Morgunblaðið - 26.03.2022, Blaðsíða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARS 2022
Tónleikar með yfirskriftinni „Föstu-
tónar“ verða haldnir í Hvalsnes-
kirkju á Suðurnesjum á morgun,
sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá tón-
leikanna verða sálmar eftir Hallgrím
Pétursson við þjóðlög í útsetningum
Smára Ólasonar.
Flytjendur eru söngvararnir Hugi
Jónsson, Kristín Sigurðardóttir,
Magnea Tómasdóttir og Vilhjálmur
Þór Sigurjónsson en þau eru öll með-
limir í sönghópnum Lux Aeterna.
Í tilkynningu segir meðal annars:
„Hvalsneskirkja er merkt kennileiti
á Reykjanesi og síðastliðið sumar hófst þar tónleikahald með reglubundn-
um hætti. Kirkjan tengist lífi og starfi Hallgríms Péturssonar órjúfan-
legum böndum því hann þjónaði þar sem prestur um árabil.“ Á tónleik-
unum verða flutt nokkur vers úr Passíusálmum Hallgríms en einnig sálmar
sem talið er að hann hafi ort á Hvalsnesárunum.
Föstutónar fá að óma í Hvalsneskirkju
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Hvalsneskirkja Hallgrímur Pétursson
þjónaði sem prestur í kirkjunni um árabil.
Ýmsir viðburðir verða um helgina á
dagskrá Ljósmyndahátíðar Íslands
sem er haldin annað hvert ár en er
nú að ljúka.
Í Listasafni Íslands verður í dag,
laugardag, frá kl. 11 til 13 málþing í
tilefni af sýningunni Sviðsett augna-
blik. Þar flytja erindi Vigdís Rún
Jónsdóttir, Einar Falur Ingólfsson,
Sigrún Alba Sigurðardóttir og Hall-
gerður Hallgrímsdóttir.
Á morgun, sunnudag, verður kl.
13 listsmiðja fyrir börn og fjöl-
skyldur í Gerðarsafni og gerð sólar-
prent. Kl. 14 verður Unnar Örn Auð-
arson með sýningarstjóraspjall í
Hafnarborg um sýningu Hallgerðar
Hallgrímsdóttur. Kl. 14-16 taka í
Þjóðminjasafni ljósmyndararnir
Marinó Thorlacius og Vassilis Tri-
antis á móti gestum á sýningum sín-
um. Og kl. 15 verður í Gerðarsafni
leiðsögn Æsu Sigurjónsdóttir um
sýningar Elínar Hansdóttur og Úlfs
Hanssonar, og Santiagos Mostyns.
Málþing og leiðsagnir á Ljósmyndahátíð
Sýna saman Úlfur og Elín Hansbörn.
DAGMÁL
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Þvílíkar ófreskjur heitir bók Auð-
ar Aðalsteinsdóttur bókmennta-
fræðings sem hefur heiti sitt úr
frægum ritdómi Jónasar Hall-
grímssonar um Rímur af Tristani
og Indíönu eftir Sigurð Breiðfjörð
og birtist í Fjölni árið 1837.
Í bókinni fjallar Auður um eðli
og einkenni ritdóma í fjölmiðlum
og ógnandi en ótryggt vald gagn-
rýnenda, eins og hún nefnir það;
togstreituna milli gagnrýnandans
og höfunda þeirra verka sem
gagnrýnd eru og þróun gagnrýni í
íslenskum fjölmiðlum, svo nokkuð
sé nefnt.
Í Dagmálaviðtali, sem opið er á
mbl.is fyrir áskrifendur Morgun-
blaðsins, kemur fram að bók Auð-
ar er byggð á doktorsritgerð
hennar, en líka að kveikjan að rit-
gerðinni og þeim rannsóknum sem
hún byggir á hafi verið meistara-
ritgerð sem hún ritaði um Ólöfu
frá Hlöðum. Í þeirri ritgerð kann-
aði Auður móttökurnar sem verk
Ólafar fengu á sínum tíma, hvern-
ig bækur kvenna voru ritdæmdar
á annan hátt en verk karla og
einnig hve mikill hiti gat verið í
gagnrýninni. Gagnrýni fyrr á öld-
um hafi oft verið óvægin og jafn-
vel heiftúðug og pólitískar deilur
oft litað skrifin. Í mörgum til-
vikum hafi menn verið að hefna
fyrir umsögn um eigin verk með
harkalegri gagnrýni um verk ann-
arra.
