykvélar leikhússins koma, sem von er, að góðum notum við svið- setningu verksins. „Það er lága þok- an, það er þokan sem rís upp, svo eru það litlu vélarnar og mistrið. Við förum bara í öll afbrigði af þessu á sviðinu.“ Brynja Björnsdóttir hann- ar leikmynd og búninga, Gunnar Karel Másson sér um tónlist og hljóðmynd verksins og lýsingu hannar Ólafur Ágúst Stefánsson. „Við miðum við að allt frá þriggja ára geti komið, það er ekkert hræði- legt eða agalega torskilið. En við er- um samt að reyna að smíða þetta þannig að foreldrarnir hafi líka gaman af þessu og eldri börn líka.“ Tungumálin tvö, færeyska og ís- lenska, eru í stóru hlutverki. „Við erum mjög mikið að leika okkur að því bæði að dást að tungu- máli hvort annars og smjatta á skrýtnu orðunum sem hinn segir. Það er auðvitað stórskemmtilegt fyrir Íslendinga að heyra hvernig færeysku orðin hljóma og síðan þeg- ar við förum til Færeyja verður örugglega skemmtilegt fyrir Fær- eyingana að heyra hvernig íslenskan kemur út. Þannig að við erum mjög meðvitað að leika okkur að því hvað þessi tungumál eru skemmtileg hlið við hlið.“ Hilmir talar íslensku í verkinu en Gunnvá færeysku, en þau spreyta sig örlítið á tungumálum hvort ann- ars. „En við pössum það mjög vel að allt það sem þarf að komast til skila komist til skila.“ „Gjöf að fá að kynnast henni“ Hilmir segist hafa kunnað sára- litla færeysku áður en æfingar hóf- ust, „bara þetta litla sem Íslend- ingar grínast með að kunna“. Þau Gunnvá gerðu í því að tala saman hvort á sínu tungumáli og til að byrja með segist Hilmir lítið hafa skilið. „Ég þurfti alveg að sperra eyrun og hafa mig allan við til þess að pikka upp orð hér og þar. En nú erum við búin að hanga saman allan þennan tíma og allt í einu fer bara allt að skýrast. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að gerast því tungumálin eru svo svakalega lík. Ef maður fengi þetta allt skriflegt væri ekkert mál að skilja þetta,“ segir leikarinn. „Við Gunnvá náum ótrúlega vel saman, það hefur verið skemmtileg gjöf að fá að kynnast henni. Þetta hefur verið nokkuð einstakt ferli útaf tungumálum. Og þrátt fyrir covid-veikindi og annað erum við búin að sigla mjög slök í gegnum þetta og skemmta okkur mjög vel.“ Hópurinn stefnir á að fara með sýninguna til Færeyja í haust og Hilmir segir að þau dreymi um að fara með hana sem víðast enda sé norræn samvinna af þessu tagi vel til þess fallin. Smjatta á skrýtnu orðunum - Barnaleiksýningin Þoka frumsýnd í Borgarleikhúsinu í dag - Færeysk- íslenskt samstarfsverkefni - Þjóðsögur, vísindi og tungumálin tvö í bland Ljósmynd/Owen Fiene Félagar „Við Gunnvá náum ótrúlega vel saman,“ segir leikarinn Hilmir um samstarf sitt við færeysku stjörnuna. Forsýning hefst í dag, laugardag, hjá Fold uppboðshúsi við Rauðar- árstíg á verkum úr einkasafni breska listaverkasafnarans og fyrr- verandi kjörræðismanns Íslands í Hong Kong, Anthonys J. Hardys. Verkin verða jafnframt boðin upp á vefuppboði á uppbod.is. Uppboðið hefst í dag og lýkur 11. apríl. Afar fágætt er að boðið sé hér á landi upp listaverkasafn eins manns, en Hardy hefur safnað íslenskri myndlist frá árinu 2006 og telur safn hans í heild meira en 250 verk. Anthony J. Hardy var um ára- tugaskeið kjörræðismaður Íslands í Hong Kong. Hann kom oft til lands- ins og kynntist íslenskri myndlist á sýningum í Gallerí Fold. Tók hann þá að safna verkum eftir marga helstu listamenn þjóðarinnar. Haldnar hafa verið tvær sýningar með verkum úr safneigninni. Sú fyrri var í Hong Kong 2013. Gefin var út vegleg bók með verkunum á sýningunni, Ingenious Iceland eða Straumar Íslands. Síðari sýningin var í Gallerí Fold árið 2019 og kom þá út önnur glæsileg bók, Straumar Íslands II. Í báðum bókum skrifar Aðalsteinn Ingólfsson um safn Hardys. Ljósmyndir af öllum verk- unum á uppboðinu má finna í bók- inni en eintak af henni fylgir öllum seldum verkum á uppboðinu. Á uppboðinu eru meðal annars verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Kjarval, Kristínu Jónsdóttur, Ás- grím Jónsson, Nínu Tryggvadóttur, Valtý Pétursson, Louisu Matthías- dóttur og Kristján Davíðsson, auk verka eftir marga yngi listamenn. Bjóða upp lista- verkasafn Hardys - Verk marga dáðustu listamannanna Nóbelsskáldið Portrett Kristjáns Davíðssonar af Halldóri Laxness er meðal verka á uppboðinu. Þungarokkssveitin Sólstafir kom fram á Háskóla- tónleikum í hádeginu í gær og lék í hinum virðulega hátíðarsal aðalbyggingar skólans. Boðið hefur verið upp á háskólatónleika í hálfa öld en þessir voru af rafmagnaðra tagi en venjulega, þar sem oftast nær er boðið upp á klassísk tónlistaratriði. Áhugasamir gestir fylltu hátíðarsalinn í gær en tón- leikunum var einnig streymt til að sem flestir gætu fylgst með og upplifað rafmagnað tónaflóð Sólstafa en sveitin á sér dyggan hóp aðdáenda víða um lönd. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rokkaðir Sólstafir í hátíðarsalnum Á einkasýningu sinni, Destination Mars, sem verður opnuð í Ásmund- arsal við Freyjugötu í dag kl. 16, tekur myndlistarkonan Sara Riel sali hússins yfir, auk útveggja, og hyggst „taka áhorfendur í sann- kallað ferðalag um geiminn“. Sýningin er sett upp sem geim- ferð til Mars. Í tilkynningu segir að Sara (f. 1980) beiti fjölbreyttri tækni til að fjalla um grundvallar- spurningar svo sem uppruna, til- gang, siðferði og örlög, og skoðar hún mikilfengleika vísindaafreka mannsins. Sýningin samanstendur af málverkum, teikningum, grafík, ljósmyndum, lágmyndum, innsetn- ingu og veggverkum. Geimfari Sara Riel í búningi sem hæfir sýningunni, í mynd eftir hana. Marsferð á sýn- ingu Söru Riel Tónlistarfólkið Hildur Vala og Þorsteinn Ein- arsson, oft kenndur við Hjálma, slá sam- an í tónleika sem hefjast kl. 21 í kvöld, laugar- dagskvöld, í Öl- veri en þar er hafið reglulegt tónleikahald. Hildur Vala og Þorsteinn hafa samið og flutt fjölda vinsælla laga og hyggjast þau flytja á tónleik- unum ýmis uppáhaldslög sín og annarra. Með þeim leikur Fussum- sveitin en hana skipa Andri Ólafs- son, Magnús Magnússon og Jón Ólafsson. Hildur Vala og Þor- steinn koma fram Hildur Vala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.