„Ég þurft að vera með svo mikl-
ar grunnrannsóknir, því þótt tals-
vert hafi verið skrifað um gagn-
rýni eru það oftast skoðana-
greinar, fólk hefur svo mikinn
áhuga og skoðanir á gagnrýni. Ég
þurfti því að lesa mikið af gagn-
rýni og velja úr það sem ég ætlaði
að hafa í bókinni, að fjalla um, og
þegar maður rakst á ofboðslega
heift í gagnrýninni, þá lærði ég
mjög fljótt að ég þurfti að fara að
skoða baksviðið; hefur þessi mað-
ur kannski áður skrifað um rit-
dómarann? Yfirleitt er einhver
baksaga, það er ekkert svo ein-
falt.“
Það var algengt í árdaga bók-
menntagagnrýni að skáld skrifuðu
um skáld, en Auður segir að um
miðja tuttugustu öldina hafi fræði-
legri áherslur orðið áberandi, lögð
hafi verið áhersla á að gagnrýn-
andi væri menntaður og nýtti
fræðin í umfjöllun sinni. „Fyrir
það er hugsunin meira í þá átt að
ef gagnrýnandinn sé skáld þá hafi
hann vit á skáldskap og ef hann
var gott skáld, þá yrði hann að
sýna það í ritdóminum að hann
kynni að skrifa. Hvernig gæti sá
sem ekki skrifar flottan og
skemmtilegan ritdóm verið að
dæma annarra manna verk? Fólk
reyndi því að vanda sig og þetta
eru oft mjög fyndin og skemmtileg
skrif. Hörðustu ritdómarnir eru
oft mjög kaldhæðnir og svívirði-
legir, en það er skemmtilegt að
lesa þá, ef þú ert ekki sá sem ver-
ið var að skrifa um.“
Morgunblaðið/Hallur Már
Hiti Auður Aðalsteinsdóttir hefur
rannsakað ritdóma í íslenskum
fjölmiðlum og skrifað um það bók.
Skáld vega skáld
- Bókmenntagagnrýni fjölmiðla fyrr
á öldum var oft óvægin og heiftúðug
„Við lifum á tímamótum mannkyns-
sögunnar þegar djúpstæðar umbylt-
andi breytingar eiga sér stað sem við
getum séð í samskiptum mannsins við
sjálfan sig, við aðra og við ómann-
eskjulega heima. Allt þetta er okkur
næstum ofviða að skilja, orða og tjá.“
Þannig skrifar bandaríski leikstjórinn
Peter Sellars í ávarpi sínu í tilefni af
Alþjóðlega leiklistardeginum sem
haldinn er hátíðlegur á morgun, 27.
mars, fyrir tilstuðlan Alþjóðaleik-
listarstofnunarinnar (ITI). Íslenska
ávarpið í ár samdi Sveinbjörg Þór-
hallsdóttir danshöfundur og venju
samkvæmt verða ávörpin tvö flutt á
leiksviðum landsins fyrir sýningar um
helgina.
„Leikhús er listform mannlegrar
upplifunar. Heimurinn er að drukkna í
umfangsmiklum fjölmiðlaherferðum,
eins konar hermireynslu og skelfileg-
um „sviðsmyndum“. Hvernig getum
við yfirstigið endalausa endurtekningu
talnaupplýsinga til að geta upplifað
friðhelgina og óendanleikann í hverju
einstöku lífi, hverju einstöku vistkerfi,
í vináttu eða í birtu á framandi himni?
Tvö Covid-19-ár hafa gruggað tilfinn-
ingar okkar, þrengt að lífi okkar og
rofið tengsl og þau hafa vísað okkur á
undarlegan núllpunkt mannvistar.
Hvaða fræjum þarf að sá eða endursá
á þessum tímum? Hverjar eru þær
ofvöxnu, ágengu tegundir sem þarf að
fjarlægja fyrir fullt og allt? Svo mörg
mannslíf eru í veði, svo mikið ofbeldi
blossar upp, heimskulegt og tilgangs-
laust. Svo mörg rótgróin kerfi sem
valda vægðarlausri grimmd hafa verið
afhjúpuð. Hvar eru viðhafnarhátíðir
endurminninga okkar? Hvað þurfum
við að muna? Hvaða helgisiðir gætu
hjálpað okkur að muna og þjálfað okk-
ur í nýjum sporum sem við höfum
aldrei tekið áður?
Leikhús epískrar sýnar, tilgangs,
endurnýjunar og umönnunar þarfnast
nýrra siða. Við þurfum ekki afþrey-
ingu. Við þurfum samveru. Við þurfum
að deila rými, við þurfum að rækta
sameiginleg rými. Við verðum að gefa
einbeittri hlustun og jafnrétti verðugt
rými. […] Nú er tími kominn til að
fríska upp á skilningarvit okkar,
ímyndunarafl, sögur okkar og framtíð.
Það er ekki hægt að gera það með ein-
angruðu fólki sem vinnur eitt og sér
hvert í sínu horni. Þetta er verkefni
sem við þurfum að vinna í sameiningu.
Leikhús býður okkur að útfæra verk-
efnið saman,“ skrifar Sellars, en
Hafliði Arngrímsson íslenskaði.
Afhjúpa sannleikann með list
„Uppspretta dansins og leiklistar-
innar er lífið sjálft. Sviðslistamaðurinn
segir sögur í gegnum líkama sinn.
Afhjúpar sig á sviðinu með því að
segja frá því sem líkaminn geymir.
Líkami dansarans býr yfir mikilli,
óorðaðri þekkingu sem hefur tekið
hann fjölda ára að þjálfa. Að líkamna
reynslu í gegnum hreyfingar og dans
segir oft meira en nokkur orð. Sama
má segja um leikarann sem þarf að
bregða sér í mismunandi hlutverk og
ljá þeim líf og fylla af orku. Þannig
þarf sviðslistamaðurinn að geta tengst
kjarna sínum svo hann geti miðlað
áfram sannri sögu sem fangar athygli
áhorfandans. Í því liggur galdurinn að
líkamna gjörðirnar,“ skrifar Svein-
björg í ávarpi sínu og heldur síðan
áfram: „Sjaldan hefur leikhúsið, leik-
listin og dansinn sem og aðrar list-
greinar átt jafn brýnt erindi til fólks og
einmitt á þeim tímamótum sem heim-
urinn stendur frammi fyrir í dag.
Heimur hraða og áreitis, örra breyt-
inga, byltinga, heimsfaraldurs og
stríða, þar sem óréttlætið gagnvart
saklausum manneskjum dynur yfir,
frelsinu er ógnað og hugmynda-
fræðileg valdabarátta ræður ríkjum.
Við lifum á tímum firringar sem
endurspeglast í gegnum samfélags-
miðla þar sem sviðsetning á sjálfinu er
einhvers konar flótti eða frelsi frá
raunveruleikanum. Mismunandi birt-
ingarmyndir af sjálfinu sem eiga sér
enga stoð í raunveruleikanum, heldur
eru þær byggðar á lygum eða ímynd-
uðum heimi. Sá heimur og sviðsmynd
sem birtist okkur þar hefur mikil áhrif
á sjálfsmynd fylgjenda sinna. Trúverð-
ugleiki fréttamiðla er að sama skapi
dreginn í efa þar sem erfitt reynist að
skilja hvar sannleikurinn liggur, hvað
er rétt og hvað er rangt, hverjum er
hægt að treysta. Upp kemur löngun til
að hægja á og leita að tilganginum,
staldra við og hugsa. Skoða nýjar leið-
ir og aðferðir þar sem samkennd og
dýpt ræður för. […] Heimurinn þarfn-
ast jafnvægis í víðasta skilningi þess
orðs og jafnvægið byrjar í okkar eigin
líkömum. Máttur listarinnar er mikill.
Með listinni afhjúpum við sannleikann.
Með listinni færum við fjöll og dönsum
yfir landamæri.“ silja@mbl.is
Þurfum ekki afþrey-
ingu heldur samveru
- Alþjóðlega leiklistardeginum fagnað á morgun, 27. mars
Ljósmynd/Saga Sig
Dans Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
Ljósmynd/Ruth Walz, operaballet.nl
Leiklist Peter Sellars.
Helga
rútgá
fanEinar
bárða
- anna
magg
a - yn
gvi ey
stein
s
Alla l
augar
daga
frá k
l 9-12